Saga af dónalegri konu.

Góður vinur minn einn sem er verslunarstjóri í einni af betri kjötbúðum hér á landi er með eindæmum þjónustulundaður, eiginlega er það þannig að kúnnarnir eru oftar enn ekki farnir að biðja um hann til að láta afgreiða sig.

Upp á síðkastið hefur kona nokkur komið og notið þjónustulundar hans, eiginlega er hún svo ánægð með hann að hún hefur komið sér ferðir og gefið honum bjórkippu eða rauðvínsflösku.

Þetta er afar fallegt af henni,  enn það er galli á gjöf konu, því þessi vinur minn er alkahólisti og hefur ekki drukkið dropa í um 9 ár. því njóta vinnufélagar hans  góðs af örlæti konunnar, og hoppa þeir alveg af kæti þegar þeir sjá hana koma inn í búðina. Þó fannst einum nóg komið og ákvað að láta konuna góðu góðfúslega vita undir fjögur augu að verslunarstjórinn gæti ekki notið veiganna hennar.

Konnunni hlýtur að hafa brugðið svona ílla við og skammast sín svo mikið að nú hefur hún ekki komið inn í verslunina í að verða 2 mánuði.

Strákarnir eru farnir að þurfa að hlaupa sjálfir í ríkið á Föstudögum og þessi svo mjög góði vinur minn heldur bara áfram að brosa og gera allt fyrir alla, enn tapaði mest sjálfur.

 

ÉG ER EIGINLEGA FOKKING BRJÁLAÐUR!!!!!!! 

 Á ég að hella mér yfir kjaftvaskinn sem kjaftaði þessu í konuna eða stela myndbandsupptökum af konunni og hafa upp á henni sjálfur og skipa henni í ríkið að kaupa meira af bjór fyrir vin minn?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þetta er bara illa gert að kjafta um svona hluti...sveiattan.

Gulli litli, 8.8.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband