Sunnudagur, 14.10.2007
Helgin í hnotskurn.
Helgin er svona að renna út og þegar maður rennur hratt yfir hana gerðist svo sem ekkert sem veður má gera út af. Dóttirin eignaðist tvo gullfiska, þá Nemó og Camillu. Það var hóað í allar vinkonurnar í hverfinu þegar þeir fóru að synda í glerkrukkunni hálf rankaðir eftir ferðalagið úr Dýraríkinu og upp í Breiðholtið, þar sem dóttirinni fannst undirritaður keyra hálf kæruleysislega með þessi litlu líf.
Mér áskotnaðist miði á landsleikinn á Laugardaginn frá ánægðum kúnna hjá mér, enginn smá flottur miði á besta stað á Laugardalsvellinum, enn þegar líða fór á Laugardaginn fannst mér ég ekki geta stungið af frá öllu annríkinu, er svona ennþá að finna út hvaða annríki það var eiginlega. Enn ákvað að sitja og horfa á leikinn heima í stofu, var búinn að gleyma hvað það er heimilislegt að horfa á fótbolta í stofunni með ryksuguna í gangi og afturendann á konunni fyrir sjónvarpinu.
Svo ákvað frúinn mín góða að skjótast í afmælisveislu á Laugardagskveldið og sá ég því framm á alvöru sjónvarpskvöld einn í sjónvarpssófanum og var ég því vel byrgður af súkkulaði og gosi og einni vídeospólu til vonar og vara. Ekkert varð svo af notalegheitunum því súkkulaðið svæfði mig um miðnættið.
Það markverðasta um helgina var samt það að nýtt orð varð til hjá syninum og var það orðið PIZZA (borið framm BITSA) og nú halda náttúrulega gömlu kellingarnar í vesturbænum að eitthvað sé að matsseðlinum á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9.10.2007
Essó Kaffi.
Snemma í sumar kom ég við á Essó stöðinni í Hveragerði, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að elskulegur afgreiðslumaðurinn þar gaf mér svona kaffikort sem á stendur að ég sé í hópi góðra viskiptavina Esso á fái því frítt kaffi. Þetta kort hefur hreinlega oft bjargað lífi mínu og var geymt kyrfilega í sólskigninu.
Nú svo kom sá tími að kaffibollarnir 10 runnu niður og enginn innistæða lengur á kortinu fína. Ég hef oft spurt afgreiðslufólk á Esso hvort ég geti ekki fengið nýtt svona kaffkort, enn enginn kannast svo mikið sem við svona kort.
Oft hefur legið við rifrildi og leiðindum þegar ég hef rökrætt við afgreiðslufólkið að þetta hafi ég fengið gefins í Hveragerði. Um daginn bað ég mann um að leita undir afgreiðsluborðinu, enn hann þverneitaði og sagði þetta hreinlega ekki til og kaffið kostaði 150kr. Ég hef ekki gefist upp og leita oft eftir að tala við ungu stelpurnar því þær eru svo saklausar og myndu örugglega gefa mér tvö svona kort. Enn ekkert, alltaf skal ég punga út fyrir kaffið sem mér finnst blóðugt því þetta á að verafrítt þar sem þetta er þjóðardrykkur okkar íslendinga.
Enn svo var það núna seinnipartinn að ég átti leið frammhjá Hveragerði og mundi allt í einu eftir góða afgreiðslustráknum og renndi því inn á Essó. Þegar ég var að borga samlokuna mína og Dísel olíuna bað ég um kaffibolla. 150 krónur svaraði kona sem var á leið á ellilífeirinn sinn, ég sagði henni söguna af elskulega drengnum sem gaf mér 10 miða kaffikort, Enn nei,nei hún hafði aldrei heyrt af þessu og sagði mig rugla þessu og þetta hefði aldrei verið til hérna.
Upphófust núna miklar samræður sem ég ætla ekkert mikið nánar útí og sé það svona eftir á að þarna voru notuð orð sem hefðu aldrei þurft að notast.
Bensínafgreiðslukallinn kom með bolla og spurði hvort ég vildi mjólk útí, hann ætlaði að gefa mér kaffið. Já hreinlega gefa mér einn bolla, enn þá gerðist alveg gersamlega óskiljanlegur hlutur Ellilífeyrisþeginn bannaði honum að gefa mér kaffið. Hún bannaði honum að gefa mér kaffið, sagði mig dónalegann og.......Enn það var bara ekki rétt hjá henni. Bensínkallinn talaði lengi við mig úti og var að meginatriðum sammála mér.
Verst að öllu var að þar sem ég neitaði að borga kaffið keyrði ég með goslausa appelsín yfir heiðina. Hveragerði?? Nei þangað fer ég aldrei aftur.
Góðir lesendur ef þið vitið hvar ég fæ svona kort látiði mig þá vita, því þetta er einhverstaðar til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 6.10.2007
Miðbæjarlífið.
Það er svona rólegheitarhelgi framundan hjá mér og er ég ekkert stressaður yfir því að fara snemma að sofa, sá stutti sér um að vekja mig einhverntíma fyrir hádegi.
Ég ákvað að taka smá rúnt í miðbæ Reykjavíkur eftir miðnætti í kvöld. Að vísu var töluverður undirbúningur fyrir þessa forvitnisheimsókn í miðbæinn. Sögur hermdu nefnilega að þar væri fullorðið fólk hendandi glerflöskum í allar áttir og lintu ekki látum fyrr enn lagana verðir hendtækju þá, nú fólk er víst farið að taka upp á því að pissa utan í alla bíla, hurðarhúna, verslanir og eiginlega bara hvar sem er, það eru að vísu aðalega karlmenn, enn sést hafa kvennmenn girða niður um sig og búa til læk niður Laugaveginn.
Hópslagsmál eru orðin á hverju götuhorni og þykir enginn maður með mönnum nema lemja allavega 3-4 niður meðan hann reykir sígarettuna áður enn hann fer inn á pöbbinn aftur.
Ég valdi að fara á bifreið konunnar þar sem hann er aðeins ódýrari og eldri, vissi ekki nema ég kæmi á vökubíl heim. Þegar í miðbæinn kom ákvað ég að stoppa vel frá gangbrautum og sýna fulla kurteisi í alla staði, brosa framan í lýðinn sem gekk yfir með glerflöskur.
Enn hvað sér maður. Þarna blösti við jakkaklæddir menn hlægandi, spjallandi og takandi í hendur á öðrum vegfarendum, konurnar voru hverri annari fegurri, í síðkjólum undir fallegum skinnkápum. Öll ölvun faldist vel undir brosandi andlitum.
Ég kannski var of snemma á ferðinni, allavega kom bíll frúarinnar heill heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5.10.2007
Leigumarkaður Byko
Gekk inn í Byko á Selfossi í dag. Frúin var með mér, hún hafði loks tíma til að renna með mér austur í bústað og hjálpa til.
Þegar inn var komið stöðvaði ég hana og sagði: Hér gildir það númer eitt Valla mín, að haga sér eins og maður sé að smíða heilt þorp og abbsalút að láta sem maður hafi gríðarlegt vit á öllu sem kemur að smíði. Einhver svipur kom á frúna sem ég þekki eftir öll 12-14 árin sem við höfum þekkst. Þetta er svona vantraustarsvipur.
Lúther minn, við ætlum bara að leiga einn stillanns manstu, bara einn stillans og við höfum ekki allan daginn.
Einmitt komdu með mér, þessu redda ég á nýju íslandsmeti sem seint verður slegið. Ég rauk á stað yfir allan salinn að einhverju skilti sem á stóð Leigumarkaður.
Stillans strákar mig vantar einn stillans í hvelli. Gamall maður varð fyrir ákefð minni og spurði hvernig stillans mig vantaði. Viltu mjóann eða breiðari? Bara þann stóra, ég er að vinna við loft og þarf að ná upp í mæni, risa lofthæð kallinn minn. Konan kom loks að okkur þar sem við stóðum við risa haug af stillansefni.
Lúther minn er þetta stillansinn? spurði frúin agndofa og setti upp nákvæmlega þann svip sem má aldrei sjást í hóp af iðnaðarmönnum. Já sagði gamli kallinn þið ættuð að ná upp í rúmlega 10 metra.
Sko við þurfum að koma honum inn í sumarbústað þar sem lofhæðin er ca 4 metrar, svaraði frúin pirruð.
Það var svona leiðindar, hroka svipur á afgreiðslukallinum þegar hann hjálpaði okkur að setja sitthvorn álgaflinn og 4 stangir upp í 6 metra langa kerruna. Hvað ætlaðirðu að gera Lúther minn spurði frúin og hélt um ennið þegar við renndum á stað, mála Hallgrímskirkjuna kannski?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 3.10.2007
Iðnaðarmenn
Ég hef verið að stelast svona í einn og einn dag austur í bústað að græja ýmislegt og því hefur verið farið svona álíka oft í Húsamiðjuna síðustu daga og síðustu tvö árin samanlagt.
Eitt hef ég þó tekið eftir, og það er hvað gömlu karlarnir eru eitthvað svo heimspekilegir á svipinn þarna inni, svona eins og þeir viti allt og svo hafa þeir voða gaman af því að hlera hvað ungu mennirnir eins og ég sem ekkert vita og kunna eru að biðja um.
Ég var lengi að útskýra um daginn fyrir einum starfsmanni hvernig skrúfjárn mig vantaði, og þegar ég svo mundi að það hafði ein átta horn, þá gólaði allt í einu eldri maður sem þóttist vera að skoða sagablöð, unga manninum vantar Tork skrúfjárn. Svo labbaði hann í burtu hélt í axlaböndin og rak bumbuna út í loftið, agalega ánægður með sig kallinn, og auðvitað tók hann ekkert sagablað.
Svo var ég svolítið seinn fyrir í morgunn og var svolítið utan við mig í einum rekkanum þegar það vatt sér maður fyrir hornið og bauð fram aðstoð sína. þá sá ég að þetta var hann Halli bróðir Ladda. Ég brosti og sagði svo að mig dauðvantaði Horobúrru skrúfur. Það kom agalegur svipur á kallinn maður og gleraugun sigu niður á nefbroddinn, Fyrirgefðu hvað sagðirðu herra minn stamaði Halli. Nú Horobúrru skrúfur sagði ég og þóttist leita alveg gríðarlega.
Og hvurnig eru þær spurði Halli og var kominn með gleraugun í aðra hendina, svona eins og við köllum teinóttar svaraði ég strax og hélt áfram að gramsa í rekkanum. Í hvað notarðu svona skrúfur vinur sagði Halli og var orðinn all svakelgur á svipinn, ég er að þrykkja saman þrengslum sagði ég áhugalaus og gramsaði enn hraðar. Ha...??? Ertu að hvað sagði gamli og var kominn með glauraugun í munninn og báðar hendur á mjaðmirnar. Ég er að þrykkja saman 4,5" þrengslum og vantar Horobúú skrúfur, þessar teinóttu svarði ég.
Bíddu við sagði Halli og gekk burtu og svo sá ég hann ekki aftur.
Enn svipurinn á 3 menningunum sem hlustuðu á allt án þess að ég vissi það hef ég aldrei séð fyrr eða síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17.9.2007
Hugleiðing kvöldsins.
Í kvöld komu hjón inn í verslun mína sem ég kannast lítið eitt við. Þau þekktu foreldra mína sem eru bæði nýlega fallin frá. Allt í einu var ég komin í litla sögustund þar sem þau minntust þeirra hjóna með skemmtilegum hætti.
Talað var um hvað mamma var dugleg fram á síðasta dag og hvað pabbi hafi verið bóngóður og góður hljóðfæraleikari.
Þegar þau svo fóru þyrmdi mikið yfir mig, ég varð pirraður, leiður. Reiður.
Ég uppgvötaði svo áðan að allt þetta mikla annríki og miklu breytingar sem staðið hafa yfir hjá mér hafa kannski verið þess valdandi að ég hef lítið getað hugsað til þessa elskulegu foreldra minna.
Ég finn það sterkt....
Ég sakna Mömmu og Pabba.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 13.9.2007
Vopnuð rán.
Ég fékk heimsókn í eitt fyrirtækja minna í dag og þar var maður sem kynnsti sig sem leynirögreglumann, hann var svona bara venjulega klæddur og alls ekki hægt að sjá að þarna væri lagana vörður á ferð.
Erindi hans við mig var að spyrja út í hvaða vinnureglur væru í gildi ef vopnað rán yrði framið hjá mér. Ég sagði við hann að blað frá lögreglunni væri bakvið og vissi ekki betur enn staffið mitt hefði kynnt sér innihald þess.
Svo var nú farið að ræða málin og sýndi hann mér myndir af vopnum sem gerð hefðu verið upptæk við vopnuð rán. Dúdda Mía... þarna voru hnífar sem myndu duga vel við að skera hval niður, haglabyssa, og svo afsöguð haglabyssa sem er víst voða vinsæld þessa dagana. Alls konar sprey og rafbyssur.
Ég horfði á leynilögguna þar sem hann drakk kaffið sitt og sagði við hann að hér ynnu ca 8 manns og ég vissi ekki um neinn starfskraft sem hefði dug í sér að hreyfa hvorki legg né lið, hvað þá að teyga sig í öryggishnapp ef svona stríðstól yrði rekið upp í andlitin á þeim. Þetta eru bara svona tól sem þeir nota í Írak sagði ég furðulostinn.
Í kössunum hjá mér er oft miklir fjármunir og er regla að losa alltaf um með vissu millibili og er það keyrt út úr verslunninni, einnig eru 8 myndavélar sem mynda allt utan dyra sem innan.
Fannst mér því ég koma vel frá þessu og lýsti þessu hróðugur við hann, rosa ánægður með mitt plan. Enn nei,nei sagði löggi mér þá frá því að alvöru þjófar væru svona nokkrar sekundur að slökkva á svona kerfi þó gott sé. Benti hann mér þá á myndir frá verkfærum svona töffara. venjulegt bifreiðaverkstæði væri vel búið svona tólum, var mér núna ekkert farið að litast á blikuna og spurði ég hann hvort hann teldi ekki bara ráðlegast að ég myndi bara losa mig við reksturinn.
Enn þá sagði hann mér að þá myndi bara einhver annar lenda í þessum byssubófum.
Því fannst okkur bara best að ég myndi fá afsagaða haglabyssu upp í nasirnar og er nú staffið komið á svona námskeið sem öllum er kennt að halda ró sinni og svona taka eftir öllu sem maður tekur ekki eftir dagsdaglega.
Einhvervegin finnst mér nú líklegra að að mesti tíminn fari í að vekja konurnar upp ef svona hálvitar létu sjá sig, og náttúrulega fá þær til baka í störf sín.
Enn það er samt pínu gott að vita til þess að löggan fær nú svona rafræn boð beint í stjórnstöð og segast svona 30-60 sek á staðinn ef boð berast, skil nú samt ekki alveg hvernig þeir ætla að komast í gegnum alla þessa umferð á þeim tíma sem nú er orðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 2.9.2007
Diet eða venjulegt?
Já, ég velti fyrir mér fyrir hvaða Coke drykk Eggert gæti staðið. Líklega er Bjöggi að tala um Diet Coke skilti.
Annars eru orkudrykki reins og Poweraid framleiddir hjá Coke, enn Power þýðir kraftur og auðvitað er ekki hægt að líkja Eggert við orkudrykk.
![]() |
Eggert eins og Coca-Cola skiltið hjá West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30.8.2007
Þjófavörn... allir frá.
Hér var búið að hella á könnuna og fara í bakaríið kl 08 í morgun, ástæðan var sú að hér birtist maður frá Securitas inn á gólfi með hálfan bílfarm af öryggiskerfi. Hreyfiskynjara, myndavélar, reykskynjara, vatsnskynjara og náttúrulega fjarstýringar fyrir allt góssið. Það mætti halda að maður ætti fullt hús af ómetanlegum málverkum eða húsgögn frá 1880.
Enn svo er ekki, konan vildi bara fá að getað farið í frí áhyggjulaus og sofið áhyggjulaus, ekki treystir hún greinilega húsbóndanum til að vakna og lemja innbrotsþjófana ef þeir kæmu.
Enn ég hef samt gríðarlegar áhyggjur af þessu öryggiskerfi öllu saman, það hefur nefnilega sýnt sig að yfirleitt fer þetta alltaf í gang af óþörfu, og það get ég sagt ykkur án þess að ýkja eina línu að þegar þetta fer allt í gang er eins og verið sé að ræsa út alla Reykjavíkurborg vegna hættuástands, þvílíkur er djöfulsins gauragangurinn það fékk ég að heyra í hádeginu og sit hér eiginlega ennþá með hund greyjið í fanginu og berst við að veita honum áfallahjálp í 7 skiptið í dag hann hefur ekki einu sinni sötrað vatnið sitt.
Konunni finnst frábært að hægt sé að hafa kerfið á neðri hæðinni meðan við sofum á efri hæðinni, svo ef maður þarf að fara niður og ná sér í mjólkurglas um miðja nótt þarf maður "bara" að muna að taka kerfið af áður enn maður stígur í stigann. Ég sé mig og hundinn fyrir mér gjörsamlega rænulausa, dauðrotaða með beinbrot liggjandi í miðjum stiganum núna mjög fljótlega.
Ég er ekkert að plata með hávaðann í þessu dóti og hef ég þessvegna rosalegar áhyggjur af honum Herði nágranna mínum sem býr reyndar í húsinu við hliðina á mér, hann er rúmlega 70 ára og getur ekkert tekið við svona sírenuvæli án þess að fá nokkur aukaslögog það getur verið mjög hættulegt fyrir hann.
Þess vegna hef ég sest niður með honum í kvöld ásamt hundinum og farið yfir þetta með honum og sagði að þetta sé alls ekki gert til að halda fyrir honum vöku eða koma honum frá. Enn sko hann hefur meiri áhyggjur af frúnni sinni sem er reyndar kominn á 81 aldursár og því bað hann mig um að setja kerfið helst ekki á þegar ég færi burt úr bænum, því þessir kallar frá gæslunni eru víst alltaf svo lengi að rata í þessi hús segir hann. Enn því get ég auðvitað ekki lofað honum, því er hann soldið súr út í mig núna. Honum fannst nóg að hafa hundinn minn heima.
Enn ég veit að þegar kerfið fer í gang í fyrsta skiptið af óþörfu, því það skeður pottþétt , þá mun ég ekki getað horft framan í kallinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23.8.2007
VANDRÆÐI!!
Auðvitað gat ég komið mér í vandræði nú í dag, Ég þekki vandræði, ohh já ég veit að ég hef komið mér í slæm mál.
Nefnilega þurfti ég endilega að taka þátt í umræðu um gólf í dag, ekki parkett eða slíkt heldur þetta með kúlu og járnstöngina. Mér fannst bara að ég væri að verða útundann þegar félagarnir voru að spjalla um eitthvert mót sem var á nesinu um daginn og sletti framm einhverjum "staðreyndum" um þetta mót.
Auðvitað fannst mér sjálfsagt að kíkja á strákana á völlinn á morgunn og taka eins og einn hring. Hvað svo sem hann er langur. Þar sem ég á ekki gólfsett sagði ég að settið mitt hefði verið eftir í Noregi um daginn og svo þyrfti ég að fá lánað sett. Því ekki spilaði ég með bensínstöðvarkylfum svona langt kominn.
Eitthvað vildu nú strákarnir fá að vita hvað ég gæti í gólfi enn auðvitað fór ég í kringum spurningar þeirra eins og fugl í kringum eik. Talandi um Fugl?? Mér skilst að það sé ágætt að fá Fugl og líka er flott að fá Örn.
Enn ég er aðeins búinn að lesa mér til um þetta eftir að ég kom heim enn finn hvergi hvort gott er að hafa leikið á Uglu, ég sagist nefnilega hafa leikið á Uglu í Noregi og því fannst strákunum ekkert skrítið að settið hefði orðið eftir, töluðu um að það hefði örugglega verið gert upptækt.
Énn ég hef í gegnum árin getað komið mér í vandræði og alltaf leyst þau upp á eiginn spítur og á helvítis grasið skal ég labba og spila gólf. ég nefnilega ætla að meiðast á fyrsta teig eða flöt og því er auðvitað fullkomlega skiljanlegt að ég vilji ekki taka sénsinn á að labba allar þessar holur og meiðast meira.
Til að ég verði ekki baktalaður og gert grín að mér fjarverandi ætla ég að haltra um súpandi kveljur af og til og leiðbeina strákunum um það sem mér finnst betur mega fara.
Ef einhver les þetta má hann vinsamlegast benda mér á hvaða prik ég á að slá upphafshöggið með, ég þarf ekkert mikið meir enn það því ég meiðist strax í sveiflunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)