Laugardagur, 7.6.2008
Ólafur dómari í leikbanni.
Ólafur Ragnarsson dómari hefur verið settur í leikbann hjá KSÍ. Allavega get ég ekki betur séð, hann hefur ekki dæmt síðan umræddur leikur var.
Þetta finnst mér miður hjá KSÍ að viðurkenna ekki bara að þeir sú að refsa Ólafi fyrir slaka frammistöðu við dómgæslu í sumar.
![]() |
Guðjón í eins leiks bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7.6.2008
Mig langar...........
Mikið rosalega langar mig að vera svona góður bloggari. Málið er að ég hef tekið eftir með sjálfan mig að þegar ég hef heyrt af ágreiningsmálum undanfarið í fréttum þá er ég ekkert allt of mikið inn í málunum til að geta tjáð mig um það, allavega ekki obinberlea allavega.
Enn góður bloggari hann veit allt. Bloggari er með það á hreinu hvernig skuli fanga ísbirni og koma þeim þannig fyrir að þeim líður rosavel hvar sem þeir lenda.
Bloggarinn er með allt á hreinu um hvernig skuli bera sig að ef maður er að handleika piparúða í margmenni.
Þeir vita nákvæmlega hvernig skal lækka eldsneytisverð án þess svo mikið að þurfa einn þingmann til aðstoðar.
Bloggari veit allt, nákvæmlega allt um hvernig skal tekið á kynferðisafbrotamönnum svo þeir þora ekki að pissa standandi á eftir.
Góður bloggari getur leyst upp fjöldaslagsmál svo allir gangi slefandi upp í hvorn annan á eftir.
Og ef maður er alveg rosagóður bloggari getur maður sett upp nýtt fiskveiðikerfi á ca einni helgi, sem allir eru sáttir við.
Mig langar að vera bloggari því hann veit og getur allt.
Skyldi ég einhverntíma.............Nei örugglega ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3.6.2008
Mútur
Nú er það svo að ég veit að það er ekki rétt að safna liði gegn einhverri einni manneskju, nei það er ljótt, og það er alls ekki fallegt að biðja einhvern um að ljúga fyrir mann, nei,nei það má alls ekki.
Því hefur það vafist svolítið fyrir mér hvernig maður fær börnin sín til þess að fá móðurina til að samþyggja að borga áskrift af sjónvarpsstöð sem inniheldur eingöngu íþróttir. Nefnilega stöð 2 sport.
Síðustu dagar hafa ekki skilað fullnægandi árangri að mínu mati, allavega get ég ekki séð beinar útsendingar af Landsbankadeildinni og gat ég eingöngu aðeins horft á brot af Meistaradeildinni.
Því hef ég breytt um taktík, ákvað að leggja harðar framm, og ákvað að kaupa dóttur mína til míns liðs.
Eitthvað var stúlkan ósátt við leikaðferðir mínar og hef ég því ekki getað stillt henni upp í fremstu víglínu, enda veit ég það af eigin reynslu gegnum nokkra flokka í boltanum að manni fer að svíða úr hungri að verma varamannabekkinn lengi.
Í kvöld var svo rosalegt leikkerfi sett upp, mamman þurfti að skreppa á fund í kvöld og um leið og frúin lokaði útidyrahurðinni hertók ég tölvuna til að sýna dótturinni að ég yrði að vera nettengdur beint inn á boltavakt Vísi. þar fengi maður allar helstu fréttir nánast beint.
Að því loknu var stillt á KR-útvarpið og það stillt það hátt að ekki var nokkur leið fyrir dótturina að horfa á sjónvarpið. Svo var að sjálfsögðu stiginn stríðsdans þegar þulurinn upplýsti að KR hefði skorað.
Enn í miðjum fagnaðarlátunum strax í fyrsta fagni rennir stúlkan sér í kolólöglega tæklingu í lappirnar á mér, stendur upp og spyr mig hvössum rómi hvort ég ætli ekki að skúra eins og ég hafi lofað henni mömmu sinni. Hún er með barn í maganum og þú verður að vera duglegur að hjálpa henni pabbi, svipurinn..........allt varð eins og rafmagnslaust á einni sekundu og ég stóð með þvegilinn áður enn ég vissi af.
Mamma var pabbi nokkuð að drekka í kvöld, var það fyrsta sem frúin fékk að heyra þegar hún kom heim á nýþvegið gólfin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2.6.2008
STÓR-sigur.
Algerir yfirburðir hjá KR stórveldinu í kvöld. Það var alveg ljóst strax í byrjun hvernig þetta kvöld færi.
Við sáum bros, dansspor, hlátur, hreyfingu og við sáum FÓTBOLTA. sem skilaði stórsigri í kvöld.
5 leikir 2 sigrar, 3 töp, 8 mörk skoruð.
Nú fer þetta að skýrast, spúttnik liðin Fjölnir, Fram og Breiðablik að síga niður töfluna, enda mín spá að þeir verði í baráttu undir miðri deild í sumar og við KR- ingarnir horfum til himins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24.5.2008
KR hraðlestin.
Furðulegt hvað allir glotta þegar þeir spyrja mig út í KR. Alveg glórulaust bullið í drengjunum, á að halda sæti sínu í ár? Hvenar kemur nýr þjálfari? Hvað er að þarna í vesturbænum?
Sko við skulum bara horfa á það að KR hefur unnið einn leik sem af er þessu tímabili sem er nú líka bara ný hafið. Það er bara búið að spila 3 leiki. Nú í þessum 3 leikjum erum við búnir að skora 5 mörk og það er nú ekkert lélegt í 3 leikjum. Ok höfum fengið 5 mörk á okkur líka enn það er nú bara heldur ekkert lélegt í 5 leikjum.
Sigur á Grindavík: það verður að teljast í lagi enda Grindvíkingar ekki lélegir í fótbolta
Tap á Fjölnisvelli: Við skulum sjá hvernig öðrum liðum gengur að leggja þá.
Tap fyrir Breiðablik: Það hafa bara allir tapað fyrir þessum grænu.
Næst heimsækjum við Kaplakrikavöll og ég segi JAFNTEFLI í þeim leik og KR skorar mark.
Það geta bara ekkert öll lið farið í Hafnarfjörðin og skorað mark. Enn við KR-ingar getum það.
STRÁKAR LÁTIÐ MIG SVO Í FRIÐI. ÁFRAM KR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30.4.2008
þori varla að láta sjá mig aftur.
Já ég er kominn til baka, ætla svo sem ekkert að fara náið út í bloggleysi mitt enn er allur að koma til eftir, veikindafrí getum við kallað það. Erfiður enn hrikalega góður tími.
Enn váá, takk fyrir að vera ekki búinn að henda mér út af bloggvinalistanum ykkar, þrátt fyrir þessa fjarveru mína. allavega svona allflestir sýnist mér ennþá inni hjá mér.
Enn verð ekki fyrirferðamikill hérna samt næstu daga þar sem ég er að fara í snjósleðaferð yfir landið, verður geðveikt eða frábært!!! Ef það er til himnaríki þá er það þarna á hálendinu.
Þar sem ég hef ekkert farið í alvöru hálendistúr lengi þá verður þetta frábær tilbreyting frá erilsömum mánuðum undanfarið.
Góðir ferðafélagar og auðvitað allir allsgáðir alltaf.
Verð með myndir hér eftir helgi úr þessari ferð, þá sjáiði bara hva kallinn er orðinn flottur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22.1.2008
Þú ert með meiri fatapening enn þetta sjálfur!!!
Já hann Björn Ingi benti nú honum Sigmari fréttamanni á það svona góðfúslega að hann væri sjálfur með meiri enn 1 milljón í fatapening á ári. Hvernig er það eru fréttamenn hjá RÚV með svona svakaleg hlunnindi?
Hver borgar þetta? Sáuði svo konurnar okkar sem eru reyndar ekki lengur í meirihluta, sem betur fer því þær eru allar eins og druslur til fara, af hverju fara þær ekki og nota fatapeningana sína í að kaupa föt? Þær líta út eins og druslur, hangandi einhverja gamla trjásnaða trefla um hálsinn og í einhverjum eldgömlum eiturgrænum handónýtum peysum.
Af hverju geta ekki allar okkar flottu valdakonur litið út eins og Siv Friðleifsdóttir, hún er gella hvar sem hún kemur, hef farið með henni á fjöll yfir helgi og hún passar alltaf upp á útlitið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 17.1.2008
Ég á afmæli.
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag ég á afmæli sjálfur ég á afmæli í dag!
Svo á víst Dabbi Oddson líka afmæli í dag, leiðinlegt Oddsson að skiggja á daginn.
Pabbi minn átti afmæli í gær, hefði hann lifað , Hann mun alltaf lifa hjá mér svo ég segi , Til hamingju með daginn í gær elsku pabbi .Ég sakna þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 16.1.2008
Hvur andsk....
Maður þakkar bara fyrir að maðurinn hafi ekki blikkað stelpurnar.
![]() |
Missti handlegginn eftir að vinka stelpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16.1.2008
Fall er fararheill
Þegar maður er búinn að horfa á snjókomuna undanfarna daga falla niður og geta ekkert farið til fjalla vegna mikillar vinnu undanfarnar vikur brast þolinmæðin í dag, reyndar brast hún svo heiftarlega að ekki var farið heim til að setja nausynlegann búnað í bílinn. Enda átti svo sem ekki að fara mjög langt, svona dagleið sem myndi kannski enda í mátulegri sólarhringsferð eitthvað.
Enn oft endar ferðin áður enn ferðalokum er náð stóð einhverstaðar, ekki vildi betur til enn þegar komið var á fáfarinn veg sem var töluverður snjór á og mikil hálka undir missti ég stjórn á jeppanum, það er svona svolítið mál þegar jeppi á 46" dekkjum sem viktar rúm 4 tonn fer á stað.
Endaði dansinn minn utan vegar, þó sem betur fer á 4 hjólum, svo gríðarlegur snjór var fyrir utan veg að það var ekki nokkur leið fyrir mig að opna eina einustu hurð, heldur var skriðið út um gluggann og lét maður sig detta í mjúka fönnina sem náði mér svona rétt undir höku.
Förin eftir stóra skrímslið voru þannig að engu var líkara enn Boeing 747 hefði nauðlent þarna.
Eftir ca 3 klst basl náðum við félagarnir jeppanum upp og tjónið brotið framdrif ásamt lítilegum boddýskemmdum. Lítið mál þegar maður sjálfur, farþegar og önnur umferð sleppur.
Látum ekki galsann vera yfir skynseminni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)