SVÍNAFLENSA ?

Ég er farinn að taka eftir nýjum hlutum í fari mínu, hlutum sem einhvernvegin virtust koma af sjálfu sér.

Ég til að mynda hlusta eingöngu orðið á Bylgjuna í bílnum og vinnunni, einnig hef ég uppgvötvað marga skemmtilega þætti á Rás 2.  Já Rás 2 gott fólk.

Yfirleitt þegar ég er á bensínstöð kem ég gangandi út með heitann kaffibolla og dagblað undir hendinni, vinnudagurinn minn byrjar yfirleitt orðið alltaf að ég sest niður sötra kaffið mitt meðan ég les yfir Moggann.

Mér finnst þættirnir hjá Gísla Einarss "Út og suður" afspyrnu góðir, þar heimsækir hann sveitina og talar við fólk sem talar íslensku. Einnig er þátturinn "Öldin sem leið" mikil skemmtun og fróðleg.

Samt hélt ég að mér væri öllum lokið fyrir stuttu þegar mig langaði að keyra aðeins um, einn í bílnum og fá smá frið. Ég allt í einu var kominn á Gróttu og horfði á fuglalífið og út á hafið, dauðlangaði að labba að vitanum en hafði ekki tíma.

Yfirleitt fæ ég margar símhringingar frá félögunum um að kíkja á kaffihús eftir vinnu og jafnvel taka í einn pool. En hugsunin um að komast bara heim og slappa af með kaffið í sófanum, hlusta á frúna lýsa deginum, fletta sjónvarpsrásunum er orðinn öllum kaffihúsum yfirsterkari. Ef ég rata út þá fer ég yfirleitt ekki lengra en inn í bílskúr að dunda mér eitthvað.

Svo er það nú kannski það hættulegasta í þessu og það er það að ég hef verið að taka eftir því að þegar fréttir eru búnar á stöð 2 þá verð ég að skipta yfir á Rúv fréttir.

"Bíddu bara þangað til þú ferð að stunda heitapottana í sundlaugunum og kjafta við gömlu kallanna um stjórnmál og atvinnulífið í landinu" sagði einn vinur minn við mig um helgina.

Enn....Nei andskotinn þessi pest leiðir mann varla á svo lágt plan?

Annars væri það kannski bara gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sifjan

ég hlusta stundum á Rás 1.. og finnst það svo afslappandi.  !!!

Sifjan, 24.8.2009 kl. 12:18

2 identicon

Lúddi minn, Þetta kallast að aldurinn sé farinn að færast yfir mann. Með öðrum orðum og á Íslensku heitir það að þú ert að verða gamall!!!!

Geiri 24.8.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Aldurinn....Ekki voga þér að koma hingað og láta sem ég sé að komast á ellilaun. Maður sem ekki hefur náð fertugsaldrinum getur varla farið að hafa áhyggjur af aldrinum alveg strax. Ekki er ég allavega farinn að spila golf eins og sumir Geir minn.

Nei, eftir ýtarlegar rannsóknir hefur komið í ljós að þetta er andlegur þroski.

Þroski Geiri, þroski!! Veistu hvað það er?

S. Lúther Gestsson, 24.8.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Jens Guð

  Bylgjan,  ja...  Æ.  Rás 2.  Já,  stundum.  Út og suður,  já,  og  Öldin sem leið,   takk.  Frábærir þættir.  Í gærkvöldi var frábær heimildarmynd um Joe Strummer (söngvara The Clash) á Rúv.  Ég heyrði innhringjanda kvarta undan þeirri mynd á Útvarpi Sögu í dag.  Sagði hana hafa verið um einhvern útlendan tónlistarmann. 

  Einhvern útlendan tónlistarmann.  Viðkomandi var að tala um einn af forsprökkum pönkbyltingarinnar.  Einn af þeim sem breyttu tónlistarlandslagi heimsins ´76/´77 og voru fyrirmynd þeirra sem byltu íslenskri músík um og upp úr 1980.  Og The Clash spiluðu á Listahátíð í Reykjavík 1980 og mörkuðu djúp spor í þá hreyfingu sem kennd hefur verið við  Rokk í Reykjavík.

Jens Guð, 27.8.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband