Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 4.10.2008
Bregðum blysum á loft.
Langaði bara að sýna stuðningsmönnum annara liða sem eru annars svo frábærir í alla staði enda stuðningsmenn alveg frábærra liða sem eru pottþétt með bestasta þjálfarann hvernig á að fagna og búa til stemmingu.
Svona gera KR-INGAR en við erum náttúrulega ekki nærri eins flottir og öll hin liðin því þau eru svo yfirburða frábær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3.10.2008
KR og krakkarnir í Grafarvogi.
Mikið er um að vera hjá stórveldi KR um helgina og eru einir 3 bikarar í augsýn. Fyrst má talja upp úrslitaleik milli KR og Grindavíkur í bikarnum í körfu kvenna.
Svo er hið feikisterka lið KR í Körfu karla að spila á móti Keflavík í undanúrslitaleik í körfu.
Körfuknattleikslið KR er feikisterkt og langt síðan svona sterkt lið hefur verið að spila á Íslandi. Það er hrein unun að horfa á þá og maður skynjar að það er formsatriði að sigra íslandsmeistara titilinn. Heyrst hefur að litlu liðin út á landi séu með sértök myndbönd af liði KR til kennslu í litlu skólastofunum þeirra. Fleiri lið mættu taka þetta framlag norðanmanna upp.
Svo Dömur mínar og Herrar er úrslitaleikur milli KR og Fjölnis í bikarnum í knattspyrnu. Maður verður eiginlega að taka ofan fyrir Fjölnisdrengjunum að hafa náð svona langt og eiginlega vorkennir þeim að þurfa svo að spila við stórveldið til úrslita.
Ég reikna nú ekki með að unglingarnir í Fjölni nái að svo mikið sem að skora í þessum leik og þar sem allt stórveldið verður klárt og ekkert er um meiðsli vona ég eiginlega unglinganna vegna að KR skjóti þá ekki í kaf strax í fyrri hálfleik.
Þrátt fyrir að úrslitin séu nú þegar ráðin væri óneitanlega skemmtilegra ef krakkarnir í Fjölni spili heiðarlegan leik, enn mæti ekki dýrvitlausir og sparki í allt sem hreyfist, það er nefnilega alltaf hættan þegar unglingar mæta sér sterkari og stærri mönnum.
Allir vita að KR hóf knattspyrnuiðkun fyrst alltra liða á Íslandi og eiga þar með íslandmet í að vinna íslandsmeistaratitilinn. Það er því mikill heiður fyrir unglingana í Fjölni að fá að spila svona leik og eiginlega eiga þeir að fá smá viðurkenningu bara fyrir það. T.d fótbolta frá HENSON eða eitthvað annað smálegt.
Einnig heyrði ég að leikmenn KR ætli að gefa leikmönnum Fjölnis eiginhandáritun eftirt leik, fallegt hugarfar það.
Ég hef svolitlar áhyggjur af veðráttunni í þessum leik því þegar þetta er skrifar er Laugardalsvöllur þakinn snjó. Eiginlega er það nóg fyrir krakkana í Fjölni að spila heilan leik á svona stórum velli úthaldslega séð svo ekki þurfi þeir að spila á vellinum hálum og í kulda. Þeir mega nefnilega bara nota 3 varamenn, þó við KR- ingum væri slétt sama þó þeir notuðu alla krakkana í Grafarvogi, þá bara banna reglurnar það.
Enn mikið verður fallegt að sjá litlu krakkana úr fimleika og skautadeildinni með sleikjó og blöðrur styðja hina krakkan í fjölni. Alltaf gaman að sjá krúttlegan stuðning þó að á móti blási.
FJÖLNIR til hamingju með að fá að spila á móti STÓRVELDINU.
Góðar stundir.
![]() |
Bikarúrslitaleikur á grasi eða snjó? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 3.10.2008
Gömlu KA kempurnar.
Hver sér eiginlega um auglýsingamálin hjá Akureyrarliðinu, langar að benda honum á að það er smá pláss fyrir....Nei það er ekkert meira pláss fyrir auglýsingar.
Svo má geta þess að Jónatan Magnússon KA maður skoraði flest mörk liðsins.
Góðar stundir.
![]() |
Fyrsti sigur Akureyringa er staðreynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1.10.2008
Það kólnar og það þýðir aðeins eitt.
Nú fer að styttast í að sleðatímabilið hefjist, búið er að setja í gang og fá bensínfnykinn í fötin aðeins að smakka, stefnt að Langjökli næstu helgi.
Að því tilefni langar mig að sýna ykkur eina flottustu sleðamynd sem tekin hefur verið í öllum heiminum.
Hún var tekinn í fyrra og þið megið geta hvar? Já þetta er kannski bara svona myndagetraun.
Crist hvað manni langar að þeysa af þegar maður rúllar í gegnum myndaalbúmið.
Klikkið til að stækka.
Það er bara ein leið til að upplifa og það er að aka SKI-DOO
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 30.9.2008
Handboltinn búinn að vera.
Ein af ástæðum þess að ég gæti aldrei hugsað mér að flytja til Akureyrar aftur er einföld. Reyndar er bara ein ástæða fyrir því að ég ætla að setjast í helgan stein í henni Skitugu og menguðu Reykjavík.
Ástæðan er einfaldlega sú að búið er að sameina krafta ÞÓRS og KA handboltalega séð. Ég er búinn að horfa á þetta lengi og hélt að ég myndi sættast við þetta kjaftæði, enn nei, ALDREI!!!
Ég veit hver ástæðan er, Þórsarar gátu aldrei neitt í handbolta og það náttúrulega þoldu þeir ekki til lengdar, Öll lið á Íslandi hræddust KA menn, rimmurnar milli Reykjavíkur risanna og kA manna urðu heimsfræagar, já vöktu heimsathygli og það þoldu Þórsarar náttúrulega ekki.
Einn af mörgum fundum var haldinn í þorpinu og launráð bruggað hvernig hægt væri að taka KA út af kortinu. Nú er samt lið Akureyrar að meginn upplagi byggt úr uppöldum KA mönnum enn alls fráleitt þykir að þeir fái að halda nafninu.
Akureyri skyldi liðið heita og skýrt tekið fram að um "sameiginlegt" lið Þórs og KA sé um að ræða.
Vilja þorpararnir ekki bara sameina lið Þórs og KA í körfunni?? Það gæti heiti: Þ.K. Nei, aldrei því ef það er einhver smá smuga að Þór myndi ná langt í körfunni er náttúrulega alveg ófært annað en Þór eigi það bara aleitt.
Nú veit ég að ágætur bloggvinur minn einn er alveg ósammála þessu og ber því örugglega við að þetta sé eins og með Glitni, það hafi bara þurft að hlaupa undir bagga.
Ég ætla ekki að horfa á einn einasta leik í vetur, ekki EINN!! Mér er alveg sama orðið um handbolta. Nú halda margir að þetta sé bara óþarfa skítkast hjá mér og ég viti bara ekki betur. Enn ég sæi umræðuna hér ef einhverjir kallar kæmu með þá hugmynd að sameina bara knattspyrnudeild Vals og KR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 28.9.2008
Rólegheit um helgina.
Þá er þessi helgin liðin og ný vinnuvika á næsta leiti. Ekki var beint farið í neinar stóraðgerðir heldu reynt að halda sér sem mest heima við.
Eitthvað aðeins var unnið, 1 stk matarboð og svo aðeins reynt að fylgjast með boltanum hér heima og erlendis.
Það er nú búið að fjalla svo mikið um þessa síðustu umferð í Landsbankadeildinni að ég ætla ekkert að fjalla neitt meira um þetta klúður allt saman.
Ég fór ekki á heimavöll þeirra Valsmanna til að fylgjast með liðinu mínu sigra þá, heldur var heima með yngsta syninum sem eldist með hverjum deginum og hélt upp á rúmlega 14 daga afmælið sitt. Við sátum í rólegheitum og fylgdumst með þessari síðustu umferð upp í sófa, hreiðruðum um okkur þar þannig að við ætluðum aldrei að nenna að standa upp.
Við feðgar að fylgjast með boltanum.
Letikastið náði svo hámarki þegar ég ákvað að fara í náttbuxurnar um kl 20 í kvöld. Nú er konan farin að poppa heyrist mér og ég ætla að stinga DVD mynd í tækið.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26.9.2008
Má maður halda með tveimur liðum á íslandi?
Mér finnst eðlilegt að maður haldi með liði á landsbyggðinni, reyndar fannst mér þetta alls ekkert svo sjálfsagt fyrir svo stuttu, til hvers að halda með einhverju liði sem átti ekki einu sinni löglegann völl hvað þá meira.
Svo er bara til eitt stórveldi og af hverju þá að vera að halda með einhverju öðru liði.
Enn svo sá ég svipmyndir af einu liði út á landsbyggðinni sem ég var bara búinn að steingleyma, AUÐVITAÐ er MAGNI GRENIVÍK mitt landsbyggðarlið, sjáiði búninginn maður!!!!
Hér má sjá leikmenn Magna fagna seinna markinu sem þeir skoruðu í sumar. (eða var þetta fyrra markið?) Samt er eins og annar sé að athuga púlsinn og hinn hjarsláttinn?? Enn hvað um það, ég er Magnaður KR-ingur!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25.9.2008
Hvað á svo að sprengja í tætlur næst?
Nú hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir léleg vinnubrögð undanfarið t.d óþarfa ofbeldi í nokkrum málum og eiginlega var landinn orðinn meir á móti lögreglunni heldur en með, þessa óánægu stóðu lögreglumenn af sér og það með miklum sóma. Þeir voru ekkert að hlaupa í fýlu og segast hætta.
Nú þegar öldurnar eru að læga þá á að búa til sundrung í röðum lögreglumanna, og Björn bangsi haggast ekki þó allavega 3 lykilmenn hætti störfum sökum þessa.
Það sega aliir við hann ekki gera þetta, enn nei,nei ég geri þetta bara víst því annars væri verið að sega mér fyrir verkum.
FÍFLAGANGUR!!!
![]() |
Flótti úr lögreglu Suðurnesja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23.9.2008
Alvarlegt ástand á mínum.
Nú er ég Lasinn, já lasinn með stóru L. Það er nú þannig að þegar maður býr með sjúkraliða, hjúkrunarfræðing sem að auki er búin að taka ein 2 ár í læknisfræði þá finnst manni einhvernveginn að maður fái alla þá vorkun sem til er í heiminum að maður fái nudd, heitann te bolla og hugreistandi aðhlyðningu. Enn Nei,nei konan segir bara að það sé ekkert hægt að gera!!! nema halda sér innandyra. Það er nefnilega það.
Sjúkdómurinn felur í sér nefrennsli, þrútinn augu, vott af hita og örlítinn höfuðverk. Svona er ég búinn að liggja á annan sólarhring án nokkurrar aðhlyðningar svo heitið geti, nema þá af mér sjálfum. Ég hef passað mig á að innbyrða nóg af sykri og tek hann inn í fastri fæðu eins og Freyju súkkulaði og Marrud snakki reyni svo að skola vel niður með Coka Cola glösum.
Verst finnst mér að á meðan ég er svona fársjúkur hefur aðgangur minn að þeim nýfædda verið takmarkaður. Þetta er sem sagt smitsjúkdómur sem ég er með, samt er ekkert að mér þannig lagað segir hjúkrunarfræðingurinn.
Það er á svona dögum sem mér vantar mömmu, hún skyldi strákinn sinn.
Enn sá nýfæddi fór í sína fyrstu baðferð í fyrradag og líkaði honum afar vel þangað til hann var tekinn uppúr.
Það er hrikalegt að sjá útlitið á mér í dag sökum þess hve mikið lasinn ég er svo ég læt bara fylgja myndir af fyrsta baðinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22.9.2008
Hluti af leiknum.
![]() |
Reading fékk mark í forgjöf - myndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)