Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 18.2.2009
Gerðu það sem þú ert að gera í dag.
Allir þeir sem kaupa fíkniefni eru að gera mistök.
Hvernig væri Ísland í dag ef einginn sem keypt eða neytt hefði fíkniefna gæti unnið á opinberum stöðum? eða mætti vinna við sjónvarp.
Að mínu mati hefði Björn Jörundur ekkert átt að útskýra það fyrir þjóðinni áður enn hann settist að gerð sjónvarpsefnis að hann hefði keypt fíkniefni. Þjóðinni kom það ekkert við.
Björn haltu áfram að gera það sem þú ert að gera í dag og vertu stoltur af því.
Ekki kaupa eða neyta fíkniefna aftur. Þú þarft þess ekkert.
![]() |
Björn Jörundur viðurkennir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 16.2.2009
Djöfull var ég fúll.
Ég þarf að gera játningu, ég hef aldrei orðið eins tapsár og aftir að KR tapaði þessum leik þ.e.a.s í karlaflokki.
Ég hafði gjörsamlega allt á hornum mér, neitaði jafnvel að borða kvöldmatinn. Gremjan einhvernveginn sauð í mér í allt gærkveldi. Fyrir mér var þetta gríðarlegt áfall. það er það alltaf þegar maður tapar bikar. Ég held að það hefði verið betra að tapa á móti einhverju stórliði, en Stjarnan er ekki stórveldi, ekki í neinni einustu íþrótt.
Ég ætla að skella skuldinni á Benna þjálfara, leikmenirnir eru til staðar getan er til staðar og ef þessi mannskapur er ekki á tánum er það Benna hlutverk að koma mönnum í gírinn.
Ég veit ekki hvort hann var að skenka strákunum te í hálfleik alla vega náði hann ekki að keyra strákana upp. Það er eitthvað a, við erum búnir að tapa tveim leikjum í röð og nú krefst ég þess að þetta stoppi.
Annars skiptir það ekki máli fyrst við náðum ekki þessum bikar, kannski íslandsmeistara titillinn verði einhver sárabót.
STRÁKAR, ÞETTA ER EKKI KOMIÐ. DRULLIST TIL AÐ STANDA Í LAPPIRNAR!!!!
Ég er samt allur að koma til, en helvítis hnúturinn kom í magann aftur í morgun þegar ég sá svart hvítu treyjuna mína í forstofunni. Ég hugsaði með mér, er ekki hægt að endurtaka þennan leik?
Ég bað dótturina um að henda henni inn í þvottahús fyrir mig. Hafði einhvernveginn ekki dug að gera það sjálfur.
Valla og börnin mín kær: Fyrirgefið hvað ég var leiðinlegur.
Stjörnumenn til hamingju.
![]() |
Bikarkeppni KKÍ, myndasyrpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15.2.2009
Ný síða.
Komiði sæl og blessuð.
Langar að benda ykkur sem áhuga hafa fyrir því að ég var að setja upp nýja heimasíðu. Ekki það að ég ætli að hætta að blogga hér heldur er þetta síða þar sem ég kem til með að geyma myndir af ferðalögum og þar mun ég setja inn allt í kringum áhugamálið.
Endilega kíkið á þetta.
slóðin er: http://partusinn.123.is svo er tengill á hana hér til hliðar. Segið mér endilega hvernig ykkur finnst.
Kvittiði og svona.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 15.2.2009
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!!!
Ef maður reynir að sega frá þessu, þá stamar maður bara.
Ég hef aldrei á ævinni séð aðra eins græju. Þetta er svo fullkomið leiktæki á fjöllum að........Nei nú byrja ég bara allur að titra.
SJÁIÐI BARA SJÁLF!!
FRÁ YAMAHA KEMUR
2010 FX Nytro MTX SE 162.
SKIDOO - POLARIS - LYNX - ARCTIC
FÆRIÐI YKKUR FRÁ!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14.2.2009
Hættiði þessu rugli.
Hvaða árátta er þetta hjá okkur að við getum bara skotist út með skíðapakkann okkar og gert einhver stórafrek á skíðum?
Svo furðulegt sem það hljómar þá búum við á Íslandi, það eitt og sér ætti samkvæmt kortinu að gera okkur að afreksmönnum á skíðum. Enn þó við búum hér vantar okkur kannski æfingaraðstöðu, sem er eiginlega furðulegt. Við höfum Bláfjöll, en þar sem þau eru lokuð 10 mánuði á ári þykja þau ekki sélega hentugt æfingarsvæði.
Akureyri?? Þar er opið eitthvað aðeins lengur og þar er bara búinn til snjór ef hann vantar, en einhvernveginn hefur aldrei skíðamaður slegið í gegn þaðan, fyrir kannski 4-5 medalíur á Bra-bra leikunum.
Muniði eftir Kristni Björnssyni? Hann var ekki bara íslendingur, Nei,nei hann var frá ÓLAFSFIRÐI!! Hann eiginlega fæddist með skíði á löppunum, en það dugði ekki til. Hann datt og datt og datt og var ekki einu sinni með hjálm á hausnum.
Þessir keppendur okkar þarna úti virðast ætla að ná að feta í fótspor hans, ég ætla bara rétt að vona að þeir séu gáfaðri enn okkar hetja fyrr á árum og noti viðurkenndan öryggisbúnað.
Ég held að maður frá Jamaka sem færi í 3 vikna æfingabúðir til að læra á smellurnar á skíðaskónum myndi ná lengra enn íslensku víkingarnir sem fæðast í frosti og kulda.
Einbeitum okkur frekar að ungu krökkunum sem eru með Ipot í eyrunum og bretti á löppunum, þeir eru góðir.
![]() |
Janka fagnaði sigri í stórsviginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12.2.2009
Síminn hefur ekki stoppað.
Fljótlega eftir kl 11 í morgun byrjaði síminn að hringja:
Góðan dag ertu að leita að bíl í skiptum við sleða?
Góðan dag get ég skoðað hjá þér sleðann?
Góðan dag Ég er með rosa flottan bíl handa þér.
Ég fór að útskýra fyrir fólki að ég ætti bíl og hefði afskaplega lítinn áhuga á að skipta sleðanum mínum fyrir bílgarm. Þegar ég fór svo að athuga málið eftir að vera búinn að afþakka eina 15 bíla komst ég að því að einhver hefði náttúrulega verið að atast í mér og auglýst sleðann minn til sölu og ég vildi endilega eignast einhvern bíl í staðinn.
Rúmum 2 klst síðar byrjaði ballið aftur og fólk hafði gríðarlegan áhuga á að skoða þessa nýsmíðuðu kerru sem átti ekki að kosta nema litlar 40.000 krónur og mátti borgast með visa/euro greiðslum.
Í þessum töluðu orðum er ég að svara í vinnusímann hjá mér þar sem fólk er að falast eftir vélsleðagalla frá toppi til táar, mér langar ekki einu sinni að vita verðið á honum.
Eina haldbæra skýringin á þessu er að þeir sem hafa séð mig þjóta um á sleðanum vilji losna við mig af honum sem fyrst, svona getur öfundin farið ílla með menn.
Verð að þjóta síminn er að hringja!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11.2.2009
Eru engin alvara í einu né neinu lengur?
Ég tók þá ákvörðun um að mynda mér ekki skoðanir á þessu rugli öllu og alls ekki eitra bloggið mitt með þessum skrípaleik. Ég á alveg nóg með mitt.
Enn engu að síður lítur þetta þannig út fyrir mér að gráhærða konan og sköllótti kallinn hafi komið sér saman um að taka ærlega til í því sem þau kalla spillingu og geta svo hrósað sér í komandi kosningum.
Hafa þau því sest niður á kaffi París og skrifað ósköpin öll af bréfum til hinna og þessa þar sem stendur að viðkomandi sé rekinn. Enn einhvernveginn hlæga bara bara allir af þessu og sega ég hætti bara þegar ég vill.
Má þetta? Er það furða að maður vilji ekkert af þessu vita.
![]() |
Vill að Eiríkur hætti strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11.2.2009
Nokkuð góður dagur.
Það var búið að spá rosalegu björtu og fallegu veðri í dag og því ákváðum við félagarnir að kíkja á Eyjafjalla og Mýrdalsjökul. Eitthvað fór spáin fyrir ofan garð og neðan því ekki komumst við af Eyjafjallajökli yfir á Mýrdalsjökul sökum slæms skyggnis. Gerðum samt rosa fínan dag.
Það er eiginlega best að láta myndirnar tala sínu máli.
Goðasteinn á Eyjafjallajökli.
Félagarnir í kaffi með útsýni yfir Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar
Brugðið á leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 7.2.2009
Skrapp rúnt með elstu börnunum.
Fór með Birgi Þór og valgerði Selmu upp á heiði og leyfði þeim að taka aðeins í sleða. Strákurinn er búinn að vera að biðja um að fá að fara með mér í eina alvöru ferð í vetur, og ætlaði að sanna þennan dag að hann væri gjaldgengur. Mér finnst hann vera of léttur ennþá til að stjórna sleða upp á hálendi, en djöfuls keyrari er hann orðinn. Það fer að koma tími á að hann komi með.
Hér eru 2 stk video af kauða.
Þessi elska tók sig vel út og var eitt bros allan daginn.
Fyrir mér í dag eru þetta forréttindi að geta eytt degi með börnunum við leik fjarri skarkala borgarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2.2.2009
Jasmine er látin.
Jasmine lést í nótt sem leið langt fyrir aldur fram eða aðeins um árs dvöl í þessum heimi. Jasmine verður sárt saknað og á eftirlifandi maður hennar Aladdin hug okkar allan núna.
Erfitt er að fylla skarð svo mikillar vinar eins og jasmine var og skemmst að minnast allrar löngu stundirnar sem ungviðurinn á heimilinu átti við að horfa á hana leika listir sínar svo full af lífsgleði og kátínu.
Sjálfur átti ég mikil samskipti viðð Jasmine og þau skötuhjú þar sem yfirleitt kom í minn hlut að þrífa litlu glerkúlu þeirra hjóna, ekki laust við að skrítið verði að þrífa kúluna án þess að hennar njóti við.
Þeim sem vilja minnast Jasmine og veita ungviðinu á heimilinu samhug er bent á að ef einhver veit um lítið alvöru fiskabúr á vægu verði mindi það veita ómælda hjálp í allri þeirri sorg sem umlikur þeirra litlu hjörtu. Svo ekki sé talað um Aladdin sem á við sárt að binda núna og syndir einn í sorg sinni í litlu kúlunni sinni.
Ég hef reynt í allann dag að ná sambandi við hann en hefur það reynst erfitt og á sorg hans örugglega einhvern þátt í því.
Blessuð sé minning Jasminar og megi hún hvíla í friði hjá öllum hinum gullfiskunum á himni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)