Helgarpistill.

Ég hélt í einfeldni minni  að maður sem rekur fyrirtæki, á 4 börn væri ekki að forgangsraða hlutunum rétt ef hann hefði tíma til að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu heila helgi.

En ég hef komist að því að þetta er algerlega alrangt. Í tilraun minni um þetta nú um helgina hef ég nefnilega uppgvötvað að fótboltagláp 4 barna föðurs hefur slakandi áhrif á börnin, já börn virðast nefnilega sýna afgerandi slökun meðan fjöldkyldufaðirinn liggur upp í sófa með konfektkassa og rekur einstaka sinnum upp stríðsöskur milli þess sem hann lemur fótunum ótt og títt í sófann.

Það er ekki fyrr en móðirinn kemur inn í stofuna og stappar niður fótunum með kústskaft milli handanna sem börnin virðast missa einbeitinguna og stressast öll upp. En einmitt þá er afar mikilvægt að faðirinn missi ekki tökin á ástandinu og leggist algerlega slakur í sófann aftur og stynji einhverskonar jái upp.

Ég finn til einstakrar ábyrgðartilfinningar þegar þessi staða kemur upp, ég nefnilega hef bara ekki gefið mér tíma undanfarið til að rannsaka þetta nánar, enn þökk sé Stöð 2 sport fyrir að senda út í opinni dagskrá um helgina.

Annars er allt gott af Hólabergsfjöldskyldunni að frétta, ég komst aðeins á krossara á laugardaginn og finnst eiginlega grátlegt að veðurfarið er orðið þannig að maður fer bráðum að bóna og ganga frá hjólinu fyrir veturinn.Alger synd þegar maður er loks farin að ná tökum á hraðanum, og þá strákar mínir er ég að tala um meðalhraða á malarvegi kringum 80-100km á klst. það er rosalegt ánæguefni að slysið á hælnum um daginn virðast vera að lagast.

Annars er maður búinn að vera að klóra sér í hausnum yfir því hvernig í veröldinni rjúpnaveiðitímabilið geti alltaf farið svona ílla af stað. Nú eru 2 búnir að tínast, 4 teknir með ólöglegann búnað, nokkrir réttinadalausir  og einn búinn að skjóta lappirnar nánast undan félaga sínum. Hvað er þetta eiginlega með íslendinga og skotvopn? 

Vonandi gangið þið ánægð inn í nýja vinnuviku bloggvinir góðir, við getum allavega farið að hlakka til jóla.. eða hvað?

Góðar stundir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband