Góð hátíð á Skagströnd.

Var að lesa Blaðið á Föstudagsmorgun yfir morgunmatnum þar sem ég rekst á auglýsingu um að slá eigi upp fjöldskylduskemmtun á Skagaströnd (kántrýstemming) Ég leit upp úr blaðinu og benti spússu minni á hvort það sé ekki gáfulegra að skjótast þangað enn niðrí miðbæ í alla ösina, ég yrði jafnlengi að komast á Skagaströnd og í miðbæinn samkvæmt síðustu menningarnóttum.

Það var ákveðið að vinna hratt um daginn og komast úr bænum um kvöldmat, um sjöleitið kem ég heim og byrja að týna dótið út í bíl, sem reyndist svo vera að mér fannst hálf búslóðin. Að sjálfsögðu ákvað ég að fyrst við værum að fara á Kántýstemmingu þá spennti ég USA jeppann fyrir hjólhýsið.

þegar ég kem svo upp gönginn og renni upp að lúgunni til að greiða spyr afgreiðslukonan mig hvort ég viti hvað jeppinn er langur, ég hef oft glímt við þetta vandamál og setti mig því í viðeigandi stellingar og ætlaði að hagræða sannleikanum lítið eitt, þegar góða afgreiðslukonan upplýsir mig að samtals jeppinn og hjólhýsið séu 15,5 metrar að lengt og því þurfi ég að borga 2.700 kr.

Ég heyrði einhverjar stunur og andköf við hlið mér og varð rétt litið á frúna og spurði svo í framhaldi góðu afgreiðslukonuna hvort hún ætti sprengitöflur.

 Hófst nú umræða það sem eftir var inn í Borgarnes við að útskýra fyrir frúnni í hverju þetta óréttlæti lægi. Eini svörin sem ég fékk eftir að frúin hafði jafnað sig var: Lúther minn er alveg nauðsynlegt þó okkur detti í hug að skemmta börnunum á Skagaströnd að fara á staðinn 15,5 metra löng á 46" dekkjum og eyða svo svipuðu eldsneyti eins og Fokkerinn á leið til Rvk og Akureyrar.

Það var nú samt rosa gaman að sjá brosið á frúnni þegar minn maður mætti á svæðið, það var nákvæmlega sama hvað liðið var að gera, allir misstu það sem þeir voru með í höndunum á jörðina.

Enn maður er náttúrulega með lítið typpi og sama sem ekkert sjálfstraust svo einhvernveginn verðum við jeppakallarnir að fá okkar adrenalín.Þetta virðist allt í lagi pabbi.


Karlmenn og hugsanir þeirra.

Ég átti spjall við félaga minn í síma í kvöld og eins og svo oft vill verða var talað um allt og ekkert og eru þessi símtöl oft algerlega gagnslaus, enn engu að síður bráðnauðsynleg.

Í enda símtalsins segir hann mér frá því að hann hafi verið að lesa að karlmenn hugsi allavega 30 sinnum um kynlíf yfir daginn.  30 SINNUM!!!! Góðir lesendur ég get fullvissað ykkur um að ég hugsa ekki 30 sinnum um kynlíf yfir daginn.

Sko karlmaður sem er vakandi ca 12-15 tíma og hugsar þetta oft um kynlíf á við vandamál að stríða, það er pottþétt.  Eða hvað??? kemur kannski aldur eitthvað við þessa staðreynd

Ég hringdi í Sibba vin minn núna rétt í þessu og bar þetta upp á hann, og hvað?? Jú jú þetta getur alveg passað sagði hann.

Hvað hugsarðu þegar þú sérð hrikalega fallega gellu afgreiða þig með ljósatímann? sagði vinurinn. Einmitt sagði ég , ég horfi á hana og hugsa kannski falleg stelpa enn ég hátta hana ekki og ýminda mér eitthvað annað enn mig einan í ljósabekknum.

Eða hvað strákar????


Styttist í endalokin......

Sit, ligg og stent við veggi  heima emjandi úr bakverk sem virðist hafa laumast í mig án nokkurar skiljanlegrar ástæðu. Tekur mig um 30 mín að komast úr rúminu og kemst ekki hjálparlaust á klósettið.

Lít út eins og nírætt gamalmenni á elliheimilinu Grund. Settist í sjónvarpssófann og seti dvd í tækið og ætlaði að reyna að slappa af meðan restin af heimilisfólkinu fór í bíltúr.

Enn áður enn þau komust út dundu yfir þau skipanir,  fjarsýringuna af dvd, getur einhver reddað fjarstýringu af TV, get ég fengið að hafa gemsann hjá mér, réttu mér heimilissímann, Halló ætliði að skilja mig hér eftir til að deyja án þess að ég hafi Coke hjá mér, elskan settu fartölvuna á sófann hjá mér ég ætla að finna fólk sem vorkennir mér!!. Þið verðið ekkert nema bara 10-12 mín er það nokkuð????

Mér finnsr ég ekki fá alveg fulla athygli og meðaumkun frá heimilisfólkinu, dóttirinn sagði að þetta væri í lagi, ég væri allavega  heima hjá mér þegar ég er meiddur, enn ekki einhverstaðar að vinna eða á fundum.

Var að tala við starfskonu hjá mér í símann sem sagðist kannast við þetta. Eina sem dugði var að taka 3-4 romm glös,  þá slakaði maður á öllum vöðvum. Konan skellti útidyrahurðinni þegar ég bar þetta upp á hana liggjandi hálfur í sófanum og stofuborðinu.


Partýið að verða búið.

Jæja þá fer að sjá fyrir endann á þessari verslunarmannahelgi. Ég hef ekki orðið mikið var við hana, hvorki farið út úr bænum á útihátið eða verið í 3 daga fríi.

Það hitti þannig á að þessa helgi var ég meira og minna upptekinn frá morgni til kvölds og verð bara að fá smá frí eftir helgina.

Ég fékk þó símtal í gærkveldi frá dótturinni sem sagði að það væru tónleikar í bænum sem hún 7 ára yrði að komast á, nefnilega Stuðmenn og Laddi í Húsdýragarðinum. Auðvitað var rennt þangað, sko ekki sleppir maður tónleikum um verslunarmannahelgina innan um seli, hænur og svín.

Við fjöldskyldan komum okkur þæginlega fyrir í grasbrekkunni fyrir framan sviðið og nutum þess sem boðið var uppá. Á svæðinu voru alveg hellingur af fólki yfir 2 þúsund manns og allir skemmtu sér vel, varla sást deigur dropi af Captain Morgan, íslensku brennivíni eða öðru áfengi, og  lítið fór fyrir rifnum tjöldum, útældum svefnpokum eða samförum kynjanna um alla brekku.

Við vorum svo lögð á stað heim með Subway í bílnum rúmlega miðnætti

Ég segi gleymum þessu Galtarlækjarmóti sem enginn getur borgað brúsan af vegna himinhás kostnaðar og skellum okkur í sveitina með dýrunum og hlustum á Ladda baula um Búkollu.

Fínn endir á eril samri helgi hjá mér alla vega.


Kominn á ról.

Búinn að vera í bústað í Grímsnesi í viku og gjörsamlega ekki gert handak nema vandað mig ofboðslega í að gera ekki neitt, nema bjóða gestum í grill,  farið í sund og legið svo í heita pottinum, og er er ekkert að fíla að vera kominn í bæinn.

Annars hefur maður ekki undan að taka við nýjum fréttum,  svo virðist vera að landinn hafi gjörsamlega farið yfir um  meðan ég rétt skrapp bæjarleið. Búið að reka Teit úr KR, ég bara ætla ekki að tjá mig um þetta mál, sko að reka Tei..................NEI ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál.

Menn farnir að nota skotvopn í Rvk, stelpur gengu berserksgang og bitu stykki úr hvor annari, Eiður laminn, búið að selja Emmes-ís, búið að selja B og L. Sko maður rétt skreppur frá og þá fá allir einhverskonar svona Palli var einn í heiminum sintrom...

Annars var ég að taka við lyklunum af nýja fyrirtækinu mínu í dag og hef það einhvernveginn á tilfinningunni að mitt 3 mánaða frí sem ég er búinn að vera í sé á enda. Ætla nú samt að reyna að detta ekki í það að ég þurfi að vera að vinna 20 tíma á sólarhring. Ég sagðist reyna börnin góð...........

Lúther


Ha.....í höggleik??

Íslandsmeistaramót í höggleik er það svona íslenskt heiti yfir íslandsmeistaramóti í golfi?

Kann ekki golf, enn þurfa menn ekki að vera með á hreinu þegar þeir labba inn á völlinn hvort þeir eru að fara að spila höggleik eða golf?


mbl.is Allir bestu kylfingarnir með á Íslandsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öl-Eyjar

Já, já þær virðast ætla að spretta um eins og gorkúlur bjórverksmiðjur á Íslandi. Einhverjum hefði þótt þetta vera verkefni fyrir geðlækna fyrir nokkrum árum ef þessi hugmynd hefði sprottið upp hjá svo mikið sem einum íslending.

Annars skil ég ekki ef hægt er að framleiða bjór hérlendis og flaskan þarf svo mikið sem aldrei að fara út fyrir landsteinana í framleiðslukerfinu af hverju getur þá Íslenski bjórinn ekki verið ódýrari enn sáinnflutti?

Svo verð ég nú að setja stórt spurningarmerki við hvort svona framleiðsla eigi nokkuð heima í Eyjum, eru ekki næg vandamál þar fyrir? Annars eru eyjamenn stórhuga það eru t.d tvær vespuleigur í eyjum.


mbl.is Rís bjórverksmiðja í Vestmannaeyjum í vor?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GSM og BÍÓ???

Ég skrapp í bío ferð í kvöld og horfði á mynd um mann sem Guð hafði samband við og sagði að hann yrði að smíða örk svo öll dýrin kæmust lifandi frá æðilegu flóði sem átti að ganga yfir smábæ nokkrum dögum síðar. Maðurinn sem Guð hafði samband við hafði eiginlega ekki tíma í að smíða risa örk þar sem hann var ný kosinn þingmaður og þurfti að stjórna svo miklu.  Enn Guð bara sýndi honum í verki af hverju hann yrði að hlýða og lét vaxa á hann skegg og sítt hár sem ekki var hægt að losna við.

ég ætla nú ekkert að vera að þreyta ykkur meir á innihald myndarinnar og leyfa ykkur að njæota spennunnar sem eftir er þeir sem ekki hafa séð þetta meistaraverk eða þannig.

Mér varð hins vegar sá leiðindaratburður að svara í símann minn þegar hann hringdi. Ég sá bara allt í einu að 8 ára dóttur mín var að ryna að ná í mig og bara svaraði eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Nú er það einu sinni svo að ég fer ekki í bío nema kannski 2 sinnum á ári og gerði mér því enga grein fyrir hvaða refsingu maður hlýtur ef maður verður á svona mistök, eins og sjá má á lýsingu myndarinnar hér að ofan var um gríðarlega spennandi mynd að ræða og held ég að fólk hafi tekið það sem svo að ég hafi hreinlega gripið framm fyrir sjálfum Guði

Ég var hreinlega heppinn að fá að fara og kaupa mér nammi í hléinu, eða bara að fá að koma inn aftur eftir hlé. Það fyrsta sem ég sá þegar ég labbaði út úr salnum var Lögreglubifreið og það fyrsta sem mér datt í hug að hún væri að ná í mig.

Ég held ég haldi mig bara við Videoleigurnar framvegis.


Kæri Eggert......

Ég er einn af þeim sem tel mig vera einn misskildasta knattspyrnumann síðari ára og er það ekki of sögum sagt get ég sagt þér.

Knattspyrnuferill minn byrjaði á gömlum grýttum malarvelli í Reykholtsadal og endaði á KR vellinum nokkrum árum síðar, með viðkomu á Akureyri, Grenivík og Húsavík svo einhverjir staðir séu nefndir. Sko í raun hefur hann aldrei endað, þó ég hafi tekið mér smá frí nú síðustu ár.

Í þessum glæsta ferli eru mörg skoruð mörk, full mörg sjálfsmörk seiga kannski sumir, enn ég hef líka verið óheppinn með markmenn í mínu liði.

Skemmst er að minnast eins glæsilegasta marks sem skorað hefur verið norðan heiða hin síðari ár, enn það var einmitt gert í Ljósavatnsskarði nú snemma í vor. Eru túristar sem áttu leið þar frammhjá enn að tala um það og reyna að sýna það leikrænt. Það skoraði ég með hælspyrnu og skalla samtímis efst í hægri samkeytin. Uppskar að vísu smá meiðsli eftir það mark og var 2 mánuði frá vegna þeirra. (Ökkabrot á vinstri og tábrot á hægri)

Ég var þá að vísu nýbúinn að jafna mig á kinnbeinsbroti eftir samstuð við markstöng anstæðinganna þegar ég hoppaði í hjólhestarspyrnu þegar markmaður þeirra var að fremja kolólöglega markspyrnu. ( það mál er í kæru)

Það yrði ekkert mál fyrir þig að fá mig þarna út til að taka nokkra leiki með þessum Launberg eitthvað í frammlínu West Ham ég tek ekki þeesar stóru upphæðir fyrir, þú myndir sleppa með helming.

 

Þinn Lúther


mbl.is West Ham hefur keypt leikmenn í sumar fyrir 2,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúdda mía.

Þetta var svona týpiskur dagur sem var einhvernveginn allt öðruvísi enn hann átti að vera. Þrátt fyrir að allt lægi á borðinu í gærkveldi hvernig allt átti að ganga smurt og maður átti að renna í gegnum daginn eins og á grænu ljósi.

Fyrir það fyrsta gat ég ekki mætt á einn einasta stað á réttum tíma ég var þetta alltaf 30-60 mín. of seinn. Eins og ég þoli ekki óstundvíst fólk. Maður sem átti von á mér um 18 leytið fékk mig inn til sín um 21 í kvöld. Heimalagaði kvöldsnarlinn endaði á veitingahúsi með frúnni kl 8 (það var með ráðum gert að vísu)

Hundurinn átti að fara í sinn daglega göngutúr enn endaði í hálftíma á Geirsnefi í gjörsamlega steypiregni, svipurinn einn hjá honum gerði mig hikandi að bjóða honum far heim í bílnum.

Enn einhvernveginn náði ég að loka deginum núna rétt fyrir miðnætti og síðasti viðkomustaðurinn var að renna aðeins yfir fyrirtækið sem ég er að kaupa, en þar ætlaði maður að setjast niður og kjafta við starfsfólkið, enn enginn hafði tíma til að ræða við mig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband