Miðvikudagur, 18.6.2008
GRÍÐARLEG VIÐBRÖGÐ VIÐ FYRSTU BREYTINGUM SÍÐUNNAR.
Nú hafa fyrstu breytingarnar litið dagsins ljós á þessari síðu og viðbrögðin ekki látið á sér kræla, mikil umferð hefur verið í dag og reikna tæknimenn mínir að innlit á síðuna hafi tvöfaldast frá því í gær. Tæknimenn Moggabloggsins ásamt mínum mönnum teljast að 9 manns hafi litið hér inn frá því á miðnætti í gær. Þvílík viðbrögð.
TAKK, TAKK, KÆRA FÓLK.
Enn eins og allflestir hafa tekið eftir er búið að setja inn niðurteljara til jóla vinstra megin á síðuna. Vegna mikillar umferðar inn á síðuna eftir þessar fyrstu breytingu verður að fara hægt í frekari útlitsbreytingar, enn von er á frekari aðgerðum frá þessri 16 manna tækninefnd frekar í kvöld.
Enn endilega látið ykkar álit í ljós og segið hvað þið viljið sjá. Vinsamlega sýnið þó þolinmæði ef erfitt reynist að komast í kommentakerfið, það er eingöngu vegna þess mikla álags sem fylgir þessari aukningu á heimsóknum.
TAKK,TAKK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18.6.2008
MIKLAR BREYTINGAR FYRIRHUGAÐAR.
Nú er svo komið að mikil pressa er á mér frá miklum fjölda fólks hvaðanæva úr heiminum um að það sé kominn tími fyrir útlitsbreytingar á þessari bloggsíðu.
Nú er svo komið að tæknimenn frá mér hafa sest niður með Moggatæknimönnum og ræða málin.
Heyrði ég síðast í þeim nú undir kvöld þar sem þeir hafa setið frá kl 15 á Argentínu Steikhúsi yfir teikningum og ferskum hugmyndum og eu málin langt komin.
Það er mér sérstök ánægja að verða við þeim fjölda beiðna um einhverjar breytingar. Þessi síða fær að meðaltali um 4 - 6 heimsóknir á degi hverjum, já hugsið ykkur og takk fyrir það.
Greinilegt er að mikil aukning er heimsóknum á degi hverjum, t.d komu hingað rétt rúmlega 8 manns síðastliðin sólarhring. Takk enn og aftur fyrir það.
Vil ég þakka mínum fjölmörgu aðdáendum fyrir tryggðina með að bjóða þeim að taka þátt í breytingum með að kommenta á hvað það sé helst sem þeir vilji sjá.
Tæknimenn mínir ásamt tæknimönnum Moggabloggs vilja biðja þá fjölmörgu sem kíkja hingað daglega fyrirframm afsökunar á óútskýranlegum truflunum sem gætu komið upp með breytingunum.
TAKK ENN OG AFTUR OG GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.6.2008
ÍÍÍÍSBJÖÖÖÖRN!!!
Innrás hvíta bjarnarins er hafinn, ekki var nóg að skjóta einn, því nú hafa þeir hafið gagnárás á ísland.
Mikil fundarhöld eru þegar hafinn um hvernig bregðast skuli við þessu útspili Bjarnanna. sagt er að það sé verið að funda með lögreglu, og einhverjum dönum um framhaldið, enn ég hef heyrt að það sé verið að safna yfir 750 Moggabloggurum saman, því stjórnvöld þora einfaldlega ekki að fá bálreiða bloggara yfir sig eina ferðina enn.
Til að eyjan okkar Ísland fari ekki á annan endan telja íslensk stjórnvöld að betra sé að hafa bloggarana góða hvursu fáránlega hugmynd þeir komi með um afrep bjarnarins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15.6.2008
Óléttan.
Konan á von á sér í lok Ágúst. Mikið rosalega er hún orðin ólétt maður. Váá ef ég þyrfti að burðast með svona maga og þessa verki, væri bara eitt sem kæmist að, leggjast útaf og teipa sjónvarpsfjarstýringuna fasta við mig.
Orkan í gellunni..............kannski eru það öll þessi súkkulaði sem gefa henni aukakraft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14.6.2008
KSÍ ORÐIÐ AÐ OFSATRÚARSAMTÖKUM?
Mér finnst miður hvað KSÍ hefur verið að dragast mikið inn í umræðuna í íslenska boltanum umræðan er nefnilega öll á neikvæðu nótunum. Eiginlega held ég að þetta hafi byrjað þegar leikmenn og þjálfarar í efstu deild karla fóru miður fögrum orðum um dómara deildarinnar og dróst þá KSÍ inn í þá umræðu með að þeir fylgdust ekki nógu vel með undirbúningi dómara og væru að hleypa þeim í gegnum ílla dæmda leiki án þess að fara yfir stöðuna með þeim.
Nú kemur formaður KSÍ í fjölmiðlum í dag og segir að þetta sé allt þjálfurum um að kenna og göslagangnum í þeim. Ég hef áður sagt að mér finnst að stjórn KSÍ eigi að sjá sóma sinn í því að viðurkenna ákveðin mistök í þeirra eigin herbúðum, það er nefnilega svolítið furðulegt að þegar tímabilið er rétt ný hafið logar allt í ílldeilum og leiðindamál orðin jafn mörg og yfir heild tímabil venjulega.
Það segir sig sjálft að það á allt eftir að sjóða upp úr ef ekki verður farið ofan í saumana á þessu og þeir hreinlega viðurkenni að ýmisleg hefði mátt betur fara.
Annars skil ég ekki hvað allt eigi að snúast um hvað KSÍ sé mátturinn og dýrðin í íslenskum bolta, ég hef t.d aldrei skilið hvað merki KSÍ sé að gera á brjóstinu á búningum landsliðsins. Þarna á bara að vera íslenski fánin og standa ÍSLAND en ekki KSÍ.
Landsliðið er að spila fyrir ÍSLAND en ekki KSÍ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9.6.2008
Vill enginn blogga um þetta mál?
![]() |
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fá græna vottun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9.6.2008
ÉG HELD ÞVÍ FRAM..........
Að helmingur ökumanna séu undir áhrifum lyfja sem það ætti alls ekki að aka undir. Ekki einu sinni að taka inn fyrir svefn.
Það hlýtur bara að vera horfiði í kringum ykkur. Það sem ég sá í dag var c.a þetta:
Rúmlega fertugur karlmaður sem hefur verið með bílpróf í 25 ár?? með kerru og tjaldvagn aftan í hvort öðru. Reynið ekki að sannfæra mig að hann sé bara örlítið að spara tíma.
Sextíu og fimm ára kona sem aldrei hefur lent í tjóni í órétti, með leifar af bensíndælu í bensínlokinu fyrir utan B og L. Hún svaf bara aðein ílla í nótt blessunin.
Bifhjólamaður á 1100cc, ca 250 kg Hondu á afturdekkinu upp Ártúnsbrekkuna, í gallabuxum. Hann...nei ég bara skil þetta ekki.
Unglingur stopp á gatnamótum með girðingarefni einhverskonar sem fór af kerrunni í gegnum afturgluggann. Hann náttúrulega er ný búinn í prófatörn.
KÆRU LANDAR:
EF ÞAÐ ER RAUÐUR ÞRÍHYRNINGUR Á GLASINU YKKAR, EKKI AKA, BARA EKKI AKA!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8.6.2008
skoðanakönnun.
Gaman væri ef sem flestir sem kíkja hérna inn myndu skella sér í lauflétta skoðanakönnun sem er vinstra meginn á síðunni hjá mér.
Þó þeir endilega geti ekki séð af sér að kommenta á bloggið sjálft, enda háþróað spjall sem ekkert allir hafa vit á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 8.6.2008
EM og konan
Konur hafa einskonar sjötta skylningarvitið það er fyrir löngu sannað. Til dæmis þegar börnin taka allt í einu upp á því að þegja og láta ekkert heyra í sér, rjúka konurnar til, það er eitthvað að.
Nú er fjöldskyldulífið hjá mér alveg ósköp venjulegt held ég, við tölum saman.
Eiginlega líður afskaplega lítill tími þangað til annað okkar byrjar að tala við hitt ef við erum saman heima. Í dag varð kannski undantekning á, ég nefnilega læddist í sófann og horfði á EM í knattspyrnu rétt sagði humm og jamm þegar mér fannst það eiga við.
Svo kemur frúin rjúkandi framm í stofu eins og hún hefði séð draug, þá hafði ég nefnilega ekki sagt orð í svona 10 mín og það þótti minni mikið skrítið. Lítur á skjáinn og segir andsk....er þetta byrjað? á þetta ekki að vera langt framm í mánuðinn? Hvurslags tímasetning er þetta eiginlega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7.6.2008
Hvað veit maður orðið.
Guð sé lof að þetta var bara æfing, ég hélt fyrst að einhverjir væru að hætta lífi sínu með einhverskonar fjáröflun handa einhverjum sem á bágt.
Það nefnilega hafa átt sér undarlegustu ferðalög og heimskupör sem mönnum dettur í hug að framkvæma til að safna fé fyrir hina og þessa.
![]() |
Kajakræðara bjargað úr sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)