LJÓSIN FARIN.

Það hefur verið í mínum verkahring að setja upp og taka niður jólaljósin sem fara upp utandyra hjá húsinu okkar, Þetta hefur ekki gengið neitt afskaplega vel undanfarin ár, þ.e.a.s að taka ljósin niður.

Fyrir utan dyrnar hjá okkur er mikið jólatré sem þarf að setja á einhverjar 3-4 stórar seríur á ásamt ljósalengju sem nær sömu breidd og húsið upplýstir snjókallar og aðrar fígúrur þurfa sitt pláss. einnig.

Enn nú er ég búinn að taka allt niður og er þetta persónulegt íslandsmet sem ég er afar stoltur af.

það eru dæmi um að seríur hafa ekki farið niður fyrr enn um miðjan Febrúar.


myndaannáll

Ég ætla að prufa að setja saman svona mynda annál síðustu daga, vonandi birtist textarnir við réttar myndir.    Allavega prufum.

 Gríslíngarnir komnir í garðinn í snóleik

 

c_documents_and_settings_notendur_desktop_myndir_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_015.jpg

Við feðgarnir eigum það til að fara í bað, þá aðalega fyrir stórhátíðir

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_023_402446.jpg

Heill frystitogari í jólagjöf

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_077.jpg

Svo var farið að ná í sprengjur fyrir áramót, þetta snýst svolítið um smá nágrannaslag:)

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_079.jpg

Hluti skotvopnanna kominn í hús.

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_080.jpg

Eldri sonurinn nokkuð ánægður með gamlárskvöld, enda nágranninn sendur heim með skömm.

myndir okt-des 07

svo byrjaði nýja árið á því að hjálpa félaga sem datt afaní skurð ásamt jeppanum sínum, þá varð minn svolítið drullugur.

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_110_402454.jpg

Gott fólk, þetta er ein glæsilegasta sjoppa landsins, eitt TOPPÍS barnanna.

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_113.jpg

Hér eru mæðgurnar eitthvað að sýsla í skrifum.

c_documents_and_settings_notendur_my_documents_my_pictures_myndir_okt-des_07_myndir_okt-des_07_124.jpg


Leikfimi og konurnar okkar.

Betri helmingurinn á heimilinu er búin að taka þá ákvörðun að fara í leikfimi, þetta þykir alls enginn frétt því allir karlmenn þekkja þetta.

Vinkonurnar byrja að tala saman,  ráðfæra sig hvor við aðra, bera saman bæklinga, tala um leikfimi síðustu ára, sega reynslusögur af Gunnu í vesturbænum,  og taka svo saman þessa stóru ákvörðun. KLAPP, KLAPP fyrir þeim. Enn nei,nei þær strengja aldrei nein áramótaheit, þetta var bara tilviljun öll síðustu ár að byrjað er strax eftir áramót.

Ég mun aldrei sega mig mótfallinn þessari ákvörðun þeirra, Hreyfing er holl og merki um vitsmunarlega ákvörðun að fara að hreyfa sig.

Eitt bara skil ég ekki, af hverju þarf að byrja klukkann 6:30 á morgnanna? mér finnst bara hryllilega ósanngjarnt að ég þurfi að vakna um miðja nótt því spússan mín er að fara í leikfimi, svo er það síður enn svo þægilegt að vakna við koss á kinn tveimur stundum síðar og rennblautt hárið leggst yfir andlitið á manni. HÆ, HÆ ELSKAN segir hún fíber hress og kílómetra tölurnar dynja yfir manni.

Hvað fær mann til að detta framm úr rúminu, jú hugsunin um kaffi, sígó og fréttablaðið.


Jólagjöf sem fór á topp 5 listann sem af er.

Ein nytsamlegasta jólagjöf seinni ára sem ég hef fengið fékk ég nú um jólin. Hér er á ferðinni bandarísk uppfinning og varð ég því beggja blands er ég horfði á gripinn þegar jólapappírinn lá á gólfinu.

ROBO-MOB heitir dýrið og eins og nafnið gefur held ég til kynna eins konar vélmenni sem moppar, ég lýg ekki einu einasta orði strákar, þið verðið að eignast græjuna. Ég er búinn að vera að prófa hlutinn og hann svona svínvirkar. Fer meðfram veggjum, snýr við þegar hann rekst á stól og borðfætur, undir sófa, inn í eldhús og er það hljólátur að hann yfirgnæfir ekki íþróttaþulinn á Sýn.

Ég setti mig einfaldlega í stellingar í sjónvarpssófanum, stillti á leikinn setti kvikindið á gólfið og allt gerðist, hann fór undir sófa kom með tvö Snickers bréf, smá poppkorn og burraði svo með dótið um allt án þess að skilja það nein staðar eftir.

Ok, hundurinn misskildi geimið eitthvað og hélt að ég væri að leika við sig og gerði tilraun til að steindrepa uppfinninguna á nýju íslandsmeti enn moppann stóð hann meira sega af sér.

Hundurinn er búinn að gelta á hlutinn í 3 daga stanslaust enn er nú orðinn leiður á honum svo þetta er bara burrandi gott.


Fataskápar frá IKEA

Þið hafið séð hamingjusömu fjöldskylduna sem er öll saman brosandi út úr eyrum skrúfandi saman fallegann fataskáp úr IKEA. Gott fólk látið ekki brosandi familíuna blekkja ykkur. Þetta er sviðsett mynd.

Nú hef ég eytt drjúgum hluta kvöldsins með svona grip í höndunum, og get staðfest það hvar og hvenar sem er að mér hefur bara ekki stokkið bros á vör. Það er bara fyrir öll okkar 15 ára samveru gegnum þunnt og þykkt að ekki eru komnir brestir í sambandið, allt út af þessum eina fataskáp.

Fyrir það fyrsta eru verkfærin sem fylgja með skápnum ekki laghentum heimilisföður samboðin og þegar á að klára verkið með alvöru 1500w græjum nei,nei þá bara passa þau ekki.

Það er sko alls ekki fyrir hugviti IKEA manna að fataskápurinn stendur núna samanskrúfaður á gólfinu, fyrir utan kannski smá rifu milli hurðanna, heldur fyrir algera snilligáfu undirritaðs sem neiddist til að horfa framhjá leiðbeiningar bæklingnum og finna lausnir sjálfur með aðeins pínulítinn sexkant í höndunum.


Gott og Slæmt = ágætt

Þegar menn kúka á sig upp á bak tekur smá tíma að skeina sig. Þetta einhvernvegin er það helsta sem mér dettur í hug þegar litið er um öxl nú um áramótin.

Árið sem nú er ný liðið hefur verið líklega eitt það viðburðaríkasta sem ég man eftir. Ekki eru það allt skemmtilegir hlutir sem standa uppúr. Kannski má skipta þessu ári í tvennt, fyrripart og seinnipart. Seinniparturinn var betri enn sá fyrri. Enn mikið á eftir að taka til eftir fyrri hluta ársins.

Ég lít fullur tilhlökkunar til þessa árs, mikil vinna er framundan í fyrirtækinu sem við konan rekum enn í lok þessa árs stækkaði það um rúmlega helming.

 

Mikið hryllilega á ég stóra og sterka fjölskyldu, þvílík þolinmæði, það allavega sá ég á síðasta ári. Það nefnilega er svo skrítið að þegar maður hefur misst báða foreldra sína þá finnst manni fjöldskyldan farin, enn þegar maður opnar augun aftur þá er allt í einu miklu stærri fjöldskylda til.

í mínum huga er hún maður ársins hjá mér.


Árlegt konutuð.

Nú er að koma sá árstími sem maður heyrir konur kveinka sér mikið vegna þess hvað þær átu mikið yfir hátíðirnar.

Gvööööð hvað maður er búin að hafa það gott, bara sofið og étið svo hafa bara aukakílóin hrannast upp.

Jeedúddamía hvað ég verð að fara sko í ræktina eftir áramót.......

Halda konurnar að við vitum ekki hvernig þær litu út áður enn aðventan gekk í garð??? Þessi aukakíló voru fyrir langa löngu komin, Fara í ræktina??? þær vita ekki einu sinni hvar hún er.

Nefnilega vilja þær nota jólin og áramótin sem svona sérstaka afsökun að "örlitið" hafi bæst á viktina, samt eru þær í sama jólakjólnum og í fyrra.

Svo þarf að taka allt jólaboðið undir þetta umræðuefni svo við strákarnir komum ekki svo mikið sem einu mikilvægu málefni framm.

Svo þegar við erum búnir að gefast upp á þessu helvítis aukakílóatali og eilífum loforðum um að Solla í grænum kosti verði heimsótt reglulega eftir áramótin og ætlum að stinga okkur inn í bílskúr til að skoða nýjustu græjurnar, Nei,nei þá er hrópað á heimför því við þykjum of líklegir til að opna kannski einn kaldann og skipta á milli okkar.

 


Lýsandi fyrir eigandann.

HörkutólHörkutól sem er vel til fara. Eiginlega bara alger sjarmör en samt hörkutól....

 

                                            


Upphanleggirnir stækka.

Nú í morgunn rann stundin upp, stund sem ég hef oft sagt á hverju gamlárskveldi að ég ætli að fara að láta rætast. Nú loksins varð af því. Ég mætti í ræktina!!

Þetta voru alls ekkert erfið skref inn í salinn eins og svo margir sega að þau séu, enda var ég ákveðinn að láta eins og ég væri hundvanur lóðum og sandpokum. Einar vinur minn mætti með mér og ætlaði að líta til með mér svona þar sem honum fannst ansi langt síðan ég hefði hreyft mig eitthvað reglulega.

Enn ég vildi alls ekki láta sjást að hann væri einhverskonar kennari og reyndi því að starta tækjunum áður enn hann kom að þeim og vera helst byrjaður að taka á þegar hann rölti í átt til mín.

Enn vá kropparnir þarna inni, það á nátturulega að vera stranglega bannað að hleypa meira enn 5 Fitness stelpum í salinn í einu, ekki það að það hafi nokkuð truflað mig, enda sagði ég Einari að mér finndist 2 stelpur horfa full mikið á mig. Hann sagðist vita það því þær hefðu áhyggjur af mér.

Svo var hann í búningsklefanum þegar ég fattaði það að sprauta úr vatnsbrúsanum undir handakrikana á mér. Einar hváði bara þega hann kom til baka, minn bara búinn að taka á því og augun ætluðu út úr hausnum.

Enn þó ég hafi tekið það rólega fyrsta tímann, full rólega fannst sumum, þá finnur maður hvað þetta er gott, ég skil vel að fólk verði háð þessu. Ég ætla að reyna að komast aftur fyrir jól.


Nú er gaman.

Þegar maður keyrir bíl sem maður hefur ekki áður keyrt en dreymt um lengi þá skeður eitthvað. það er nær gjörsamlega útilokað að reyna að útskýra það.

Maður heyrir ekki í konunni við hlið sér.

Maður tekur ekki eftir því hvort Svalinn er kominn yfir allt andlit barnana í afstursætinu.

Maður keyrir frá Breiðholtinu út á Granda og man ekki hvort það hafi verið grænt alla leiðina eða hvort maður hafi slysast yfir á bleiku.

Verðið á eldsneytinu er fínt og algerlega óþarfi að röfla yfir því.

Það eina sem virkilega pirrar mann er hvað vinnan slítur frá manni áhugamálið.

Þessi elska er samt til sölu. Ég má misnota aðstöðu mína á mínu bloggi.

 

2007 Dodge Ram á 46" dekkjum Gerið svo vel og virðið fyrir ykkur dýrðina.

sept-okt 2007 023

c_documents_and_settings_administrator_desktop_myndir_jeppamyndir_sept-okt_2007_022.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband