Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 1.11.2008
Feðgar brugðu á leik í dag.
Undirbúningur fyrir skírnina hjá þeim yngsta byrjaði snemma í morgun, eiginlega allt of snemma. Fljótlega kom það í ljós að best væri ef við eldri sonurinn yfirgæfum heimilið.
Þetta látum við strákarnir ekki sega okkur tvisvar, heldur rukum í snjógallan og æddum á stað að leita að snjó. Stefnan var fljótlega tekinn á "Vörðuna" svokölluðu en hún stendur undir Kálfstindum skammt austan við Skjaldbreið. Þetta er ákflega skemmtilegur staður til að leika sér á ef kominn er snjór. Þarna eyddum við feðgar deginum.
Svo komum við bara heim í kvöldmat og allt skínandi hreint, þetta kalla ég skipulagningu, en ég þurfti náttúrulega að leggja á mig smá ferðalag til að allt tækist vel upp. Alltaf lendi ég í því leiðinlega. Myndir er hægt að stækka með að smella á þær.
Þennan vegg náði sá studdi að klifra yfir. Þetta er tekið á Gjábakkavegi.
Andsk....kominn snjór og ég á litlu dekkjunum. Heyptum aðeins úr, þá kom þetta.
Geeeðveik græja Pabbi, enn nota strákar snuð á sleðum????
Hann á bara ekki orð yfir nýja sleðanum sínum.
Skutlaðu mér upp þessa stóru brekku þarna!
Þarna er alltaf tekið nestisstopp, "Varðan", Kálfstindar í baksýn.
Þegar þarna var komið fannst okkur full mikið af skothvellum heyrast og fannst okkur ráðlagast að forða okkur. Rjúpnaveiðitíminn er greinilega byrjaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 31.10.2008
Framtíðin er björt hjá KR!!
Það eru ungir menn sem bíða í röðum eftir að fá að spila fyrir stórveldið.
Krafturinn, sigurviljinn, einbeitningin, liðleikinn svo ekki sé talað um boltatæknina í þessum unga pilt er slík að hann mun halda hvaða stjörnu sem er á bekknum. Enda stjarna sjálfur.
Þess má geta að ég á þennan unga pilt og verð því sjálfkjörinn umboðsmaður hans.
![]() |
KR hafði Snæfell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30.10.2008
Sitt lítið af hverju, allt samt rólegt
Langt síðan ég hef fært hér fréttir. Þetta er allt í lagi ég ætla ekki að rita neitt um íþróttir.
Langt síðan ég hætti að fylgjast með kreppustríðinu, það sagði við mig maður um daginn að því lengur sem liði á milli þess sem maður les fréttir af þessum ógöngum því meir finndist honum ástandið lagast. Ekki frá því að það sé rétt.
Mér fannst í um daginn að eldri syni mínum finndist hann fá minni athygli en sá nýfæddi og ákvað því að lyfta honum aðeins upp, hann fékk sinn fyrsta sleða þó ekki vélsleða enn eins nálægt þvi og ég gat, það er þó stýri og sæti:) kannski verður mótor í næsta sleða. Hann er ófeiminn við að sega hverjum sem er frá því að hann eigi sleða, STIGA sleða. Þetta er eins nálægt nafninu SKIDOO og ég komst.
Svo eignaðist hann nýjan vin sem hlaut nafnið Jóhannes.
Ég man eftir því að það hafi verið svona risa stór bangsi heima þegar ég var minni enn systur mínar gengið í skrokk á honum og eyðilagt hann.
Enn af þeim yngsta er allt brilliant að frétta og er hann farinn að líkjast mér meir og meir, nema hvað hann þarf mikinn svefn, skil þessar svefnvenjur lítilla barna ekki, enn það kemur frá móðurættinni.
verð að sýna ykkur hann aðeins líka. Þess má geta að hann verður skýrður um helgina.
Enn þeir sem hafa áhyggjur af mér þá er það alger óþarfi ég fékk skúrinn lánaðann hjá frúnni og er búinn að finna mér verkefni, nefnilega kerrusmíði, mér vantaði eina stóra og þar sem það er kreppa þá reyni ég bara að gera þetta sjálfur.
Í kvöld var verið að stilla hjólabúnaðinn undir og vonandi verður gripurinn kominn á fjöll í næstu viku.
Að lokum vil ég benda þeim á sem eru að fara að viðra sig á fjöllum á næstunni að fara varlega því það leynast víða hættur á þessum árstíma bæði fyrir jeppa og sleðamenn og eru svona holur algengar þar sem lítill snjór er yfir lækjum. Eins og menn fengu að kynnast um helgina.
Enn þangað til næst.
GÓÐAR STUNDIR.
Prinsinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 20.10.2008
Langt síðan
Ég og félagarnir fórum út að leika, erum búnir að fara 2 á Langjökul á vélsleðum, hvernig er annað hægt með góða ferðafélaga?
![]() |
Veturinn kominn fyrir alvöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 19.10.2008
KA menn verða í toppbáráttunni.
Góðvinur minn er búinn að biðja mig afar fallega að blogga ekki meira um íþróttir, ég hálfpartinn lofaði honum því...hálfpartinn. enn tveir stórviðburðir urðu í dag í íþróttaheiminum og ég bara verð að fá að tala aðeins um þá enn svo skal ég steinh....allavega minnka íþróttablogg til muna.
Glæsileg frammistaða KA manna undanfarna leiki sína svo um munar að þeir verða í toppbáráttunni í vetur.
Og áður enn þið leiðréttið mig þá er þetta ekki sameiginlegt lið þórs og KA. Það eru bara KA menn sem spila handbolta fyrir norðan.
Nú þarf að skoða alvarlega hvað fór úrskeiðis í Hveragerði þar sem KR stelpurnar töpuðu fyrir Kamar í kvennakörfunni.
1. Eru gólfefnin boðleg í sveitinni?
2. Er hitastigið í húsinu þarna boðlegt ca 8 gráður?
3. fjósalykt um alla veggi og palla, má það?
![]() |
Andri Snær Stefánsson: Leikgleðin er ótrúlega mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 13.10.2008
Má ég bara fara út og knúsa alla??
Það er alveg sama hvaða fjölmiðil maður skoðar eða hlustar á, alltaf er verið að sega okkur að standa saman, maður hefur orðið vitni oftar enn einu sinni að mælt er með að fólk knúsist, fallist í faðma.
Við eigum að klappa á bakið á hvort öðru og sega eitthvað fallegt, hughreystandi.
Kunnum við þetta? Hvað skeður ef ég geng inn í verslun og bið afgreiðslumannin um faðmlag? Komdu hérna kallinnog knúsaðu mig! Hvernig gengur? Reyndu bara að standa í lappirnar þetta kemur allt.
Það er tvennt sem mundi gerast, annað hvort yrði ég beðinn um að vera úti eða hringt yrði á lögregluna. Sjálfsagt sagt að þetta sé ömurleg aðferð við að ræna verslunina.
Bubbi sagði í kvöld: Tölum saman, hringjum í vin og segum bara eins og er: Ég er hrædd(ur)
Gera karlmenn þetta, hringi ég í Palla og segi: Palli ég er skíthræddur, ég er með kvíðahnút í maganum. NEI!! Við karlmenn gerum ekki svona. Konur þær gera svoleiðis þær hringja í Gunnu og sega allt. Eiginlega yfirleitt meira enn þær þyrftu að sega. MIKLU meira!!!
Aftur að Palla, segi ég við hann, elsku Palli ég tapaði 1,3 milljónum síðustu daga? Nei, ég vil ekki að Palli viti að ég tapaði 1,3 millum. PALLI MÁ ALLS EKKI VITA AÐ ÉG TAPAÐI 1,3 MILLUM!!
Elsku bloggvinir hafiði ekki áhyggjur, ég ætla ekki að hafa upp á ykkur til að falla í faðm ykkar. Enn segi bara við ykkur öll:
Gangi ykkur vel og megi Guð vera með ykkur.
Núna einmitt langaði mig að sega hugsum um hver annað og tökum utan um hvort annað???? Af hverju er þetta svona?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 13.10.2008
Mín hlið, enn ekki endilega sú eina rétta.
Vááá, ekki séns að maður nenni að taka þátt í þessari þjóðfélagskreppuumræðu (flott orð, fann það sjálfur)
Nú eru allir farnir að tjá sig um þennan þátt hjá Agli Helga og Jón Ásgeir. Hrikalega leiðinlegt að sjá þáttastjórnanda missa tökin á sjálfum sér og gerast dómari. Þáttastjórnandi í almennum umræðuþætti á að vera hlutlaus, en Egill hélt eftir þáttinn að hann hefði verið með viðtal ársins og öll þjóðin myndi klappa honum á öxlina, enn því miður fyrir Egil þá tókst það ekki.
Ég hef upplifað það sjálfur þegar taka á mann af lífi án dóms og laga. Notast er við kjaftasögur og hlaupið svo í felur.
Það er nú einu sinni þannig að aldrei verður felldur þannig dómur að Jón Ásgeir skuldi þjóðinni gjaldþrot, enn við viljum samt sem áður fá dómarasæti, þannig getum við gleymt okkar eigin áhyggjum og þurfum ekki að tala um okkar eigin mistök á meðan.
Það er nú líka einu sinni þannig að ef Baugsmenn hafa gerst brotlegir og stolið umtalsverðum verðmætum undan þá munu þeir fá það í bakið. Þannig er þessu bara farið og það er ekki einhver kall út í bæ sem sér um það heldur æðri máttur.
Það er ekki til sá lifandi Íslendingur sem á svo hreinan skjöld að hann geti kallað Baugsfjöldskylduna þessum orðum sem þau hafa verið kölluð undanfarna daga.
Er það kannski þannig að ef þú ert ráðherra þá hefur þú hreina samvisku? Sýna dæmin okkur það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10.10.2008
Þetta verður allt í lagi.
Rússarnir leggja inn á okkur og þá munum við sjá:
Stærri sumarhús.
Fleiri og dýrari veiðileyfi.
Kraftmeiri lúxusjeppa.
2 hæða einkaþotur.
Þyrlupall við Baulu.
Britney í afmælisveislum.
Brúðkaup sem minna á þjóðhátíðir.
3-4 nýjar verslunarmiðstöðvar.
KR kaupa fleiri leikmenn.
þá verður ekkert lítið gaman að vera íslendingur á ný.
![]() |
Úttektarheimildir endurskoðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8.10.2008
RÚSSNESKT SKAL ÞAÐ VERA
Rússneskar pönnukökur í lögumEinhvernveginn finnst manni það vera skylda að breyta morgunmatnum í fyrramálið, ég vakna því eldsnemma og byrja að aðlaga heimili mitt að breyttum aðstæðum. | |
Rússneskar pönnukökur eru bestar nýbakaðar og bornar fram með þeyttum rjóma. | ![]() |
Matreiðsluleiðbeiningar
Bræðið smjörið. Hrærið hveitið saman við og þynnið með mjólkinni. Hrærið eggjarauðurnar, sykurinn og saxaðar möndlurnar(má sleppa) saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Bakið pönnukökurnar á pönnu með loki við lítinn hita. Snúið þeim við þegar efri hliðin er farin að þorna og neðri hliðin að fá fallegan lit, þetta verða 4-5 kökur í allt. Leggið kökurnar saman með góðri sultu, ekki mjög sætri.Hráefni fyrir Uppfæra hráefnalista | Setja í mína uppskriftabók Skoða mína uppskriftabók/innkaupalista |
rússneskar pönnukökur í lögum | ||
100 | g smjör | |
110 | g hveiti | |
3,5 | dl mjólk | |
4 | egg | |
25 | g sykur | |
25 2,5 dl | g möndlur Rjómi | |
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 7.10.2008
Strákar rólegir....
Halló, Halló!!! Gleymum ekki að Kallinn á stóran hlut í KR. Það eitt og sér ætti að tryggja afkomu hans til lenggri tíma litið. Enda stórveldi.
Ef þú ert KR-ingur ertu á grænni grein.
![]() |
Ástand Landsbankans hefur ekki áhrif á West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)