Andvökunótt framundan.

Nú eru ca 6 mín á milli hríðarverkja hjá konunni. Ég ætlaði að vera voða almennilegur og létta henni stundirnar og vera svona á hressu og skemmtinótunum, með einn og einn nettan grínara.

Enn NEI það er ekki vinsæld, steinþegiði ef þið verðið í sömu sporum og ég núna.

ÚPPPPSSS vatnið farið!!!!!

BÆJ'O'O'O


Klukkleikurinn.

DITA bloggvinkona klukkaði mig og ætla ég að svara eftir bestu getu og vera aðeins heiðarlegri en hún.

4 störf.

Útgerðarfélag Akureyringa

Hitaveita Akureyrar

Fiskvinnsla í Grímsey

Bílasali

4 bíómyndir

vitiði að ég næ yfirleitt ekki að horfa á heila mynd.

4 staðir sem ég hef búið á

Flókadalur í Borgarfirði

Ljósavatnsskarð

Akureyri

Reykjavík

4 sjónvarpsþættir

Top-Gear

Helgarsportið

Út og suður

Enski boltinn

4 staðir í fríum

Grímsfjall

Hveravellir

Spánn

Setur undir Hofsjökli

4 netsíður

lexi.is

krreykjavik.is

fotbolti.net

f4x4.is

fernt matarkyns

Lambalæri

kjötsúpa

Hamborgari með Coctailsósu oig frönskum

Nautakjöt

4 óskastaðir akkúrat núna

Hveravellir

Grímsfjall

Anfield

Usa

4 sem ég klukka

Lella

Kjartan

Landi

Palli.

Ykkur var nær að troðast inn á síðuna mína. he,he


SLAKIÐI Á.

Ég hef einhvernveginn svo mikið á minni könnu þessa dagana að ég hef lítið getað fylgst með fréttum Ólétt kona, veikur drengur, reksturinn og fl.

Reyndar er það svo að ég hef nú undanfarið ekkert viljað setjast niður yfir öllu þessu svartsýnishjali öllu, ágætt að leyfa fólki að rífast og tala ílla um hvort annað í friði, ég reyni að koma mér frá allri neikvæðni þessa daganna.

Þó gat ég ekki annað enn sperrt eyrun þegar miðaldra karlmaður kom inn í verslunina og spurði mig hvernig mér litist á að fá heimsendinn yfir okkur á morgun.  Já heimsendinn sjálfann!!!

Uhh... er hann að koma spurði ég og fór ósjálfrátt að hugsa um hvern andskotann ég hefði nú gert af mér.

Svo kveikti ég á útvarpinu í bílnum á leið heim og heyrði að allir voru að tala um heimsendinn, jú þetta var eitthvað sem ég ákvað að skoða betur þegar heim var komið og fór ég að leita mér upplýsinga á netinu hvernig ég ætti að bregðast við þessu og hvort vikilega enginn öruggur staður væri til á jörðinni til að skýlast þessum ófögnuði, mér skyldist að ég hefði ekki langann tíma.

Enn  hvað !!!!! JÚ ef einhverjar kúlur rekast á hvor aðra og eithvað færi úrskeiðis sem eru nákvæmlega engar líkur á þá verður heimsendir enn þó aldrei fyrr enn 2012

ER ÍSLENSKA ÞJÓÐIN GENGIN AF GÖFLUNUM?

Hvernig í andsk..........vitiði að ef þið drekkið fullt baðkar af 7-up free eru meiri líkur að þið fáið krabbamein en ef þið slepptuð að drekka fullt baðkar af 7-up free?

Sjálfsagt væri þetta bara besta sem gæti komið fyrir, þá er ekkert verið að draga alla vitleysuna á langinn, já kannski er hann þarna uppi búinn að fá nóg í bili.

 


Langjökull um helgina s.l.

Flott vélsleðafæri er nú á Langjökli ef farið er upp frá Jaka . Efst á honum í um 1300m hæð er nú um 30 cm nýfallinn snjór. Það eru sjáanleg sprungubelti og varlega verður að fara kringum Þursaborgina.

Enn jökullinn er sléttur og auðveldur yfirferðar fyrir bæði jeppa og sleða. 

myndir13_011.jpg


Stresshelgin að líða.

Nú er konan komin viku frammyfir, maður veit ekkert lengur hvernig maður á að haga sér. Á maður að þora að fara í vinnuna í dag? Á ég að fá einhvern til að leysa mig af á morgun? Ég sem hélt að ég hefði gert allt klappað og klárt fyrir viðburðin enn uppgvötvaði svo í morgun að ég gleymdi að fara í Jóa Útherja og fá KR peysu á peyjann. Eins gott að hún fæði ekkert fyrr enn á morgun allavega, held að Jói Útherji opni kl 10 í fyrramálið.

Fáránlegt kæruleysi að vera heldur ekki búinn að setja stærri dekk undir jeppann, veit ekki hvernig sá ófæddi tekur þessu.

Nú sitjum við öll familían og horfum á Latabæ, veit ekki hvort það geti flýtt fyrir fæðingunni. Glanni glæpur, og bæjarstjórinn í Latabæ hafa ekki beint róandi áhrif á konuna.

 

 


Ég get orðið orðlaus.

Síðast liðna vor lenti ég í því að vefja vélsleða utan um girðingu sem liggur niður með Langjökli að Hveravöllum. Þegar þetta gerðist var skollið á mikið myrkur og lágrenningur, Höggið sem sleðinn fékk á sig var töluvert mikið og var upplifunin eiginlega þannig að hreinlega hefði tundurskeyti lend á sleðanum.

Við þetta kastaðist ég ég af og rankaði við mér nokkra metra frá sleðanum, þarna fékk ég mikið höfuðhögg þar sem hjálmurinn minn skall utan í stóru grjóti. Hjálmurinn var ónothæfur á eftir.

Við félagarnir höfum verið að flytja sleða, kerrur og annan viðlegubúnað í nýtt húsnæði sem okkur áskotnaðist. Þar sem ég hef lítið getað tekið þátt í þessu með þeim sökum vinnu og aðstæðna heima fyrir var ég sendur með skömm til að ganga frá einum hlut í húsinu.

Þegar ég opna dyrnar eftir miðnætti, kveiki ljós og geng inn bíður kassi merktur mér fyrir innan dyrnar.

Í kassanum var splunkunýr hjálmur ásamt stórum miða sem á stóð:

ÞÚ ERT NÚ BARA EINS OG ÞÚ ERT, ENN VIÐ VILJUM HAFA HAUSINN Í LAGI ÁFRAM.

Þessir strákar hafa hjálpað mér gríðarlega mikið undanfarið, og eru reyndar enn að reyna að koma mér á fætur,  þó ekki eftir þessa veltu á jöklinum heldur í gengum mína erfiðleika.

Oft finnst mér ganga hægt og lítill tilgangur sé með þessu öllu enn það var ROSALEGT að sjá það svona að einhverjum finnst allavega smá vænt um mann.

Oft ætlar maður að vinna einn stóran sigur, enn ég hef lært að litlu sigrarnir verða að koma fyrst.

Strákar í þessu tilfelli  notast ég við nafnleyndina þó ég vilji skrifa nafn ykkar með risa stöfum.

Ég segi bara TAKK.


Braut odd af oflæti mínu.

Ég hef löngum þótt góður grillari, enda grillið mikið notað á mínu heimili. Hér þykir ekkert tiltökumál að fara út á sólpall í norðan stórhríð á veturna til að elda.

Hingað til hefur grillið og ásamt 3 fermetra radíus verið algerlega mitt einkasvæði og enginn hefur fengið að koma þar nálægt, enda grillið af Bandarískri gerð með 3 brennurum á tveimur hæðum. Fjöldskyldan hefur ætíð staðið í dyrunum full aðdáunar hvernig mér hefur tekist að töfra framm hverja stórsteikina á fætur annari.

Enn nú í kvöld fékk dóttirin að taka í herlegheitin í fyrsta skiptið, þetta þótti henni afar merkilegt enda grillið algerlega heilagt. agust_2008.jpg

Sjálfsagt reka einhverjar gamlar konur upp stór augu og hneykslast gífurlega yfir kæruleysinu að hleypa 9 ára gamalli stúlku í grill, enn mega þær þá vita að ég var staddur við hana allan tímann vopnaður duftslökkvitæki, eldteppi og síma.

Allt fór vel,

 


Úppps!!

Þess má einnig geta að Robinho mætti í þyrlu á fyrstu æfingu sína.

Enn þetta er náttúrulega rosalegt ef allar þessar stjörnur sem City menn eru að kaupa verða meira hjá sálfræðingi en á æfingum, yfir því að vera orðnir leikmenn Ding- Dong liðs. Það eru ekki einu sinni snagar í búningsherbergjum City.

Enn svona til að menn geti áttað sig á því sem þessar stórstjörnur eru að lenda í, er þetta svona svipað og Stefán Logi yrði seldur frá stórveldinu KR til ÞÓRS á Akureyri.

 


mbl.is Pele: Robinho þarf á sálfræðihjálp að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERFITT KVÖLD.

Horfði á leik KR og Breiðablik í sjónvarpinu, já ég sat heima og horfði. Ástæðan?  jú konan er ekki ennþá búin að eiga. Enn það er svo stutt (kannski í nótt eða á eftir) að ég þorfði ekki að heiman.

Ég er svona að ná mér niður andlega eftir þetta kvöld, mikið hrikalega er búið að vera erfitt.

KR lentu marki undir, fengu á sig 13 hornspyrnur, björguðu 3 á línu, framlenging, vítaspyrnukeppni og konan blés allan tíman eins og hún væri að fara að eiga eftir eina mínútu.

 Enn KR vann og konan er sofnuð. Guð er góður.

 


Hitt og þetta.

Ég segi nú bara eins og allir aðrir hér á blogginu, það hefur hrjáð mig bloggleti undanfarna daga. (tískusetning).

Hef verið að dunda í hinu og þessu undanfarna daga, haldið mig þó fast í henni stórborginni enda konan að fara að eiga um helgina, nú ef ekki þá ætlar læknamafían að setja hana af stað á Mánudagsmorgun. Ætlaði að fara að spyrja konuna nánar út í þetta í gærkveldi hvernig fæðingin er sett á stað, en hætti svo við það,  grunar að mig langi ekki að vita neitt um það.

Nú þá er þetta 3 barn okkar konunnar og mitt 4, er það ekki bara komið nóg þá.  Ef ekkert forsetaefni leynist ekki í þessum barnaskara er það bara ekki mitt vandamál, ég reyndi þó.

Í útvarpinu áðan var verið að tala um offitu barna, hreyfingaleysi barna orðin það mikið vandamál að þau eru komin með hjól undir skóna sína þannig að þau þurfa ekki að ganga lengur. Hjól undir skóna? Þetta er eitthvað sem ég er að fara að finna út hvar ég fæ.

 Við félagarnir í sleðagenginu vorum að fá afhent húsnæði þar sem við getum verið með sleðana inni og dundað að þeim, frábær munur og gríðarlega flott fyrir næsta vetur, einn félaginn var að reyna að koma GPS tengingu fyrir hjá sér enn eitthvað mistókst það, svo hann sagðist ekkert þurfa þetta GPS dót, Ísland væri svo lítið að maður endaði alltaf einhverstaðar. Nokkuð til í þvíLoL.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband