Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 10.1.2009
Upprifjun
Ég hef verið að renna yfir gamlar myndir af ferðalögum mínum undanfarin ár og rakst á þessa sem fær mig alltaf til að brosa út í annað þegar ég rifja þessa ferð upp.
Þessi mynd er tekinn af Patrol jeppa sem ég átti þá. Ferðin hafði gengið snurðulaus fyrir sig frá Rvk í Kerlingarfjöll, þaðan í Setur undir Hofsjökli. Aksturinn yfir Hofsjökull var ekkert vandamál. Það var ekki fyrr enn ég var að renna í hlað í Laugafelli sem árbakki brotnaði undan bílnum hjá mér.
Þetta þótti mér afskaplega neyðarlegt eftir allt ferðalagið og átti ekki eftir nema eina 100 metra í bílaplanið. Bárður Steinn Jóhannesson var aðstoðarmaður minn í þessari ferð.
Þar sem hann sat farþegameginn í bílnum þegar þetta skeði skipaði ég honum að sitja og hreyfa sig alls ekki þar sem bíllinn myndi velta ef við hreyfðum okkur of mikið, sjálfur skreið ég út um gluggann hjá mér og var afskaplega létt að vera laus úr bílnum. Enn ég stóð og gólaði allan tímann á Bárð að hreyfa sig ekki þangað til hjálp kom og tók líklega um 30 mín að losa bílinn
Eftir að bíllin var laus rak Bárður mig í farþegasætið og fékk ég ekki að keyra það sem eftir var ferðar. Hann röflaði svo allan leiðina inn á Akureyri um að skipstjórar yfirgæfu ekki sökkvandi skip og skildu hásetana eftir til að deyja.
Kannski ég setji inn eina og eina mynd á bloggið hjá mér af ferðum mínum og uppákomum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7.1.2009
ÍÞRÓTTABLOGG (Vá bara tvö í röð)
Já þá er komið að íþróttabloggi. Það sýnist nú mörgum hitt og annað þegar ég hef upp röst mína í sambandi við íþróttir, enn það er líka allt í lagi ég er ekki vanur að eyða miklum tíma í að ræða hluti sem allir eru sammála um. T.d hef ég ekki skrifað neitt um silfurliðið í handbolta, það eru bara allir sammála um að það var góður árangur.
Ég vil frekar taka upp mál sem mér finnst lítið vera talað um og eru kannski meira deilumál heldur en árangur silfurliðsins.
HANDKNATTLEIKSDEILD STJÖRNUNAR KÚKAÐI Í BUXURNAR
Það er mín skoðun að Stjarnan vissu allan tíman að þeir myndu ekki getað staðið við samninga við leikmenn, en samt láta þeir menn skrifa undir án þess að sega orð við þá um stöðu félagsins. Þetta staðfesti leikmaður liðsins við mig.
Patrekur Jókannesson kórónar svo lágkúruháttinn með blaðaviðtali við Vísi í dag þar segir hann orðrétt:
"Fannar er farinn og hinn örvhenti Hermann Björnsson er líka farinn. Hann ákvað að flýja til FH. Hringdi í FH-ingana og bað um að vera með. Það fannst mér mjög svekkjandi og ég skil það engan veginn enda uppalinn Stjörnumaður sem hefur verið að fá mikil tækifæri hjá okkur í vetur".
Við skulum hafa það alveg á hreinu að Bæði Fannari og Hermanni voru boðnir samningar um laun sem var ekki staðið við, þeir fá ekki borguð launin sín.
Hvað eiga menn að gera á hinum almenna vinnumarkaði sem fá ekki launin sín?
Nú skal ég koma með hliðstætt dæmi um samskonar mál.
Handknattleisdeild Gróttu lendi í sams konar vandræðum og Stjönumenn nema að þeir kölluðu strax á alla leikmenn liðsisns áður en mót byrjaði og sagði þeim allt af létta, báðu menn um aðstoð, hvað uppskáru þeir? Jú allir leikmenn liðsins fóru í að laga stöðu liðsins og spiluðu að sjálfsögðu með því áfram.
Það er fáránlegt að stjórn HSÍ skuli ekki dæma Stjörnumenn niður um deild, því það er gert erlendis og við spilum eftir sömu alþjóðareglum.
