GSM og BÍÓ???

Ég skrapp í bío ferð í kvöld og horfði á mynd um mann sem Guð hafði samband við og sagði að hann yrði að smíða örk svo öll dýrin kæmust lifandi frá æðilegu flóði sem átti að ganga yfir smábæ nokkrum dögum síðar. Maðurinn sem Guð hafði samband við hafði eiginlega ekki tíma í að smíða risa örk þar sem hann var ný kosinn þingmaður og þurfti að stjórna svo miklu.  Enn Guð bara sýndi honum í verki af hverju hann yrði að hlýða og lét vaxa á hann skegg og sítt hár sem ekki var hægt að losna við.

ég ætla nú ekkert að vera að þreyta ykkur meir á innihald myndarinnar og leyfa ykkur að njæota spennunnar sem eftir er þeir sem ekki hafa séð þetta meistaraverk eða þannig.

Mér varð hins vegar sá leiðindaratburður að svara í símann minn þegar hann hringdi. Ég sá bara allt í einu að 8 ára dóttur mín var að ryna að ná í mig og bara svaraði eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Nú er það einu sinni svo að ég fer ekki í bío nema kannski 2 sinnum á ári og gerði mér því enga grein fyrir hvaða refsingu maður hlýtur ef maður verður á svona mistök, eins og sjá má á lýsingu myndarinnar hér að ofan var um gríðarlega spennandi mynd að ræða og held ég að fólk hafi tekið það sem svo að ég hafi hreinlega gripið framm fyrir sjálfum Guði

Ég var hreinlega heppinn að fá að fara og kaupa mér nammi í hléinu, eða bara að fá að koma inn aftur eftir hlé. Það fyrsta sem ég sá þegar ég labbaði út úr salnum var Lögreglubifreið og það fyrsta sem mér datt í hug að hún væri að ná í mig.

Ég held ég haldi mig bara við Videoleigurnar framvegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hver fer í bíó "anyway" halhahah

Halla Rut , 26.7.2007 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband