Ég ætla aðeins að fá að skjóta einu eldsnöggt að.....svo verð ég ekki meira fyrir.

Landinn virðist hafa tekið sér smá pásu við að úthýsa þingmönnum okkar og óska þeim elds og brennisteins í líkistu þeirra á hafsbotni sem vonandi verða svo étnar af hákörlum.

Af hverju stafar þessi ritpása? Jú það hafa komið upp merkilegri mál til að ræða um og þau þarf að gera upp, þetta eru það þýðingarmikil mál að við verðum að fresta því að njóta aðventunnar með börnum okkar og barnabörnum.

Fyrsta málið er náttúrulega það að fréttamaður missti færis að rota Bush með nýju Ecco skónum sínum. Á myndbandi sem all flestir landsmenn eru búnir að downloda í tölvur sínar og  vinnuveitenda sinna sést þegar fréttamaðurinn tók skóþveng sinn og miðaði á andlit sjötugs gamalmennis. Hrikalegt sjokk reið yfir landann að skórinn hafi ekki náð að rífa augað úr Bush áður enn hann rotaðist.

Nú landinn var rétt búinn að ná andanum yfir því að Bush væri lifandi ennþá þegar DV málið kemur upp, Nú fyrst varð að taka allar tölvur heimilissins frá börnunum til að nota þær í merkilegri hluta og ausa fúkirðum yfir Reyni Traustason, og sá var látinn heyra það, vonandi fengi hann ekki einu sinni jólamat um jólin.

Ég sé ekki fram á annað enn einhvernveginn verðum við að fresta aðventunni, hún er ekki orðin það mekileg hvort eð er lengur.

Því fréttir voru að berast af því að einhver maður sem vann í Landsbankanum hefði aldrei gert neitt vitlaust,  það var vinur hans sem þekkir eitthvað til í fjármálaeftirlitinu og vinur hans þekkir sko Þorgerði Katrínu og helv....hann Kristján Ara sem ætti nú bara að fangelsa kl 06 í fyrramálið.

Það er ekki nokkur einasta leið til þess að við landsmenn getum haldið gleðileg jól með ástvinum okkar því Tryggvi Jónson var rétt í þessu að gefa út þá yfirlýsingu að hann hefði ekkert unnið fyrir Baug síðan hann hætti í því fyrirtæki árið 2002. ANSk....!!!! Veit hann ekki að það eru að koma jól?  Hvernig getum við komið því fyrir að refsa honum þannig að hann geti aldrei talað aftur? Svo segir hann þetta bara sí svona 10 dögum fyrir jól!! Melurinn.

Við þurfum samt ekki að örvænta því hópur manna sem hafa staðið fyrir mótmælum undanfarið hefur lofað að þeir setjist niður um hátíðarnar og skipuleggi fleir aðgerðir eftir áramót.

Vonandi ná börn þeirra að fylgjast með hvernig svona mótmæli eru skipulögð því þrátt fyrir alla pakkana þurfa sko allir að standa saman í því að ná sem mestri mannvonsku úrhverju öðru.

Mig dreymir um að komast til Akureyrar milli jóla og nýjárs og setjast fyrir framan foreldra mína og tala við þau. Þau liggja hlið við hlið í kirkjugarði Akureyrar. Enn það sýnir nú kannski kæruleysið í manni þegar ástandið er svona í þjóðfélaginu.

Muniði eftir Lúkas málinu á Akureyri? Jú það má fyrirgefa stráknum sem næstum því sparkaði í hundinn og drap hann ef hann setur á sig hettu og hendir eggjum og úldnu sorpi í öll hús í miðbænum. Þá er honum fyrirgefið þó hann hafi aldrei gert neitt, það munaði samt litlu.

Á meðan ég man...Það var fólk að tala um það  fyrir  ekki svo löngu síðan að við íslendingar þyrftum að standa saman, hlúa að hvert öðru. Vitiði hvar ég finn þetta fólk?  Það er kannski bara búið að gríta það niður með eggjum. 

Kæru íslendingar...........Nei ég sleppiði bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódir punktar hjá tér og léttir ad lesa.....Hefdi viljad ad tú kæmist til Akureyrar til ad segja foreldrum tínum ad hafa ekki áhyggjur af tér og tínum ..Tetta reddast.

Gleymum tví ekki ad vid meigum ekki hengja bakara fyrir smid ..Tad verdur bara ad finna smidinn.

Julehilsen fra Jyderup

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 24.12.2008 kl. 11:13

2 identicon

Berðu foreldrum þínum kveðju mína þegar þú ferð, þau voru góðar manneskjur.

Ásdís Þ 30.12.2008 kl. 07:04

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ekki veit ég hver Ásdís Þ. er, enn þau fá kveðjuna.

S. Lúther Gestsson, 30.12.2008 kl. 09:58

4 identicon

Takk fyrir það. Ég vann með mömmu þinni á Klsp. fyrir mörgum árum og var líka nágranni þeirra þegar þau bjuggu á Ránargötu.  Rakst á nafnið þitt inni á öðru bloggi og kíkti inn.  Kveðja, Ásdís.

Ásdís Þ 31.12.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband