Hver er kvikindið?

Síðasta vetur drógum við okkur nokkrir saman sem vorum að ferðast á vélsleðum. Eftir nokkrar ferðir heyrði ég að menn voru farnir að gefa hvor öðrum allskonar nöfn. Ég einhvernveginn ákvað að draga mig ekki inn í þessa umræðu og hélt bara áfram að sýna listir mínar og útsjónarsemi við að leysa hinar ýmsu aðstæður sem á vegi okkar urðu.

Ekki er því að neita að mitt gífurlega þrek og gott líkamlegt ástand varð oftar en ekki til þess að menn gátu varla haldið för áfram sökum aðdáunar. Útsjónarsemi var t.d  eitt af því sem ég sá að þessir mennhöfðu aldrei kynnst.

Þegar ég svo kem akandi eins og engill í gegnum skafla sem voru á hæð venjulegs parhúss til hittings við þessa offitusjúklinga heyrði ég að menn voru að tala um að "Bleiki Partusinn" væri mættur. Bleiki Partusinn sagði ég og fór svona að draga einn og einn út í horn og spyrja út í þessa nafngift. Enn enginn þóttist vita eitt né neitt og eins og litlir skólastrákar bentu þeir á hvor annan.

þú verður bara að finna það sjálfur út hvernig Bleiki Partusinn var voru einu svörin sem ég fékk gegnum falskt brosið hjá þessum gömlu köllum.

Það varð úr að ég ákvað að skáka þessum gömlu refum og gekk eins langt og þeir vildu, pantaði mér miða og merkti sleðann, bílinn, kerruna og rúmgaflinn hjá mér.

Nú er það svo að ég er búinn að googla þennan fína kött enn finn ekkert um hann, reyndar man ég aðeins eftir honum úr sjónvarpinu hérna í denn enn man ekki hvernig hann var almennilega.

Því langar mig að fá ykkur sem munið eftir honum að sega mér frá því sem þið vitið um þennan sæta kettling.

 

picture_015_781567.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sifjan

Mjór... bleikur... með langt skott.... góður með sig.... heldur að hann sé einn í heiminum... frekar vitlaus... gerir hlutina án þess að hugsa... stórt ÉG...  heimskur... latur...

.... Bíddu... voru þetta vinir þínir ???

Sifjan, 27.1.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Vinir segirðu? Uppistaðn úr þessum hóp eru óvirkir alkahólistar, þú veist nú hvernig þeir geta verið. Það rennur stundum á þá óstjórnleg gleði yfir edrúvímunni sem fer náttúrulega langt fram yfir eðlileg mörk.

Því verða stundum menn sem eru að reyna að átta sig og eru enn blautir á bak við eyrun fyrir barðinu á þeim. Enn allavega þá hef ég meira út úr því að umgangast þessa menn heldur enn aðra. Kannski vantar mig bara nokkur ár í þá ennþá.

S. Lúther Gestsson, 27.1.2009 kl. 13:45

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Bleiki var sá sem allt gat og öllu þorði,þ.e.að gera það sem hinir þorðu ekki og gátu ekki ,hann var ósérhlífinn,hvatvís,úrræðagóður,með mikinn og góðann húmor.

Vignir Arnarson, 28.1.2009 kl. 09:48

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Thats me

S. Lúther Gestsson, 28.1.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Jens Guð

  Var Bleiki pardusinn ekki glæpamaður í kvikmyndum þar sem Peter Sellers lék leynilögreglumann?

Jens Guð, 28.1.2009 kl. 21:19

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það var logið og klínt á hann allskonar óþverra.

S. Lúther Gestsson, 29.1.2009 kl. 00:14

7 identicon

Bleiki pardusinn var nú upprunalega demantur í þessum kvikmyndum ekki glæpamaður...  enda sjáið þið það þegar að þið skoðið andlit pardusins að hann er í laginu eins og demantur.

Bexx veit betur 29.1.2009 kl. 01:15

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég fæ nú seint viðurnefnið demandur

S. Lúther Gestsson, 29.1.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband