Hlustum á hvert orð þeirra, þetta eru gullmolar.

Eldri sonur minn 3ára horfði á mig í gær þar sem hann lá upp í sófa og segir svo allt í einu algerlega upp úr þurru, Pabbi mörgæs. Hvað segirðu? hvað kallarðu mig? Hann lítur á mig hlægandi og segir svo að mamma sín hafi sagt þetta þegar hún sá mig ganga út úr verslun fyrr um daginn. 

Sjáiði pabba ykkar hann er svo útskeifur að hann gengur eins og Mörgæs sagði hún.

Eitthvað var frúin snúin þegar ég bar þetta upp á hana. Sagði þatta allt saman byggt á misskilningi.

Já það er víst betra að sega ekki of mikið þegar lítil eyru hlusta.

 

Við Guðbjörn Smári sonur minn, sá 3 ára vorum í garðinum að skjóta bolta létt á milli okkar þegar bróðir hans 11 mánaða kemur skríðandi eftir grasinu og fær boltann létt í hausinn.

Ekki skjóta boltanum í hausinn á bróður þínum, þar liggja mörkin segi ég við þann eldri. Hann snýr sér við og spyr: Hvað segirðu, er hann markið?

Svo datt hann á stéttina þegar hann var að ganga með móður sinni út í bíl, mamman hafði dálitlar áhyggjur að nú kæmi grátur sem framleiddu heimsins stæðstu tár, en stendur ekki guttinn upp slær sér á lær og segir: Mamma þetta er í lagi, ég er KR-ingur.

Hvaðan fékk hann þetta????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sifjan

ég verð nú eiginlega að vera sammála Guðbirni.. þú ert eins og mörgæs þegar þú labbar :=)

Sifjan, 23.8.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband