Þórsmörk 5-7 Júní

Ég og krakkarnir fengum brottfararleyfi frá húsmóðurinni á heimilinu síðustu helgi og ákváðum að skella okkur í helgarferð. Fyrir valinu varð Þórsmörk og vorum við afar heppinn með veður Sól á Laugardag en skýjað á Sunnudag.

Fórum á Föstudagskvöldið og vorum komin heim í kvöldmat á Sunnudag. Gistum í stóra skálanum fyrstu nóttina en fengum svo inni í litlu smáhýsi seinni nóttina. Frábær aðstaða í Húsadal. Það eru kominn allavega 3 ár síðan ég skrapp síðast í Þórmörkina og einhvernveginn er maður alltaf jafn hrifinn af fegurðinni þarna.

Lítið var í ánum og dugðu 35" dekk vel, en þó var töluvert farið að bæta í Krossá á Sunnudags eftirmiðdag. Hægt að stækka myndir með að smella 1-2 sinnum.

Heil helgi með börnunum sínum í íslenskri náttúru er eitthvað sem engin sólarlandaferð nær að toppa.

 

Allir ferðabúnir spennt og (spennt)

_orsmork_2009_002.jpg

 

Tekið fyrir neðan Lónið

_orsmork_2009_005.jpg

 

Ein af kvíslunum á leið innúr.

 _orsmork_2009_033.jpg

 

Hér erum við á leið yfir Krossá

_orsmork_2009_035.jpg

 

 

 Fundum heitan (volgan) pott til að busla í.

_orsmork_2009_027.jpg

 

Skruppum í litla göngutúra.

_orsmork_2009_024.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband