Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 2.2.2009
Sniðug lausn.
Fyrir nokkru síðan barst mér í hendur einskonar hitapoki, þetta var eitthvað sem mér var bent á að prufa hvort virkaði og gæti verið sniðugt að hafa með í hanskahólfinu á sleðanum eða bílnum þar sem ég á það til annars slagið að lenda í snjó og kulda.
Ekki fannst mér nú einhvernveginn dæmið líta vel út og fékk strax á tilfininguna að þetta væri einhverskonar sjónvarps markaðs vara sem virkaði ekki baun, enda er það nú einu sinni svo að í þau fjölmörgu ár sem ég hef ferðast um hálendið þá veit ég sem er að oft á tíðum eru einhvrjar skyndilausnir betur geymdar í búðunum en í farangrinum.
Nú um helgina fór einn félagi minn í vélsleðatúr og hafði svona hitaelement meðferðis, það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að hann var stórhrifinn og lofaði þetta hástert. Hann einfaldlega stakk þessu inn í vettlinginn og ofan í skóna og fann í nokkrar klst. hitann frá þessu. Á umbúðunum stendur að hitinn fari allt upp í 40 gráður.
Hann lét þess einnig getið að ef þetta er sett í nærbuxur hefur þetta töluverð áhrif á fjölda kamarferða, það hins vegar dæmi ég ekkert um, en held að það geti verið einhverju öðru um að kenna til dæmis fjölda grænra bauka.
Sem sagt göngufólk, skíðafólk, brettafólk og útivistarfólk almennt, prufiði þetta, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Inn í umbúðunum er taupoki sem stingst einfaldlega inn í vettlinga, skó, eða fatnað.
Pokarnir eru til í tveimur stærðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1.2.2009
Hér er allt bara í lala gír.
Veðurblíða er það sem einkennt hefur þessa helgi hér sunnanlands, heiðskírt, sól, froststilla og snjór yfir öllu. Helgin hefur þó farið að mestu leiti í vinnu. Við fjöldskyldan vorum búinn að taka þennan Sunnudag frá til að skjótast smá ferð út fyrir bæinn en vinnan tók það frá okkur. Mér sýnist á öllu að klakavél með lekanda taki einhverjar næstu klukkustundir.
Ég fór þó upp á Mosfellsheiði seint í gærkveldi að leyfa mági mínum og frú hans að taka í vélsleða.
Guðbjörn sonur minn hefur verið að ná sér eftir uppskurðinn um daginn og eru flott batamerki á honum, ekkert sérstakt komið upp nema þá helst óþolinmæði hans yfir að þurfa að vera mikið heimafyrir og borða mauk. Rosalega duglegur drengurinn.
Mínir menn í Liverpool taka á móti Chelsea í dag og ætla ég að fylgjast með leiknum með öðru auganu í vinnunni, reikna þó fastlega með að mínir menn girði upp um sig brók og vinni leikinn enda ég búinn að senda Benides og liðinu hugarskeiti hvernig þeir verði að fara að taka sig á. 1:0 fyrir Liverpool segi ég.
Ekkert merkilegt sem sé að gerast en við höfum það þó ágætt Hólabergsfamilían.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29.1.2009
Hvar er búsáhaldabyltinginn!!!!
Ég vil fá hópferð á Anfield með pönnurnar og pottana, þetta er orðið óásættanlegt. 9 jafnteflið staðreynd og einnig er það staðreind að þetta er ekki hægt að bjóða manni uppá.
Við höfum aðeins tapað einum deildarleik í vetur og það er eins og mönnum finnist jafntefli ásættanleg úrslit.
BREYTINGAR NÚNA!!!!! Andskotinn hafiða.
![]() |
Benítez fannst Wigan leikurinn brjálaður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29.1.2009
Maður tekur orðið enga sénsa.

![]() |
Þriggja metra snjókarl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 27.1.2009
Hver er kvikindið?
Síðasta vetur drógum við okkur nokkrir saman sem vorum að ferðast á vélsleðum. Eftir nokkrar ferðir heyrði ég að menn voru farnir að gefa hvor öðrum allskonar nöfn. Ég einhvernveginn ákvað að draga mig ekki inn í þessa umræðu og hélt bara áfram að sýna listir mínar og útsjónarsemi við að leysa hinar ýmsu aðstæður sem á vegi okkar urðu.
Ekki er því að neita að mitt gífurlega þrek og gott líkamlegt ástand varð oftar en ekki til þess að menn gátu varla haldið för áfram sökum aðdáunar. Útsjónarsemi var t.d eitt af því sem ég sá að þessir mennhöfðu aldrei kynnst.
Þegar ég svo kem akandi eins og engill í gegnum skafla sem voru á hæð venjulegs parhúss til hittings við þessa offitusjúklinga heyrði ég að menn voru að tala um að "Bleiki Partusinn" væri mættur. Bleiki Partusinn sagði ég og fór svona að draga einn og einn út í horn og spyrja út í þessa nafngift. Enn enginn þóttist vita eitt né neitt og eins og litlir skólastrákar bentu þeir á hvor annan.
þú verður bara að finna það sjálfur út hvernig Bleiki Partusinn var voru einu svörin sem ég fékk gegnum falskt brosið hjá þessum gömlu köllum.
Það varð úr að ég ákvað að skáka þessum gömlu refum og gekk eins langt og þeir vildu, pantaði mér miða og merkti sleðann, bílinn, kerruna og rúmgaflinn hjá mér.
Nú er það svo að ég er búinn að googla þennan fína kött enn finn ekkert um hann, reyndar man ég aðeins eftir honum úr sjónvarpinu hérna í denn enn man ekki hvernig hann var almennilega.
Því langar mig að fá ykkur sem munið eftir honum að sega mér frá því sem þið vitið um þennan sæta kettling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 25.1.2009
Stór ákvörðun tekinn í ljósi nýrra tíðinda!!!!
Þegar ég var að borða hafragrautinn minn í morgun heyrði ég af afsögn viðpskiptaráðherra, hvuuurrrr ands....sagði ég upphátt hvað get ég gert í þessu? Hvað get ég gert til að axla ábyrgð?
Jú eftir mikla íhugun og ráðfæringar við mér fróðari menn var tekinn sú ákvörðun að draga fram vélsleðakerruna, það var hreint út sagt hrein ótrúleg tilviljun að á kerrunni var ferðabúinn sleði. Án nokkurs þrýstings frá einum né neinum var ekið af stað og haldið í átt að þingvöllum þar sem ákvörðun um framhald skyldi tekið, hvar er til þjóðlegri staður en einmitt þar?
Eftir eitt símtal þar sem nákvæmlega engum þrýstingi var beitt var stefnan sett á Skjaldbreið.
Toppnum skyldi náð og staðan á mótmælendum tekinn, enn til mikillar furðu var engin þar að berja botninn úr pottum eða blásandi í háværra lúðra, ekkert einasta mótmælaspjald einu sinni á lofti.
Eftir mikla íhugun á toppi Skjaldbreiðar þar sem langloku var kyngt niður með Orku frá Egils var komist að þeirri niðurstöðu að þetta ástand í íslenskri pólítík væri alls ekki mér að kenna og heldur alls ekki mér að neinu leiti að þakka.
Því var sú ákvörðun tekinn án nokkurs samráðs og algerlega án utanankomandi þrýstings að halda heim á ný.
Eftir á að hyggja sé ég þetta var það besta ákvörðunin í stöðunni eins og hún var meðan hafragrauturinn kraumaði í pottinum í morgun. Var ég því afar sáttur við daginn.
Furðulegt samt hvað afskaplega fáir voru á ferðinni á þessum slóðum í dag, t.d var ég einn upp á skjaldbreið í þann hálftíma sem ég dvaldi þar og það man ég ekki eftir að hafi nokkurn tímann gerst áður.
Myndirnar stækka ef smellt er á þær, best að smella tvisvar.
Snævi þakinn Skjaldbreiður framundan.
Frábært veður og færi.
Kominn í meiri og flottann snjó.
Útsýni frá toppnum.
Þar sem enginn var með, þá tók ég bara mynd sjálfur.
Fyrir löngu síðan var mér sagt að þessi hóll á toppnum væri kallaður "pungurinn"
Sól farin að síga og best að koma sér heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24.1.2009
Upprifjun.
þessi mynd er tekin við Tungná þegar ég var að koma ofan af Vatnajökli 2005. Eitthvað var ég óþolinmóður að velja stað til að fara yfir og ákvað að demba mér þarna út í enda ósköp sakleysislegt að líta.
Þegar þarna var komið fannst mér líklegt að ég myndi skemma afturenda bílsins þegar ég færi alla leið út í og ákvað að bakka upp úr aftur til að finna hentugri stað, en um leið og ég set í bakkgír brotnaði framdrifið og þarna sat ég því fastur.
Afskaplega leiðinlegt moment og fékk ég gusurnar af hlátrasköllum, enda ekki alveg á hverjum degi sem maður nær að festa sig svona asnalega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.1.2009
Feðgar sáttir.
Sonurinn er kominn heim eftir aðgerðina og gekk allt rosa vel. Aðgerðin sjálf tók 5 tíma og var drengurinn hreint út sagt ótrulega fljótur að koma sér á lappir.
Það er með hreint ólíkindum hvað hægt er að bjóða svona litlu kríli upp á áður enn svo mikið sem örlar á óþolinmæði. (líklega komið frá mér). Hann er ekkert að fara á leikskólann fyrr en eftir ca 6 vikur, svo maður reynir að stytta honum daginn eins og hægt er.
Ég vil hrósa öllum á barnadeild LSP þið eruð öll meiriháttar, þó svo þið haldið öll meira og minna með Man.Utd. Enn síðasta kvöldið okkar var Liverpool að leika við Everton í deildinni og var öllum mikið skemmt við að reyna að trufla mig við áhorf á leiknum og mér mikið strítt að Liverpool hafi ekki náð að vinna leikinn.
Enn mikið assgotti er gott að vera kominn í sitt eigið rúm.
Læt svo fylgja með 2 myndir af hetjunni af spítalanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13.1.2009
Landspítalinn framundan.
Guðbjörn Smári sonur minn er að fara í aðgerð á Lsp. Morgundagurinn fer í skoðun og undirbúning og svo er ráðgert að skera hann á Fimmtudagsmorgunn. Þar sem þetta er stór aðgerð er áætlað að hann þurfi að vera á spítalanum minnst 10 daga eftir að aðgerðin hefur farið fram.
Ég mun því þurfa að taka sæng mína og kodda og sofa hjá honum þennan tíma sem hann dvelur þarna, þar sem við konan erum með ungabarn heima sem er á brjósti.
Það er einhvernvegin svo skrítið með það að þó maður hafi í dágóðann tíma vitað af þessari aðgerð hefur maður einhvernveginn ekkert verið að hugsa voða mikið um þetta, en þegar svona stutt er orðið í þetta er ekki laust við að maður sé orðin nett stressaður, eiginlega er nett ekki rétta orðið því maður finnur orðið fyrir kvíðahnútnum í maganum allan daginn.
Mikið annað er á döfinni, enn ég hef verið að eyða deginum í dag við að fresta sem mestu fram yfir þennan tíma.
Það mun þess vegna afar lítið fara fyrir mér á þessari síðu næstu daga. Ekki nema ég rétt kíki hérna og segi ykkur frá hernig heimiliuslífið hjá okkur feðgum gengur á nýja "bráðabirgðaheimilinu"
Þið öll hafið það sem best.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 10.1.2009
Óþokkabragð!!!
Eins og eðlilegt er á öllum heimilum vill það gerast að valdabarátta gerir vart við sig milli syskina. Ég man það t.d að litlu systur mínar slógu oft á tíðum á ráðin með að gera eins lítið úr mér og hægt var, og get ég staðfest það að ansi oft voru afar vafasamar tilraunir gerðar til að láta mig líta ílla út.
Nú gerðist það hér á þessu heimili að við konan vorum að reyna að stilla til friðar milli 9 ára stelpunar og 2 ára stráksins. Þá voru þessar týpísku setningar notaðar að hann væri svo lítill að hún yrði að taka hann á æðruleysinu. Það varð úr að hún tók hann í fangið og fór með hann upp á efri hæðina, allt datt í dúnalogn og mikill friður og kærleikur virtist umlykja syskinin.
Þegar hann kom svo röltandi niður stigann var hann uppáklæddur eins og stelpa. Gott ef ekki var búið að mála hann eitthvað líka.
Mömmunni var skemmt, enn eiginlega er ég enn í sjokki. Þetta er það lágkúrulegasta það sem ég hef orðið vitni af. Ég heimtaði að allir broskallar sem stelpan væri búin að vinna sér inn yrðu þurrkaðir út og hún myndi byrja í mínus 30.
Ég marg ítrekaði við bæði konuna og dótturina hvað svona óþokkabragð gæti haft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið enn þær ýttu mér bara út í horn og fóru að mynda peyjann í bak og fyrir.
SVONA GERIR MAÐUR BARA EKKI!!!!
Og þið feministar vogið ykkur ekki að tjá ykkur um þetta hérna á síðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)