Laugardagur, 1.8.2009
Komiði sæl og blessuð.
Jæja, jæja nú er kominn tími til að láta vita að maður er allavega á lífi. Hef ekkert verið að setja hérna inn vegna sumarleyfis og flakks. En nú á að skrifa eitthvað oftar.
Við Fjöldskyldan fórum í bústað í viku og nutum sveitalífsins til botns með sveitasundlaugaferðum, göngutúrum, jeppaferðum ásamt ofnotkun á grillmat. Hrikalega gott að komast úr amstri og basli hversdagslífsins og ná aðeins að sjá hvað maður á margt fallegt.
Auðvitað lágum við feðgar í pottinum og flögguðum KR fánanum meðan KR spilaði við Larissa úti.
Talandi um KR...Stórveldi Ísland í knattspyrnu, það er hrikalega gaman núna. Fyrir þá sem ekki voru á leiknum í gær á móti Basel, þá er algerlega ómögulegt að reyna að lýsa stemmingunni.
Veðrið, grillið, Stúkan, völlurinn,lætin, ALLT!!! En auðvitað er ekki hægt að útskýra þetta fyrir einhverjum sem aldrei hafa upplifað svona eins og Fram, Val, eða FH nú eða litlu liðunum út á landi.
Verslunarmannahelgina ætla ég svo bara að láta aðra um að stressa sig yfir, ég ætla dagsferð í Hvalfjörðin, vinna, sjá KR- Val í bikarnum og grilla svo heima.
Finnst ykkur ég kannski grilla aðeins of oft?
Athugasemdir
,,Veðrið, grillið, Stúkan...." hva hélt að þú kallaðir þetta áhorfendapalla, ekki stúku?
Aldrei of oft grillað.
Páll Jóhannesson, 1.8.2009 kl. 13:17
Þessari athugasemd verður svarað í sér þræði Páll.
S. Lúther Gestsson, 1.8.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.