Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 2.4.2009
Tímaritið Vikan á líflegu nótunum.
Ég var að fletta í gegnum nýjasta hefti Vikunnar og þar auglýsa þeir að með blaðinu fylgi heilar 8 góðar lífsreynslusögur.
Ekki er nú beint hægt að sega að Vikan sé á upplífgandi nótum þessa vikuna í allri kreppunni, því þessar sögur eru:
1. HÖFNUNIN REYNDIST ERFIÐ
2. FÉKK EKKI AÐ KVEÐJA DÓTTUR MÍNA.
3. VERNDARENGILL MARGRÉTAR.
4. Í LEIT AÐ LÍFSHAMINGJU.
5. ÞOLDI EKKI SVEITALÍFIÐ.
6. TÖFRUM SLUNGIÐ KVÖLD.
7. AÐSKILIN Í ALDARFJÓRÐUNG.
8 MAÐURINN MINN VILDI EKKI BARNIÐ OKKAR.
já það er ekki slæmt í allri kreppunni og volæðinu sem gengur yfir land okkar og þjóð að setjast niður við kertaljós og lesa eitthvað uppigilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 2.4.2009
Ég er á lífi.
Hef verið með þráðlát eymsli í öxl sem leiðir niður í brjóstkassa eftir árekstur við ljósastaur s.l Laugardagskvöld ekki skamma mig, þetta var mikið meira staurnum að kenna en nokkurn tíma mér.
Strákurinn minn sem er 3 ára er afskaplega duglegur að minna mig á það nokkrum sinnum á dag að ég hafi brotið bílinn hans afa síns, segir það eiginlega öllum sem hann kemst í návígi við, það er orðið soldið neyðarlegt að farameð hann á leikskólann.
Það var nú samt þannig að þetta tiltekna Laugardagskvöld var ég að vinna með starfstúlku hjá mér sem er ný komin með bílpróf og hún var eitthvað nerfus við að aka heim því það fór að kafsnjóa, ég hafði mikið fyrir því að útskýra það fyrir henni að ég væri frá Akureyri og þetta kölluðum við ekki snjó, við Akureyringar værum þeir einu sem kynnum að aka í hálku.
Það var svolítið vandræðalegt að útskýra þetta svo allt fyrir henni eftir helgina.
Seinnipartinn í gær og í allann dag hefur öxlinn háð mér mikið og sársaukinn þannig að ég hef átt erfitt með svefn. Því er suðað í konunni sem er hjúkrunarfræðingur að fá nudd en það er nú eins og sagan af rafvirkjanum sem var alltaf með kertaljós heima hjá sér.
En hafið ekki áhyggjur af mér, ég næ mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30.3.2009
Ég líka!!
Skemmtileg tilviljun, ég hef nefnilega líka unnið á hamborgarastað. Þessi snót segir að hún hafi hætt vegna þess að hæfileikar hennar hafi nýst betur annars staðar til að græða pening.
Þetta hélt ég einmitt líka sjálfur, líklega hefði maður bara átt að steikja áfram. Enn takk fyrir þessa frétt MBL-ingar, ég hélt ég væri einn svona skrýtinn.
![]() |
Vann á hamborgarastað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 22.3.2009
KSÍ, ekki gera svona aftur.
Hér voru bakaðar amerískar pönnukökur og íslenskar vöfflur og ekkert til sparað með meðlæti, síróp,sulta og rjómi. Tilefni var að á dagskrá voru tveir landsleikir og ákveðið að búa til almennilegt sunnudagskaffi með leikjunum.
Fljótlega eftir að fyrri landsleikurinn hófst milli íslendinga og Færeyjinga runnu á mig svo margar spurningar að það væri allt og langt mála að telja þær allar upp hér.
Aðalatriðið finnst mér að KSÍ hafi látið skrá þetta sem landsleik, þetta var enginn helvítis landsleikur. Íslendingar mættu með c liðið og Færeyjingar með B lið sitt, reyndar voru 2 leikmenn þar sem ekki spila með félagsliði. Af hverju var verið að leika þennan leik?
Menn hljóta að hafa gríðarlegar áhyggjur af framtíð landsliðsins ef við getum ekki teflt fram mönnum sem geta ekki unnið B lið Færeyjinga, og fá varla færi til að skora mörk.
Megnið af þessum leikmönnum koma ekki til með að spila alvöru landsleiki fyrir Íslands hönd, til þess eru þeir einfaldlega ekki nógu góðir. Nú er síðasta vígið okkar fallið, við höfum tapað fyrir Færeyjingum. Það er ekki til sú þjóð í heiminum sem við höfum ekki tapað fyrir.
Reyndar hefði verið mikið nær að láta KR spila æfingaleik við Færeyjinga ég er klár á að það hefði þótt meira áhugavert en þetta prump. Það á reyndar að vera skylda KSÍ að útvega þeim liðum sem sigra Lengjubikarinn eða verða Reykjavíkurmeistarar einhvern svona alvöru leik. Þá væri meir en sniðugt að láta félagslið spila á móti lakari landsliðum.
Ég ætla ekki að nefna nein nöfn til að hneykslast á því vali, enn í þessum hrylling voru það KR-ingar sem voru bestu menn Íslands. Það þarf samt meira en 3 KR inga til að vinna heilt landslið Færeyjinga.
Og það er alveg hreinn sannleikur að ég var svo íllur út í þessa vitleysu að ég gaf allar vöfflurnar og pönnsurnar í næsta hús.
Hins vegar var hinn landsleikurinn í lagi enda kannski aðeins mikilvægari en þessi hommaleikur í fótboltanum. Guðmundur Guðmunds. er ekkert að láta menn sem ekki koma til greina í landsliðið spila landsleik, hvort sem það er í undankeppni eða æfingarleikir, það væri hrein tímasóun og vanvirðing við leikmenn.
Handboltaleikurinn var skemmtilegur á að horfa og þarna voru leikmenn sem voru allan tíma að reyna að sanna það fyrir okkur þjóðinni af hverju þeir ættu að klæðast landsliðstreyju 'Íslands.
Verst að hafa ekki vöfflurnar í þeim leik.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20.3.2009
Stórveldið tekur á sig mynd.
Þetta er orðið ansi spennandi lið og ekki spurning að á pappírum er þetta sterkasta lið landsins.
En það er nú einu sinni þannig að það sem stendur á pappírunum er ekki alltaf nóg eins og stórveldið hefur marg oft sannað.
Gríðarleg barátta verður milli manna um fast sæti í liðinu og svo er það líka þannig í sumar að gríðarleg samkeppni verðu milli manna um stöður því mikið af leikmönnum getur spilað fleiri en eina stöðu þó svo þeir vilji bara einhverja fasta stöðu.
Það verður fróðlegt hvort þessi samkeppni verði liðinu sjálfu til góðs eða ekki.
Írskur ungur knattspyrnumaður var að spila sinn fyrsta leik í kvöld í æfingaleik við Gróttu og mun Logi ákveða um helgina hvort samið verður við hann. Þetta mun vera miðjumaður og þá eru þeir ekki nema ca 20 miðjumenn hjá liðinu núna, skyldi vera búið að stytta vellina?
Enn Bjöggi er drengur sem á hvergi heima nema hjá KR og held ég að allir andi nú aðeins léttar.
Svo má nú góður bloggvinur minn gleðjast yfir því að nú spilar ÞÓRSARI hjá stórveldinu.
Til hamingju þórsarar langt síðan knattspyrnumaður hefur náð svo langt, reyndar var það sami leikmaður sem náði svo langt síðast en það var einmitt þegar hann lék síðast með stórveldinu.
![]() |
Björgólfur Takefusa samdi við KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14.3.2009
Ha,ha,ha,ha YESSSSSSS!!
Ég hef alltaf haldið því fram að þetta er besti þjálfari sem við íslendingar eigum. Hann varð náttúrulega í guða tölu hjá mér eftir að hann gerði KA íslandsmeistara 1989. Beit víst eyrað af einhverjum í gleðinni, en það er allt í lagi.
Ég veit það ekki en mér finnst alltaf gaman af því þegar menn eru skitnir út af mönnum sem hafa ekki vit á því sem þeir eru að sega. Síðaustu mánuði hér heima í starfi hjá ÍA var Gaui umdeildur, allir kvörtuðu undan honum, Gaui sagði mönnum hvað væri að en þá fyrst trompuðust menn.
Hans tími er liðinn, búinn útbrenndur.
Vitið þið sem fylgist með knattspyrnu hvað Guðjón er að gera þarna úti? Það hefur enginn íslenskur þjálfari náð þessu sem Guðjón er búinn að afreka og trúið mér, hann er ekki hættur. Það er löngu sannað mál í knattspyrnu að ef þjálfari á að ná langt með lið sitt þarf hann að njóta virðingar, hann á að njóta vafans.
Eitt það fallegasta sem ég sá í knattspyrnunni hérna heima síðasta sumar var þegar gulldrengirnir, Armani tvíburarnir settu ÍA í fyrstu deild. Þetta var þá ráðið sem stjórn ÍA hafði, reka Gaua og ráða glaumgosa. Var þetta þá auðveldari leið en að hlusta á Guðjón?
Hér er mynd af Guðjóni með bikar sem hann fékk á dögunum, þjálfarar og leikmenn liða í 2 deildinni ENSKU!!! fannst hann besti þjáfarinn í Febrúar. Vantar samlíkingu? jú svipaður árangur og Eiður Smári hefur náð á öllum sínum ferli sem knattspyrnumaður.
![]() |
Guðjón ánægður með sína menn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12.3.2009
Hlustið ekki á manninn.
Mér finnst afskaplega ósmekklegt af manninum að bjóða almenningi að fjáfesta í þessari matvöruverslun.
Eru ekki allir búnir að fá nóg af áhættufjáfestingum? Af hverju kemur maðurinn ekki bara og byrjar með tvær hendur tómar eins og Bónus feðgarnir? Nei hann nennir örugglega ekki að vera að standa í svoleiðis vitleysu, heldur biðlar frekar til annara með fjármag.
Gerald minn. Farðu bara í bankann þinn og sæktu um yfirdrátt eða notaði þitt eigið sparifé sem þú ert búinn að vera að safna í Flórida.Þú mátt nú gera ráð fyrir að þú þurfir aðeins að hafa fyrir hlutunum, ætlar þú sjálfur að standa í gallabuxum og afgreiða?
Það gerðu þeir sem opnuðu fyrstu lágvöru verslunina.
![]() |
Jón Gerald kynnir Smart Kaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 11.3.2009
Engar fréttir góðar fréttir.
Fjöldskyldan tók þá ákvörðun í fyrradag að eyða páskunum á Akureyri og eins og okkur er siður þá er fyrirvarin skammur og þegar leitast var við að fá einhverstaðr íbúð á leigu yfir hátíðirnar komumst við að því að leiga á íbúð 3 nætur er nánast sú sama og útborgun í 3 herbergja raðhúsi.
Það lítur því út fyrir að við eyðum bara páskunum í kotinni okkar eða einhverstaðr í bústað hérna sunnanlands.
Annars allt gott að frétta. Nú er maður farin að bíða spenntur eftir hvernig stórveldið KR verður skipað leikmönnum næsta sumar og er það eiginlega orðin brandari að ekki skuli eiginlega vera komin einu sinni 70% lið.
Reyndar fengum við ekki leikheimild í efstu deild í vikunni, átti eftir að ganga frá einhverju. RUGL og ekki vinnubrögð sem menn ættu að vera stoltir af.
Við krakkarnir skelltum okkur út í snjóinn óg bjuggum til þennan líka flotta snjókarl sem Guðbjörn sonurinn skýrði strax Snjólf. Efti rúmlega sólarhring var kominn slagsíða á kallinn og hangir hann enn uppi með öxlina utan í húsinu, er það álit okkar að kallinn hafi fengið reykeitrun.
Krakkarnir heimsóttu húsdýra garðinn í vikunni og þar ætlaði Guðbjörn að afhenta kálfunum allar snuddurnar sínar að gjöf, þar sem strákurinn sagðist hættur að nota þær.
Eitthvað leist honum ílla á aðstæður og lenti honum upp á kant við einn íbúann þannig að ganga þurfti á milli. Hér býður drengurinn samt sem áður fram sáttarhönd.
Enn snuddurnar tók drengurinn með sér aftur heim, greinilegt að kálfarnir verða að haga sér eitthvað betur ef þeir ætla sér að eignast þetta snuddusafn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23.2.2009
Ég man öskudagana í denn!
Ég var að hlusta á síðdegisþátt Bylgjunnar og þar var verið að ræða við einhverja karluglu sem sagði frá því hvernig öskupokarnir voru notaðir hérna áður fyrr. Vildi hann meina að fólk hefði safnast saman utandyra og verið að fleygja ösku í hvert annað og hengt svo öskupoka í vini sína sem innihélt ösku.
Þetta er allt samn bölvað rugl í manninum, hverskonar fíflagang heldur maðurinn að fólk hafi verið að stunda hérna áður fyrr?
Sko þegar ég var í yngri bekkjum grunnskóla tíðkaðist það að maður eyddi svona 4-5 stærðfræðitímum í að sauma poka, svo skrifaði maður niður ástarjátningar á miða og stakk í pokann, þegar maður var svo búinn að játa ást sína á svona 4-5 stelpum rétti maður upp hönd og bað kennarann leyfis að fá að skreppa á klósettið. Þá rauk maður í fatahengið og reyndi að muna og finna úlpur draumadísinnar og hengdi pokann vandlega í flíkurnar.
Nú ef það var poki þar fyrir, þá auðvitað stal maður honum og setti sinn í staðinn.
Svo kom það fyrir að maður fékk sjálfur poka og þá stóð yfirleitt: Láttu Sibbu og Grétu vera hálvitinn þinn!!
ÆJJI það var svo einfald að vera 11 ára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19.2.2009
Hvor helvite!!
Hvað er með þessi flugfélög þarna úti? Annað hvort er áhöfnin týnd, flugstjórarnir vita ekki hvaðan þeir eru að taka á loft eða þeir nást með fulla bakboka af kókaíni. Ef svo tekst að finna nokkuð heillega áhöfn þá koma farþegarnir ælandi og spúandi niður langanginn með kúkinn í brókinni.
Ég þakka nú bara fyrir hvernig innanlandsflugið hér á fróni gengur, maður fer allavega nokkuð öruggur með krakkana til Akureyrar ennþá.
![]() |
Áfengi bannað í rússneskum flugvélum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)