Það að þjálfari tali um að leikmenn hafi fram svekkjandi framferði er lágkúra. Því Stjörnumenn hafa komið ílla fram við leikmenn og eru ekkert sjálfir nema SVEKKJANDI!!
![]() |
Nantes vill fá Andra Berg frá Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5.1.2009
íþróttablogg
Glæsilegt hjá þeim báðum. Enn þess má geta að Íþróttafélögin úr Kópavogi hafa gefið út nýjan fána fyrir bæði félögin.
Glæsileg hönnun og segir allt sem sega þarf.
![]() |
Gunnleifur og Linda íþróttafólk Kópavogs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.1.2009
Getur einhver hjálpað mér?
Ég var að hlusta á Björk Guðmundsdóttur söngvara, hún var að tala um ástandið í þjóðfélaginu og vilti taka svona á atvinnuástandinu:
"Það er spurning um að leiða allt þetta fólk sem er að verða atvinnulaust inn í þessa orku og tengja það saman"
Ég eiginlega var í allt gærkveldið að velta mér uppúr þessum orðum, ég er nefnilega ekki lang-háskólagengin og skil hana því ekki, reyndar hef ég aldrei skilið hana. Því langar mig að fá hjálp frá ykkur bloggvinir góðir.
Ég spyr:
Er þetta hættuleg aðgerð?
Þekkir einhver tilhvort svona lausn hefur borið árangur einhverstaðar?
Hvað er áætlað að svona aðgerð beri skjótt árangur?
Þetta var að vísu útskýrt með þar til gerðum handahreyfingum og bendingum sem ég er orðin allur marin og blár af að reyna að herma eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 31.12.2008
Smá kveðja áður en þið farið í sturtu og eldamennsku.
Við elstu krakkarnir Birgir Þór, Guðbjörn Smári og Valgerður Selma vorum að koma heim eftir að vera búinn að keyra aðeins um bæinn, fórum í heimsókn til ömmu og afa, viðruðum hundinn og kíktum í búðina hjá okkur til að óska viðskiptvinum of starfsfólki gleðilegs árs.
Enduðum svo á að heimsækja hetjurnar í hjálparsveit skáta upp í Bílabúð Benna til að versla af þeim flugelda. Auðvitað fóru öll fyrirheit um að stilla innkaupum í hóf út fyrir veður og vind þegar við krakkarnir fórum að gramsa í draslinu.
Ég tók sérstaklega eftir því að foreldrar sem eðlilega voru að reyna að gleðja börnin en voru samt með minni peninga milli handanna fengu aðstoð frá rauðklæddu hetjunum, því þeir voru að missa ýmislegt í pokana fyrir krakkana. það var vel og held ég að þeir hafi einungis verið að sýna þeim sem styrktu þá smá þakklætisvott. Svona getum við aðstoðað hvort annað.
Þegar heim var komið sá ég það í fréttum að aðrir foreldrar höfðu komið börnum sínum í pössun til að komast niður í bæ til að öskra á annað fólk og skemma rándýran búnað stöðvar 2. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það, enda þessi síða ekki ætluð til að úthúða einum né neinum.
Kæru bloggvinir og aðrir sem reka hérna inn nefið.
Gleðilegt nýtt ár og hafið þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Njótið kvöldsins með fjöldskyldu og vinum og komum öll slysalaust frá kvöldinu.
TAKK FYRIR MIG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30.12.2008
Ég vaknaði í morgun klár og hress.
Á mjög ókristilegum tíma var ég dreginn út úr húsi í morgun rúmlega 08:10. Þetta er fótaferðatími sem aðeins eldra fólk er komið á fætur og farið að gera nákvæmlega ekki neitt, enda ekkert hægt að gera neitt að viti um miðja nótt. Tilefnið var mánaðarlegur bakarísfundur hjá okkur félögunum sem ferðumst saman um hálendið á vélsleðum.
Þrátt fyrir 2 faldan expresso og 4 sykurmola í öðrum lófanum hékk ég með hangandi haus eins og dópaður bolabítur yfir rúnstykkinu. Enda klukkan aðeins 08:20 og varla farið að birta, mér finnst eiginlega furðulegt að það sé hægt að komast í bakarí á þessum tíma dags.
Eftir þref og kíting um hver ætti að borga rúnstykkin, þar sem ástand mitt var gróflega misnotað var haldið upp í Mótormax. Venjulega tekur það mann ekki lengi að vakna þegar inn í þann sal er komið. Stæðsti og flottasti dótakassi á öllu landinu, vélsleðar, fjórhjól, crossarar, bátar og gargandi hestöfl upp um alla veggi.
Erindi okkar var samt smávægilegt, máta brynjur því eftir tvö slys á síðasta vetri þar sem brynjur voru ekki með í för var ákveðið að taka ekki þann séns aftur. Það var eiginlega ekki fyrir okkar tilstilli að ekki hlaust stórslys af þar sem meðal annars hjálmur stórskemmdist eftir byltu.
Enn við brynju mátunina missti ég út úr mér við einn félagann hvort hann hefði bætt á sig kílóum frá því í fyrra, eiginlega hefði allt blindravinafélagið séð það langar leiðir. Enn á algerlega nýju íslandsmeti varð allt gjörsamlega stjórnlaust í salnum og ruku menn á hvern annan eins og óðir hundar, það var ekki fyrr enn kassadaman kom í nýþröngum crossaragallanum að við, nei ég meina strákarnir róuðust. Ekki náðu menn þó að semja um frið sín á milli fyrr en búið var að ákveða að renna niður í World Class í fitumælingu.
Fitumæling er ein sú furðulegasta athöfn sem ég hef tekið þátt í, enn ég var afar sáttur við útkomuna.
Hugsiði ykkur hvað menn geta lagt á sig bara við það eitt að vera þrjóskhausar og uppskera svo eintóma niðurlægingu í staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 27.12.2008
RAFHLÖÐU JÓL.
Þegar maður á tvo stráka 3 mánaða og rúmlega 2 ára virðist sem öllum, já öllum finnist þeir slá í gegn ef þeir gefa rafhlöðudót í jólagjöf. Hávaðin úr 16 tækjum sem enginn gefur nálægt því eðlilegt hljóð getur verið heilaskemmandi.
Þegar líða fór á pakkaflóðið og maður sá hvert stefndi fór maður að fylgjast með og reyna að stela rafhlöðunum undan, svo þegar spurningin um hvort ekki hafi örugglega fylgt rafhlöður setti maður upp andlit sem sagði "Ég veit ekkert" Svo fór öll fjöldskyldan á kaf ofan í svörtu ruslapokana sem innihélt jólapappír og gramsaði eftir rafhlöðum og maður sat bara með svipinn, "ég veit ekkert"
Maður var rétt búinn að sannfæra 2 ára strákinn um að bílarnir, lestarnar, byssurnar og hvað þetta heitir allt saman gengi alls ekki fyrir rafhlöðum þegar vinir og vandamenn birtust brosandi daginn eftir með fullt af rafhlöðum.
Þegar ég set peyjana í pössun næst set ég heilann stóran poka með rafhlöðu leikföngum með þeim og aðgæti að allar rafhlöður séu nýjar.
Annars voru jólin afskaplega notaleg og hafa síðustu dagar farið í heimsóknir, jólaboð og að taka á móti gestum.
Sjálfur er ég svo afskaplega fallega vaxinn að ég þarf ekkert að spá í kaloríur eða fituinnihald á öllum matnum og sælgætinu. Ég hreinlega át bara eins og mig langaði.
Myndirnar hér að neðan læt ég bara tala sínu máli enn þær eru allar teknar kringum þessa hátíð ljóss og friðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 26.12.2008
Góður!
Ég óska Guðjóni hjartanlega til hamingju með þetta starf. Margir eru að fetta fingur út í hann en það eru menn sem eru fullir öfundar. Allir knattspyrnu áhugamenn munu fylgjast spenntir með Crew því þeir vita sem er að Gaui getur búið til kraftarverk.
Eitt veldur mér þó áhyggjum og ég fékk smá sting í magann þegar ég vissi að þetta væri klárt. Ég vill ekki að sonur hans Bjarni fari úr KR. Við þurfum að nota hann, það sýndi sig í þessum örfáum leikjum sem hann spilaði í lok sumars.
Hann getur frekar tekið Þórð frá ÍA ef hann vill styrkja fjöldskylduböndin, Þórður er hvort eð er bara að spila í neðri deildarliði.
Góðar stundir.
![]() |
Guðjón hentaði okkur best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18.12.2008
Kalli Tomm Gildrumaður
startaði leiknum hver er maðurinn og þar sem ég datt á rétt svar er keflið hjá mér.
Ég spyr hver er Konan?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 17.12.2008
Ég ætla aðeins að fá að skjóta einu eldsnöggt að.....svo verð ég ekki meira fyrir.
Landinn virðist hafa tekið sér smá pásu við að úthýsa þingmönnum okkar og óska þeim elds og brennisteins í líkistu þeirra á hafsbotni sem vonandi verða svo étnar af hákörlum.
Af hverju stafar þessi ritpása? Jú það hafa komið upp merkilegri mál til að ræða um og þau þarf að gera upp, þetta eru það þýðingarmikil mál að við verðum að fresta því að njóta aðventunnar með börnum okkar og barnabörnum.
Fyrsta málið er náttúrulega það að fréttamaður missti færis að rota Bush með nýju Ecco skónum sínum. Á myndbandi sem all flestir landsmenn eru búnir að downloda í tölvur sínar og vinnuveitenda sinna sést þegar fréttamaðurinn tók skóþveng sinn og miðaði á andlit sjötugs gamalmennis. Hrikalegt sjokk reið yfir landann að skórinn hafi ekki náð að rífa augað úr Bush áður enn hann rotaðist.
Nú landinn var rétt búinn að ná andanum yfir því að Bush væri lifandi ennþá þegar DV málið kemur upp, Nú fyrst varð að taka allar tölvur heimilissins frá börnunum til að nota þær í merkilegri hluta og ausa fúkirðum yfir Reyni Traustason, og sá var látinn heyra það, vonandi fengi hann ekki einu sinni jólamat um jólin.
Ég sé ekki fram á annað enn einhvernveginn verðum við að fresta aðventunni, hún er ekki orðin það mekileg hvort eð er lengur.
Því fréttir voru að berast af því að einhver maður sem vann í Landsbankanum hefði aldrei gert neitt vitlaust, það var vinur hans sem þekkir eitthvað til í fjármálaeftirlitinu og vinur hans þekkir sko Þorgerði Katrínu og helv....hann Kristján Ara sem ætti nú bara að fangelsa kl 06 í fyrramálið.
Það er ekki nokkur einasta leið til þess að við landsmenn getum haldið gleðileg jól með ástvinum okkar því Tryggvi Jónson var rétt í þessu að gefa út þá yfirlýsingu að hann hefði ekkert unnið fyrir Baug síðan hann hætti í því fyrirtæki árið 2002. ANSk....!!!! Veit hann ekki að það eru að koma jól? Hvernig getum við komið því fyrir að refsa honum þannig að hann geti aldrei talað aftur? Svo segir hann þetta bara sí svona 10 dögum fyrir jól!! Melurinn.
Við þurfum samt ekki að örvænta því hópur manna sem hafa staðið fyrir mótmælum undanfarið hefur lofað að þeir setjist niður um hátíðarnar og skipuleggi fleir aðgerðir eftir áramót.
Vonandi ná börn þeirra að fylgjast með hvernig svona mótmæli eru skipulögð því þrátt fyrir alla pakkana þurfa sko allir að standa saman í því að ná sem mestri mannvonsku úrhverju öðru.
Mig dreymir um að komast til Akureyrar milli jóla og nýjárs og setjast fyrir framan foreldra mína og tala við þau. Þau liggja hlið við hlið í kirkjugarði Akureyrar. Enn það sýnir nú kannski kæruleysið í manni þegar ástandið er svona í þjóðfélaginu.
Muniði eftir Lúkas málinu á Akureyri? Jú það má fyrirgefa stráknum sem næstum því sparkaði í hundinn og drap hann ef hann setur á sig hettu og hendir eggjum og úldnu sorpi í öll hús í miðbænum. Þá er honum fyrirgefið þó hann hafi aldrei gert neitt, það munaði samt litlu.
Á meðan ég man...Það var fólk að tala um það fyrir ekki svo löngu síðan að við íslendingar þyrftum að standa saman, hlúa að hvert öðru. Vitiði hvar ég finn þetta fólk? Það er kannski bara búið að gríta það niður með eggjum.
Kæru íslendingar...........Nei ég sleppiði bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)