Stór ákvörðun tekinn í ljósi nýrra tíðinda!!!!

Þegar ég var að borða hafragrautinn minn í morgun heyrði ég af afsögn viðpskiptaráðherra, hvuuurrrr ands....sagði ég upphátt hvað get ég gert í þessu? Hvað get ég gert til að axla ábyrgð?

Jú eftir mikla íhugun og ráðfæringar við mér fróðari menn var tekinn sú ákvörðun að draga fram vélsleðakerruna, það var hreint út sagt hrein ótrúleg tilviljun að á kerrunni var ferðabúinn sleði. Án nokkurs þrýstings frá einum né neinum var ekið af stað og haldið í átt að þingvöllum þar sem ákvörðun um framhald skyldi tekið, hvar er til þjóðlegri staður en einmitt þar?

Eftir eitt símtal þar sem nákvæmlega engum þrýstingi var beitt var stefnan sett á Skjaldbreið. 

Toppnum skyldi náð og staðan á mótmælendum tekinn, enn til mikillar furðu var engin þar að berja botninn úr pottum eða blásandi í háværra lúðra, ekkert einasta mótmælaspjald einu sinni á lofti.

Eftir mikla íhugun á toppi Skjaldbreiðar þar sem langloku var kyngt niður með Orku frá Egils var komist að þeirri niðurstöðu að þetta ástand í  íslenskri pólítík væri alls ekki mér að kenna og heldur alls ekki mér að neinu leiti að þakka.

Því var sú ákvörðun tekinn án nokkurs samráðs og algerlega án utanankomandi þrýstings að halda heim á ný.

Eftir á að hyggja sé ég þetta var það besta ákvörðunin í stöðunni eins og hún var meðan hafragrauturinn kraumaði í pottinum í morgun. Var ég því afar sáttur við daginn.

Furðulegt samt hvað afskaplega fáir voru á ferðinni á þessum slóðum í dag, t.d var ég einn upp á skjaldbreið í þann hálftíma sem ég dvaldi þar og það man ég ekki eftir að hafi nokkurn tímann gerst áður. 

Myndirnar stækka ef smellt er á þær, best að smella tvisvar.

 

Snævi þakinn Skjaldbreiður framundan.

picture_014_780390.jpg

 

Frábært veður og færi.

picture_019.jpg

 

Kominn í meiri og flottann snjó.

picture_016.jpg

 Útsýni frá toppnum.

picture_021.jpg

 Þar sem enginn var með, þá tók ég bara mynd sjálfur.

picture_024.jpg

 

Fyrir löngu síðan var mér sagt að þessi hóll á toppnum væri kallaður "pungurinn"

picture_022.jpg

 

 Sól farin að síga og best að koma sér heim.

picture_025.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það skynsamleg ákvörðun að fara einn upp á fjöll? Þó maður sé með alla þína reynslu. Getur alltaf eitthvað komið uppá.

Sleðinn minn fer alveg að verða klár þá tökum við smá hring. Færð þá að sjá munin á svona Yama drama og Polaris:)

Júlíus B. 26.1.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Júlli, það að aldrei að leggja einn upp á fjöll. félagar mínir voru að fara upp á Hveravelli, en það var ekki á dagskrá hjá mér þennan dag. Ég fylgdi þeim á stað enn tók svo stefnuna á Skjaldbreiðina. Tugi manna voru á svæðinu, þó þeir hafi ekki verið alveg ofaní mér.

Sá nýja Polarisinn þinn um helgina, ég held þú ætlir að koma allri fjöldskyldunni á gripinn, þvílík er lengdin. Flottur.

Vertu bara í sambandi þegar þér langar að fara  að viðra hann.

S. Lúther Gestsson, 26.1.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband