Færsluflokkur: Bloggar

STÓRVELDIÐ!!!

TIL HAMINGJU STELPUR

NÚ ER EKKERT ANNAÐ Í STÖÐUNNI FYRIR STRÁKANA EN AÐ NÁ Í HINN BIKARINN. ENN ÞAÐ ER NÚ BARA AÐ LEGGJA FJÖLNI AÐ VELLI, FORMSATRIÐI.

mkv_kr_val_bik33_verdlaun.jpg

 


Svakalega hættulegt.

Nú eru undur og stómerki að gerast USA menn að vinna Ryder bikarinn og ekki einu sinni með Tiger Woods með.

Enn þá erum við kominn að meg málsins, Tiger er meiddur, hann meiddist á síðasta móti eða eins og sagt yrði í boltanum Síðasta leik.

Nú langar mig ofboðslega mikið að vita hvernig hægt er að meiðast í gólfi? Auðvitað getur allt gerst hjá fólki sem er að sveifla kylfu á tjaldstæði blekfullt. Enn Tiger Woods er heimsmeistari og eitthvað miklu meira enn það. Hvernig getur atvinnumaður meiðst í golfi.

Sko hann lenti ekkert í hnjaski, nei,nei hann sleit liðbönd í hné!!! Þeir bera ekki einu sinni kylfupokann sjálfir!!!

Knattspyrnumaður sem er í þvílíku álagi á æfingum og fær svona einar 10 tæklingar í leik á að hættu að slíta liðband í hné.

Nú er golf eitthvað svo óíþróttaleg íþrótt, því er maður mjög hissa á þessu, maðurinn hlýtur að hafa verið að tala við kylfusveininn og hrasað ofan í einhverja risa glompu.

 

Væri bara eðlilegt að skákmaður kæmi heim meiddur af stórmóti?


mbl.is Bandaríkin með forustu eftir fyrsta dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfur eru í genunum!!!!!

Þó sá nýfæddi hafi fæðst stór þá var ég alveg gáttaður þegar hann byrjaði allt í einu á að tala í kvöld, já gott fólk ekki nema rétt um viku gamall og byrjaður að tala!! Við sátum bara hérna í stofunni og vorum búnir að hreiðra um okkur í tungusófanum fyrir framan sjónvarpið, þá allt í einu segir sá stutti: KR!!  KR!!

Við sko vorum ekki einu sinni að horfa á KR leik, og ég kom hvergi nærri þessu. Þetta var kannski ekkert eins og það væri verið að syngja í stúkunni í Frostaskjólinu, enn  heyrðist samt greinilega. Ég alveg get svarið það að þetta var ekkert geisp eða rop. Bara KR!

Ég náði mynd af þessu

drengur_luthersson_057_675700.jpg

Skrítið hvað manni finnst bróðir hans sem er ekki nema 2 og hálfs árs vera eitthað orðin stór við hliðina á honum nýfædda. Guðbjörn farð þú og vaskaðu upp!!!

Maður verður alveg að passa sig að gera hann ekki afprýðisaman, þess vegna hef ég verið að taka þann eldri með mér í bíltúr  og spjalla. Hann er nefnilega ekkert að kaupa alla þessa athygli sem sá nýfæddi fær.

 

Hér er svo mynd af þeim bræðrum þegar sá nýfæddi er að fara í skoðun, Guðbjörn stendur og kveður, dauðfeginn að fá að hafa pabba einan heima, Drífiði ykkur út sagði hann bara við mömmu sína.

drengur_luthersson_063_675697.jpg


Dótakvöld.

Loks er búið að koma sleðunum í húsnæði sem við verðum með í vetur og erum við búnir að vera að gera klárt á milli þess sem ég hef verið að taka á móti nýjum fjöldskyldumeðlim og strákarnir bora í nefið og gert ekki neitt.picture_001_675056.jpg

Nei,nei þeir eru búnir að vera rosa duglegir þó mín hafi ekki notið mikið við undanfarna daga. Ég skrapp þó í síðustu viku og útbjó fatahengi þannig að allir hafa sinn eiginn snaga og útvegaði mér forláta skáp undir hjálma og skófatnað.

Fórum í kvöld í lokafrágang áður en snjórinn kemur. Varahlutir voru komnir í sleðan sem tjónaðist hjá mér eftir veltu á Hveravöllum síðasta vetur.Hann fékk nýtt húdd og gler. (Takk Sjóvá)

klesstur_675054.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

Skipt var um meiða hjá Adda og Heiðari og svona dútl til að losna frá heimilisstörfunum eitt kvöld.

Svo varð maður að máta til að koma sér í rétta gírinn. picture_008_675058.jpg

 

 picture_010_675068.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það má varla milli sjá hvor er fegurri pabbinn eða sonurinn.

Lítill tími til að blogga þessa dagana. Sá nýfæddi er kominn heim og er svona að taka út heimilið. Ég hef þó ekki ennþá farið með hann í bílskúrinn, til að sýna honum dótakassann en það styttist vonandi í það.

Manni verður eiginlega orðavant þegar máður á að lýsa svona dögum. Læt myndirnar bara um að tala fyrir mig. Ég er allavega sáttur.

 

drengur_luthersson_052.jpg   drengur_luthersson_023_674111.jpgdrengur_luthersson_025.jpgdrengur_luthersson_032.jpg

 

 

drengur_luthersson_038_674119.jpg


Nýjasti fjöldskyldumeðlimurinn.

Í nótt sem leið fæddist okkur Völlu okkar 3 barn. Drengur sem vó 20,5 merkur, 57 cm langur. Drengurinn er búinn að láta bíða aðeins eftir sér því móðirinn var kominn 11 daga frammyfir.

Enn þegar hann ákvað að koma þá var ekkert verið að fara sér hægt, eiginlega skil ég ekkert hvernig hann hafði tíma til að anda. Valla missti vatnið rétt um 1 um nóttina og hann lá í fanginu á henni 01:42

Við vorum hér heima í rólegheitum þegar hún missti vatnið, rólegheitum já, já því sem næst og þurfti því að hafa snör handtök til að komast á fæðingardeildina og þar kom yfirvegun föðursins sig vel (Strákar fókus, fókus)

Ekið var yfir á rauðu ljósi með hazzardljósin á og flautun fasta niðri og höfðu ljósmæðurnar engan tíma til að búa neitt um konuna. Var hún lögð í hliðarherbergi nánast beint út af lyftunni og fæddi á bekk sem ekki var mikið breiðari enn 60 cm.

Maður hefur heyrt að eftir því sem aldur föðursins verði hærri því rýrari verði afkoman. Nei, nei 20,5 merkur!!

Ég er náttúrulega bara fáránlega góður í að búa til börn.  Þetta segir manni bara að ég verði að láta staðar numið hér í barneignum því það er ekki leggjandi á neina konu að fæða mikið stærri börn enn þetta. Ég verð bara betri og betri. Hann var laaaaannng stærstur af börnunum sem fæddust síðastliðna nótt og voru þau nú samt þó nokkur.

Hverju er svo um að þakka strákar? jú mataræðinu og boltanum strákar, boltanum. Ég skil eiginlega ekki af hverju konan hefur ekki dottið í hug að nota mig í undaneldi, svo hrikalega góður er ég. Eiginlega bara íslandsmeistari!!!

Leyfum myndunum að tala sínu máli.

drengur_luthersson_016.jpgdrengur_luthersson_022_669375.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gott fólk leggið andlit þessara drengja vel á minnið því hér eru komnir saman eitt öflugasta framherja þríeggi sem KR mun nokkurn tíma eignast.           drengur_luthersson_019.jpg


Andvökunótt framundan.

Nú eru ca 6 mín á milli hríðarverkja hjá konunni. Ég ætlaði að vera voða almennilegur og létta henni stundirnar og vera svona á hressu og skemmtinótunum, með einn og einn nettan grínara.

Enn NEI það er ekki vinsæld, steinþegiði ef þið verðið í sömu sporum og ég núna.

ÚPPPPSSS vatnið farið!!!!!

BÆJ'O'O'O


Klukkleikurinn.

DITA bloggvinkona klukkaði mig og ætla ég að svara eftir bestu getu og vera aðeins heiðarlegri en hún.

4 störf.

Útgerðarfélag Akureyringa

Hitaveita Akureyrar

Fiskvinnsla í Grímsey

Bílasali

4 bíómyndir

vitiði að ég næ yfirleitt ekki að horfa á heila mynd.

4 staðir sem ég hef búið á

Flókadalur í Borgarfirði

Ljósavatnsskarð

Akureyri

Reykjavík

4 sjónvarpsþættir

Top-Gear

Helgarsportið

Út og suður

Enski boltinn

4 staðir í fríum

Grímsfjall

Hveravellir

Spánn

Setur undir Hofsjökli

4 netsíður

lexi.is

krreykjavik.is

fotbolti.net

f4x4.is

fernt matarkyns

Lambalæri

kjötsúpa

Hamborgari með Coctailsósu oig frönskum

Nautakjöt

4 óskastaðir akkúrat núna

Hveravellir

Grímsfjall

Anfield

Usa

4 sem ég klukka

Lella

Kjartan

Landi

Palli.

Ykkur var nær að troðast inn á síðuna mína. he,he


SLAKIÐI Á.

Ég hef einhvernveginn svo mikið á minni könnu þessa dagana að ég hef lítið getað fylgst með fréttum Ólétt kona, veikur drengur, reksturinn og fl.

Reyndar er það svo að ég hef nú undanfarið ekkert viljað setjast niður yfir öllu þessu svartsýnishjali öllu, ágætt að leyfa fólki að rífast og tala ílla um hvort annað í friði, ég reyni að koma mér frá allri neikvæðni þessa daganna.

Þó gat ég ekki annað enn sperrt eyrun þegar miðaldra karlmaður kom inn í verslunina og spurði mig hvernig mér litist á að fá heimsendinn yfir okkur á morgun.  Já heimsendinn sjálfann!!!

Uhh... er hann að koma spurði ég og fór ósjálfrátt að hugsa um hvern andskotann ég hefði nú gert af mér.

Svo kveikti ég á útvarpinu í bílnum á leið heim og heyrði að allir voru að tala um heimsendinn, jú þetta var eitthvað sem ég ákvað að skoða betur þegar heim var komið og fór ég að leita mér upplýsinga á netinu hvernig ég ætti að bregðast við þessu og hvort vikilega enginn öruggur staður væri til á jörðinni til að skýlast þessum ófögnuði, mér skyldist að ég hefði ekki langann tíma.

Enn  hvað !!!!! JÚ ef einhverjar kúlur rekast á hvor aðra og eithvað færi úrskeiðis sem eru nákvæmlega engar líkur á þá verður heimsendir enn þó aldrei fyrr enn 2012

ER ÍSLENSKA ÞJÓÐIN GENGIN AF GÖFLUNUM?

Hvernig í andsk..........vitiði að ef þið drekkið fullt baðkar af 7-up free eru meiri líkur að þið fáið krabbamein en ef þið slepptuð að drekka fullt baðkar af 7-up free?

Sjálfsagt væri þetta bara besta sem gæti komið fyrir, þá er ekkert verið að draga alla vitleysuna á langinn, já kannski er hann þarna uppi búinn að fá nóg í bili.

 


Langjökull um helgina s.l.

Flott vélsleðafæri er nú á Langjökli ef farið er upp frá Jaka . Efst á honum í um 1300m hæð er nú um 30 cm nýfallinn snjór. Það eru sjáanleg sprungubelti og varlega verður að fara kringum Þursaborgina.

Enn jökullinn er sléttur og auðveldur yfirferðar fyrir bæði jeppa og sleða. 

myndir13_011.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband