Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 7.5.2009
Var framið rán?
Úffff.. aumingja Chelsea menn, ég vonaði að fá Barcelona áfram en maður getur ekki sýnt þann hroka að sega að réttlætið hafi sigrað í þessum leik.
Mörg mistök voru gerð og flest öll átti frændi okkar norðmaðurinn sem dæmdi þennan leik.
En engu að síður voru stæðstu mistök Chelsea manna að gefa leikmanni eins og Iniesta allt þetta pláss, 93 mín. liðnar, auðvitað bombar hann bara.
![]() |
Pique: Boltinn fór í höndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4.5.2009
Home alone.
Nú er konan búin í fæðingarorlofi, vetrarfríi, sumarfríi orlofi og hvað þetta heitir allt saman. Hennar fyrsti vinnudagur var í morgun og vaknaði ég því mjög snemma á mínum mælikvarða með 2 stráka heima og þurfti að koma þeim eldri á leikskóla en svo eyðum við yngri strákurinn deginum saman heima. Auðvitað rignir eld og brennisteini svo ekki getum við notað sólpallinn eða garðinn í afslöppun.
Þar sem þetta er fyrsti dagurinn hjá mér sem einskonar heimavinnandi húsfaðir var konan spör á heimavinnuna, allavega minntist hún ekkert á skúringar, bakstur eða tiltekt af neinu tagi.
Eiginlega finnst mér að aðlögunartíminn minn heima fyrir eigi að standa yfir í eitt sumar að minnsta kosti og því eigi ekki að liggja fyrir mikil heimavinna.
Annars er ég að hlusta á útvarpið og heyri að mikið af fólki er að hringja inn og suða um hitt og þetta, appelsín, bíómiða, og fleiri nauðsynjar. Skildi maður kannski bara eiga að stunda þetta fyrst maður er heima? Hringja í allar útvarpsstöðvar og reyna að vinna hitt og þetta þess á milli sem maður biður um óskalög og rífur kjaft?
Svo getur maður sýnt konunni þegar hún kemur heim hvað maður er búinn að vera duglegur að færa björg í bú, búinn að vinna kippu af appelsín, út að borða, bíómiða, að ógleymdum öllum afsláttarmiðunum sem maður væri búinn að klippa út úr dagblöðunum.
Allavega er stærsti áhyggjupakkinn núna hvort konan verði ekki kominn heim þegar KR tekur á móti fh í keppni meistarar meistaranna. Jú, jú hún hlýtur að taka tillit til þess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1.5.2009
Hvað "tryggir" þetta Frömurum?
Varla tryggir þetta þeim örugga setu áfram veru í úrvalsdeildinni, En þeir eru alla vega búnir að tryggja sér auglýsingasamning sem er örugglega með fullt af smáu letri eins og Sjóvá er von og vísa.
Vonandi tryggir þetta þó góðan árangur nema gegn Stórveldinu KR.
![]() |
Framarar sömdu við Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19.4.2009
Fyrsta klúðrið og ekki það síðasta.
![]() |
Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 19.4.2009
Valsmenn eða ÍA?
![]() |
Endurgreiða miða vegna hörmulegrar frammistöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13.4.2009
Páskadagur.
Þessi páskadagur hófst með látum og börnin hlupu um allt húsið í leit að súkkulaði eggjum. Fljótlega heyrðist öskrað af neðri hæðinni að aðstoðar væri óskað og það hið snarasta, ég velti mér á hina hliðina og gaf þau skilaboð að þau egg sem ekki fyndust á næstu 15 mín yrðu mín eign. Þessu var svarað með því að sænginni var svipt af mér og ég rekinn frammúr.
Fljótlega eftir hádegi skrapp ég út í garð og hófst 4 tíma þrif á grasflötinni og beðum, uppskar ég 4 ruslapoka af rusli. Húsið hjá mér stendur í enda og hefur gengið óvenjulega mikið inn í garðinn þar sem kannski veðrið hefur verið óvenjulegra í vetur enn oft áður.
Ekki látið mikið af myndum hér á bloggið undanfarið og bæti hér við nokkrum myndum frá deginum í dag og svo eina mynd af þeim yngsta þar sem hann setur upp einhvern skemmtilegasta svip sem ég hef lengi séð, skemmtilegt með þessi kríli að það er ekkert verið að leika neitt svona upplifa þau hlutina.
Myndirnar stækka ef smellt er á þær.
Njótið páskarestarinnar góðu bloggvinir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 12.4.2009
Súkkulaði veislan fer að detta inn.
Það logar gjörsamlega allt Moggabloggið út af styrknum sem Fl kallarnir gáfu Sjálfstæðisflokknum, það er eiginlega ekki hægt að lesa eitt einasta blogg lengur, ekki hægt að horfa á einn einasta fréttatíma, ekki lesa eitt einasta dagblað, ekki hlusta á einn einasta umræðuþátt Það er ekki hægt að fara út í búð að versla. Allstaðar er fólk að barma sér yfir þessu.
Ég held að þessum peniungum hafi verið vel varið, ég meina spáið í annars hefði þeim bara verið eitt í eina einkaþotuna enn, eða einhvern risa sumarbústað.
Skemmtilegur dagur í sportinu. KR vann og Liverpool vann. Er ekki lífið dásamlegt.
Á morgun munu börnin hlaupa um allt hús á táslunum og náttfötunum í leit að páskaeggjum, það verður meira fjörið, ég ætla ekki að gefa mig, þeim verður ekki gefin ein einasta vísbending þó þau verði farin að skæla og berja mann.
Og já við hjónakornin eigum eitt páskaegg saman. he,he,he já já já.
Get sagt ykkur frá því þegar Birgir Þór sonur minn sem var 8 eða 9 ára þá fékk páskaegg frá öllum öfum og ömmum, plat öfum og ömmum, frænkum og frændum eitt árið. peyjinn sat uppi með ein 9 stk af eggjum og harneitaði að láta eða geyma eitt einasta egg. Held það hafi tekið móður hans 3 vikur að koma honum niður á eðlilegt plan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.4.2009
Já...Nei Takk!
![]() |
Hinn fullkomni borgarbíll? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 7.4.2009
Belginn er víst búinn að kúka.
Ég er einn þeirra sem næ ekki að fylgjast með fréttum á 1-2 klst fresti eins og allir sem þykjast þurfa þess nauðsynlega.
Ég les yfirleitt Fréttablaðið áður en ég hleyp út á morgnanna og kíki svona kannski 2-3 á mbl yfir daginn. Svo nenni ég yfirleitt ekki að lesa mig þreyttann á kvöldin þar sem mér finnst fréttirnar orðnar of gamla þá.
Eitt finnst mér alveg stórfurðulegt og það er áhugi fréttamanna á hvenar einhver unglingsstrákur frá Belgíu hefur hægðir.
Málið er að hann náðist á Keflavíkur flugvelli fyrir nokkrum dögum með einhvert smáræði af dópi í maganum og síðan þá hafa fjölmiðlar keppst við að fylgjast náið með því hvenar hann kúkar og þá hvað miklu í einu. T.d las ég um helgina að eitthvað smá hefði skilað sér og svo nú í kvöld að allt sé komið og restin hefði runnið niður seint í gærkveldi.
Þá vitum við það en hvern andskotan kemur okkur þetta við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3.4.2009
Bíddu, fleiri miðjumenn???
Hérna strákar, er búið að stækka miðsvæðið eitthvað á knattspyrnuvöllum landsins? Held við séum komnir með á annan tug miðjumanna.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=74341
Enn bara algerlega stórfengleg upplifun að nú spilar KA maður með stórveldi allra landsmanna. Ég er svo glaður í hjarta mínu með það að ég er að tapa mér.
KA er nefnilega besta knattspyrnulið norðan heiða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)