Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 13.12.2008
Helgin farin af stað.
Þá er hvassviðrið gengið niður og maður er farinn að litast um í næsta nágrenni ásamt görðum nágrannanna eftir jólaskrautinu sem yfirgaf garðinn og húsið í verstu hviðunum. Þetta er allt saman komið á sinn stað aftur nema ég sakna lítillar jólafötu sem var fyrir utan dyrnar hjá mér.
Í dag var Skautafélagið Björninn með skautasýningu í Egilshöllinni enn dóttirin æfir einmitt listdans á skautum þar. Mikil og flott sýning sem lauk með glæsilegu jóla kökuhlaðborði. Mér finnst nú ekki alveg ónýtt að detta svona óvart í svona kökuhlaðborð.
Ég tók nú samt fram skautana sjálfur eftir sýningu og sýndi nánustu ættingjum atriði sem ekki hefur verið sýnt obinberlega í mörg ár. "Frönsk alberta með einum og hálfum alavocum snúning"
Hér er ég sjálfur, myndatakan léleg vegna ógurlegs hraða undirritaðs í þessu franska atriði.
Eldri sonurinn vildi frekar láta draga sig um svellið á sleða heldur en að reyna að standa í lappirnar á þessum stálstöngum.
Það er nauðsynlegt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera þegar hálf þjóðin er á barmi taugaáfalls eftir gjörninga stjórnmálamanna síðustudaga.
Við litum aðeins á jólaljósin á leiðinni heim og eftir þá athugun held ég að það fólk sem er ennþá að setja gömlu snúru 50 ljósa seríurnar í gluggana hjá sér sé að reykja eitthvað, og það er ekki fallegt svona á aðventunni. Er fólk ennþá að gera sér ferð í Blómaval til að kaupa perur í þessar ömurlegu seríur.
Ég kem hér með góða hugmynd handa þessu fólki, setja bara fallega stjörnu í gluggann, svo má eftir vill setja eina stutta seríu í gluggakistuna, láta hana bara liggja þar. kemur bara asskoti vel út.
Leggiði ekki heimilishaldið í rúst við að reyna að fá þetta til að hanga með límbandi, teiknibólum eða þessum meingölluðu túttum sem maður þarf að slefa á til að láta þær hanga.
Þangað til næst.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.12.2008
Jóladundur.
Bloggvinur minn góður benti mér á að fara að jólast og láta íþróttaskrif vera í bili eftir síðasta íþróttablogg.
Því var farið út með seríur, málband, hallarmál, ásamt verkfræðiteikningum og byrjað að skreyta. Eftir um hálfsólarhrings törn var komið örlítill jólafílingur á húsið eins og meðfylgjandi mynd sýnir svo glöggt.
Lesendum þessa bloggs er bent á að öll eftirherma af þessari jólaskreytingu er stranglega bönnuð nema með leifi höfundar(sem er ég).
Eldri sonurinn er í sjokki eftir að undirritaður settist á rúmgaflinn hjá honum og fór að útskýra ferðir jólasveinsins inn og út um gluggann hjá honum eftir nokkra daga. Hann þvertekur fyrir að sofa og sofna einn í rúminu sínu. Segir að hann kæri sig ekkert um einhvern kall skríðandi inn um gluggann hjá sér. Samt fór ég afar varfærnislega í að útskýra þessar ferðir sveinka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8.12.2008
Eru þeir frá Kardemmomubæ?
Er okkur landsmönnum ekki orðið drullusama hverjir eru að yfirtaka einhverjar billjónir í einhverjum milljarða skuldsettum fyrirtækjum?
Hvort það eru Bakkabræður að yfirtaka Kardemmomubæ eða Sr. Jón að taka Jón í görnina varðar okkur ekkert um. Fari þeir sem lengst með þessa pappíra sína.
![]() |
Bakkabræður taka yfir Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7.12.2008
Líkamsárás.
Það leiðinlega atvik átti sér stað á lokasekundunum að óreyndur FH ingur sem líklega var að spila sinn fyrsta alvöru úrslitaleik Ásbjörn Friðriksson að nafni veittist með óhugnanlegum hætti að einum Hauka manni. Ásbjörn slapp þó vel þar sem liðsfélaga hans Ólafi var vikið af leikvelli fyrir þetta brot.
Í viðtali við RÚV eftir sagði Ásbjörn að hqann hefði ekki ráðist að leikmanninum með krepptum hnefa og hafi ætlað að kýla hann í andlitið. Ok þá líklega er þetta bara í lagi????
Ásbjörn hljóp í fangið á leikmanninum með báðar hendur á undan sé í andlitshæð og sneri hauka mannin niður með hálstaki.
Ömurlegt þegar leikmenn koma í viðtal eftir svona atvik og hlægja að öllu saman. Til handalögmála kom einnig eftir leik út af þessu sama atviki.
Enn þjálfari FH hafði ekki vit á að skipa Ásbirni inn í klefa um leið og lokaflautið gall á, því fór sem fór.
![]() |
FH komið í undanúrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Sunnudagur, 7.12.2008
Okkar fremsti KR ingur.
Ég horfði á þennan leik í kvöld, beið spenntur enda langt síðan ég hef náð að horfa á leik með Barcelona. Þegar líða fór á leikinn sem byrjaði fjörlega, Henry með mark strax í byrjun þá gerði ég mér grein fyrir hversu gríðarlega langt Eiður Smári hefur náð.
Þarna var hann að spila með strákum í liði sem heita hvorki meira né minna en Touré, Xaavi, Messi og Henry. Og ég get sagt ykkur það að hann virkaði einfaldlega sem stór hlekkur í þessu liði.
Mér er drullusama hvað Albert Guðmunds og Ásgeir Sigurvinns gerðu, þeir gerðu ekki það sem Eiður er að gera í dag.
Ég fylltist stolti í kvöld og skellti mér í KR treyjuna í tilefni dagsins í hálfleik.
![]() |
Eiður í byrjunarliði Barcelona í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 5.12.2008
Sama rútínan fyrir þessi jól eins og öll önnur.
Það gengur hægt að stíga skrefin upp á háaloft og ná í jólaseríurnar sem á að hengja hringinn í kringum húsið. Ég játa það bara hér fyrir ykkur og sjálfum mér að ég fyllist verkkvíða þegar kemur að þessum gjörning.
Ég veit sem er að þó ég hafi gengið rosalega vel frá öllu og þá endar þetta í risastórum óleysanlegum vöndli í höndunum á mér og perurnar koma ekki til með að virka þó svo að allar hafi þær virkað þegar ég raðaði þessu fallega saman í upprunarlegu umbúðirnar í fyrra undir arnaraugum konu minnar. Það er bara svoleiðis!
Af hverju má ég ekki bara henda þessu og kaupa nýjar í Húsaamiðjunni þær eru á sama verði og í fyrra og ég spara rosa tíma.
Á hverju ári kaupir konan mín kílóa kassa af Nóa Siríus kenfekti og felur einhverstaðar í húsinu, það gerir hún til þess að konfektið sé ekki búið löngu fyrir jól.
Þar sem ég held að kona mín lesi þetta blogg ekki langar mig að sega ykkur að ég er búinn að finna konfektkassann í ár, það var ekki erfitt hann var á bak við allskonar plastdalla og hrærivélina.
Hér má sjá kassann til vinstri.
Ég veit að flest allir karlmenn þekkja þetta leynimakk, Strákar pössum okkur bara á því að líma ný límbönd á kassan og svo má líka kaupa sama konfekt í nammibarnum í Hagkaup og bæta reglulega í hann.
Fyrir 2 árum gleymdi konan mína að hún hafi falið kassan og fann hann svo tæpu ári síðan sjálf fyrir algera tilviljun, þá var konfektið komið með hvítar rendur og orðið hart.
Þangað til næst
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4.12.2008
Er enginn með fullu viti í þessum kellingaklúbb?
Á ég að trúa því að allir í Feministafélagi Íslands hafi skrifað undir þetta bréf og samþykkt það? Nei þetta hlýtur að vera þroskaðara lið en það...eða hvað? Nei það er það líklega ekki.
Hvernig skyldi standa á því að Feministar séu kallaðir leiðinlegir og þeir fái svona lítinn hljómgrunn frá öðrum? Jú þetta bréf er ein skýringin.
![]() |
Ég vona að þér verði aldrei nauðgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 1.12.2008
Komiði sæl og blessuð.
Ég veit það ég er búinn að vera latur að blogga, enn nú fer allt að gerast.
Jólaundirbúnigurinn er farin af stað á þessu heimili. Þó hefur hann ekki farið eins og hvirfilbylur af stað, enn athöfn eins og laufabrauðsgerð var nú um helgina, <búið er að baka eitthvað af smákökum en smákökugerðin stendur eiginlega alveg til jóla með hléum.
Hér er ekkert verið að svindla, handskorið TAKK!!!
Svo var mætt í skólann hjá dótturinni og búið til jólaskraut, þar var afar vel mætt og gaman að sjá svo marga hafa tíma til að taka þátt í þessu.
Undirritaður var ekki búinn að vera lengi í salnum þegar hann sá að ekki var metnaðurinn hár hjá sumum foreldrunum, líklega einhver þynnka í gangi sem er ekki fallegt svona þegar aðventan er að ganga í garð. Því það mátti glögglega sjá að ég er fáránlega góður í að búa til svona glingur.
Á einhverjum undraverðum tíma náði ég að búa til heilan jólasvein og útbúa rosaleg jólakort, þau eru eiginlega of fín til að senda þau á heimili sem sjá ekki handbragðið.
Kjaftæði sega þá kannski margir, enn ég set inn mynd þessu til staðfestingar.
Ekki hefur unnist tími til að skjótast neitt upp á hálendi enn stefnt að því að kíkja smá dagstúr í vikunni, þar fær maður kraftinn til að halda áfram að gera góða hluti.
Aðeins að öðru. Ég sá viðtal við Bryndísi Schram í sjónvarpinu í kvöld þar sem hún var að kynna bók sem hún var að senda frá sér. þetta er ekki ævisaga, Nei, nei því ævisaga hennar var skrifuð fyrir 20 árum síðan. Ævisagan var skrifuð fyrir 20 árum síðan!!
Er einhver möguleiki á að við íslendingar getum sest niður og andað rólega eitt andartak?? Hver getur gefið út ævisögu rúmlega fertug? Var kannski ástandið hérna í kringum 1988 þannig að enginn átti von á því að verða 50 tugur? SLAPPIÐIII AF!!!!
Þangað til næst...
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14.11.2008
Í mörg horn að líta.
Elsta barnið kom heim úr skólanum handleggsbrotin, hafði dottið úr nýja leiktækinu sem var verið að setja upp á skólalóðinni. Eitt foreldrið sagði mér að þetta væri ekki sniðugt tæki, einhverskonar hringekja sem börnin annað hvort sveifluðust um með ælu spýjuna út úr sér eða hentust úr því.
Annars tekur dóttirin þessu nokkuð vel og er ansi dugleg að bröltast um með handleggin í gifsi.
Ég man hreinlega ekki eftir því að nokkur fjöldskyldumeðlimur hafi einhvertíma brotnað áður enn flestum þykir það eiginlega kraftverki líkast að ég hef aldrei á lífsleiðiðinni brotnað nokkurstaðar.
Ansi margt hefur maður nú brallað, margt miður gáfulegt og svo ansi margt líka hreinlega algjörlega óhugsandi. Einu sinni sagði við mig maður að fáranlegt væri að hinar ýmsu hugmyndir fæddust í hausnum á mér hvað þá að þær væru framkvæmdar.
Ég var að horfa á eldri drenginn minn leika sér í dag í leikhorninu sínu og varð eiginlega orðlaus af öllu dótinu hans, ef maður hefði nú haft allt þetta dót þegar maður var yngri...man að mesta fjörið var að fara með 3-4 Mathcbox bíla út í skurð og smala strákunum í bíló. Búnir voru til vegir, hlaðnar stíflur, brýr byggðar og gert svo þak yfir allt úr bárujárnsplötum og hríslum. Hefði þurft að fara í umhverfismat í dag.
Meira að sega er dótakassinn minn í dag lítill miða við þetta risa horn hans.
Sá yngsti setti upp einhvern furðulegann svip í dag yfir öllu tilstandinu, sjálfsagt fundist tilstandið á heimilinu verða of mikið fyrir hans smekk.
Að lokum verð ég að sega ykkur frá því að ég sá fréttakýringu í kastljósi þar sem viðtal var við Jóninu Ben um ferðir hennar með fólk til Póllands. Þar fer fólk í svokallaðar ristilhreinsanir. Viðtal var við einhvern karlmann sem hafði notað þessa þjónustu hennar.
Mér er spurn: Hvað fær karlmenn til þess í dag að koma framm í sjónvarpi allra landmanna til að sega frá því að þeir hafi farið til Póllands til að fá stólpípu upp í rassinn á sér og líðanin væri frábær eftir á????? Er ekki nokkur einasta karlmennska að verða eftir í Íslenska karlmanninum? Sumir þurfa bara að læra að þega!
Þetta er orðin svo langur pistill að Íþróttapakkinn verður að bíða betri tíma. Og þá held ég að einhver utanbæjar bloggvinur minn sé ánægður.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 12.11.2008
Skírn og fleira margvert
Varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um helgina að einhverjir óprúttnir aðilar ákváðu að brjótast inn í annan bílinn hjá mér, sjálfsagt hafa viðkomandi verið að leita að einhverjum verðmætum enn komið að tómum kofanum. Ég hef haft það fyrir vana að taka allt verðmæti með mér inn úr bílnum. Enn aðkoman var samt ekki fögur, búið að rífa allt úr öllum hólfum og lá allt draslið um öll gólf.
Í sólskigninu var þó fjarstýring fyrir bílskhúsdyrnar og hafa þjófarnir tekið hana með sér eftir að hafa opnað skúrin og litast þar um innandyra. Þeir tóku með sér startæki og kapla. Samt var ég með stóra kerru í smíðum sem ekkert hafði verið snert við ásamt verkfærum til smíðinnar. En þar sem þjófarnir höfðu meðsér fjarstýringuna var kerrunni komið fyrir annarstaðar þar til ný fjarstýring var græjuð.
Talandi um kerrusmíðina þá gengur hún vel og mun ég birta myndir nú í vikunni af gripnum fullbúnum.
Nú það arkað í guðshús og drengurinn skýrður. Fékk hann nafnið Árni Snær Lúthersson. Þetta nafn var alveg út í loftið tómt og vissum við ekki til að við værum að skýra í höfuðið á neinum, enn langömmurnar voru snöggar til og héltu að við hefðum verið að skýra í höfuðið á einhverjum aldargömlum Árna sem var víst alveg æðislegur. Ég held því samt fram að á Íslandi sé ekki hægt að skýra ekki í höfuðið á neinum.
Gekk skírnin vel og var drengurinn alsæll þó var hann aðeins ósáttur við að vera klæddur í kjól, en auðvitað var KR merkinu komið fyrir innanklæða.
Foreldrar, skírnarvottar og prestur, allt löglegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)