Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 21.6.2009
Dagsferð að Skjaldbreið.
Fórum í dag dagsferð að Skjaldbreið og nágrenni, ágætis veður var en sólarleysið gerði þó svolítið hráslaralegt. Kíktum svo við á tjaldsvæðið á Þingvöllum og fengum okkur kaffi bolla hjá vinafólki sem dvelst þar um helgina.
Dóttirinn með Skjaldbreið í bakgrunn
Þetta litla þorp er aðsetur sleðamanna á veturna og stendur beint undir Geitlandjökli.
Skjaldbreiður í fjarska.
Slóðinn á miðri mynd liggur upp að Geitlandsjökli, sjaldgæft hjá undirrituðum að vera á þessum slóðum þegar snjólaust er.
Flott útsýni þrátt fyrir sólarleysið.
Létt fjallganga, stelpurnar léttu svona smáhalla ekki á sig fá, virkuðu eins og fjallageitur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.6.2009
Þórsmörk 5-7 Júní
Ég og krakkarnir fengum brottfararleyfi frá húsmóðurinni á heimilinu síðustu helgi og ákváðum að skella okkur í helgarferð. Fyrir valinu varð Þórsmörk og vorum við afar heppinn með veður Sól á Laugardag en skýjað á Sunnudag.
Fórum á Föstudagskvöldið og vorum komin heim í kvöldmat á Sunnudag. Gistum í stóra skálanum fyrstu nóttina en fengum svo inni í litlu smáhýsi seinni nóttina. Frábær aðstaða í Húsadal. Það eru kominn allavega 3 ár síðan ég skrapp síðast í Þórmörkina og einhvernveginn er maður alltaf jafn hrifinn af fegurðinni þarna.
Lítið var í ánum og dugðu 35" dekk vel, en þó var töluvert farið að bæta í Krossá á Sunnudags eftirmiðdag. Hægt að stækka myndir með að smella 1-2 sinnum.
Heil helgi með börnunum sínum í íslenskri náttúru er eitthvað sem engin sólarlandaferð nær að toppa.
Allir ferðabúnir spennt og (spennt)
Tekið fyrir neðan Lónið
Ein af kvíslunum á leið innúr.
Hér erum við á leið yfir Krossá
Fundum heitan (volgan) pott til að busla í.
Skruppum í litla göngutúra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.6.2009
Byrjaður að hjóla.
Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag voru konan og krakkarnir farnir í útileigu. Ég tók því fram reiðhjólið og skokkaði hundurinn með mér allstórann hring í kringum Elliðadalinn. Alls tók þessi hringur ca 2 tíma og sýndi hundurinn mér það enn einu sinni að hann er í mikið betri formi en ég.
Allavega grunar mig að harðsperrurnar verði eitthvað að angra mig á morgun.
Annars er ég alltaf að finna fleiri og fleiri gíra á hjólinu, held svei mér þá að þetta hálfsjálfskipt.
Nú eru allir fjöldskyldu meðlimir komnir á hjól og ekkert til fyrirstöðu að ná sér í holla hreyfingu. Guðbjörn Smári lærði að hjóla á nýju Íslandsmeti um daginn, það er búið að taka meiri tíma að kenna honum að bremsa en að komast áfram og halda jafnvægi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30.5.2009
Alkahólisminn getur verið hræðilegur ásýndar.
Menn hér á blogginu eru ansi fljótir að dæma bæði stúlkuna og foreldra hennar.
Þessi stúlka þarf alls ekki að vera slæm móðir.
![]() |
Þunguð kona ofurölvi í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 24.5.2009
Ég á mér von.
Í Fréttablaðinu á Laugardag er viðtal við sr. Guðna Már Harðarsson. Þar segir hann frá því að fyrir all mörgum árum keypti hann hlutabréf í fótboltafélaginu Stoke á Englandi.
Hann segir einnig frá því að hann hafi tekið peningana úr heimilis sjóðnum og ekki sagt konunni sinni frá því í mörg ár...Bíddu maðurinn er prestur, mega prestar þetta? Ég hefði nú bara aldrei þorað að koma fram og sega þetta.
Enn hvað um það, nú virðist sem sé vera að kaupin kunni að skila sér og það með hagnaði. Að vísu segir Gunnar Gíslason fyrrum stjórnarmaður í Stoke að peningarnir séu fastir í banka Kaupþings í Luxemborg. Enn muni skila sér.
Enn viti hvað??? Jááá, ég keypti nefnilega fyrir mörgum árum líka hlut í knattspyrnufélagi og það sem er að það knattspyrnufélag er miiiiklu betra en Stoke. Nefnilega KR-SPORT.
Ég sagði konu minni frá því strax á sínum tíma enn stal ekki peningunum undan og laug eins og presturinn. Því veit ég að ég verð ríkur einn daginn, já, já það gerist einn daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 20.5.2009
Kannski finnst eigandinn.
![]() |
Lögreglukórinn og stolnu hjólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18.5.2009
Smá pistill milli vinnutarna.
Síðustu dagar hafa verið sólríkir og er því leiðinlegt að geta ekki notið þeirra betur, en þegar svona veður kemur er aldrei meira að gera í vinnunni. Nú er komin tími til að taka fram hjólin og skoða perlurnar sem eru nálægt manni.
Þó náðum við að grilla og breyttum sólpallinum í matsal um helgina, sá yngsti var ekki alveg að fatta þetta samt.
Í kvöld fórum við tveir félagarnir í Frostaskjólið og sáum markalausann leik gegn Þrótti.
Mættum snemma til að ganga frá ársmiðum okkar og stúkusætum. Borðuðum svo í KR heimilinu fyrir leik.
Einhvernvegin spyr maður sig hvað er að þegar lið misnotar 14 hornspyrnur, 15 aukaspyrnur og tvo dauðafæri einn gegn markmanni. En einmitt þetta gerir knattspyrnuna skemmtilega.
Þó náðu mínir menn í Englandi að spila til sigurs. Svo finnst mér það endilega þurfa að koma betur fram þar sem bloggvinur minn ágætur fór grunsamlega fáum orðum um þann leik að mitt gamla félag KA á Akureyri gjörsigraði valdaklíkuna í þorpinu Þór.
Það kæmi mér ekkert á óvart að maður heyrði um að viðræður ættu sér stað um sameiningu liðanna. Það er þeirra svar við því þegar KA er komið með betra lið í einhverri grein, samanber hanboltann.
Guðbjörn fékk nýtt hjól og bróðir hans tók við lyklunum af gamla faratækinu hans, sem reyndar systir hans sem orðin 10 ára fékk nýtt. Er maður orðinn svona......Nei,nei ég er ennþá kornungur!!
Þessi mynd var tekinn við þá hátíðlegu athöfn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16.5.2009
Björk Andersen.
Langar að setja link inn á styrkatarsíðu hjá mikilli vinkonu mínni sem er með krabbamein. Þið getið lesið allt um hana hér og á þessari síðu er linkur inn á bloggið hennar.
http://toffarinn.blog.is/blog/toffarinn/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11.5.2009
GAMLI þÓRSARINN MÆTTUR.
Já góður sigur og nú er afar mikilvægt að fylgja þessu eftir, viljum ekki svona týpíska byrjun eins og síðastliðin 2 ár.
Enn ekki ætla ég að fara yfir gang leiksins mikið það er allstaðar hægt að sjá hann.
Enn gaman að koma í stúkuna aftur eftir vetrarfrí og Miðjan kom greinilega vel undan vetri, sungu og trölluðu frá byrjun og fengu alla til að standa upp og klappa Hélt samt að einhver nýjir textar yrðu sungnir.
Einnig létu menn vel í sér heyra í fyrri hálfleik þegar þeir voru óánægðir með frammistöðuna. Stúkan var farin að kalla á Gumma Ben um miðjan hálfleikinn. Drengurinn er bara guð í okkar augum. Reyndar voru mín fyrstu kynni af honum þegar hann lék með Þór á Akureyri og ég man vel hversu brjálaður ég var þegar drengurinn flutti suður og gekk í raðir Stjörnunnar.
Kaffið, Já kaffið var ekki í boði í hálfleik eins og alltaf og verður þú nú að framvísa gullkorti KR til að fá frítt kaffi, þetta finnst mér miður.
Enn það er hægt að fá það keypt í sjoppunni, sem mér finnst reyndar alltaf jafn mikið til skammar. Hún er allt of lítil og biðröðin þannig að það nennir engin að bíða og missa af fyrstu mínutunum í seinni hálfleik. Það koma sjaldan undir 2000 manns á völlin og þetta þarf að laga.
STÆRRI SJOPPU.
Mér fannst vænt um að sjá Björgólf fyrrum Landsbankakall koma á völlinn og setjast í stúkuna, það verður bara að fara á völlinn þó ílla gangi annarstaðar.
![]() |
Gummi Ben: Verðum að gera miklu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7.5.2009
Samúðarkveðjur.
Þetta eru erfiðir tímar hjá Hermanni föður og fjöldskyldu Ragnars. Ég vil votta þeim öllum mína innilegustu samúð og megi guð veita ykkur styrk til að takast á við þetta erfiða verkefni sem framundan er.
Ragnar valdi ranga leið, leið sem engum hefur farnast vel. En það er til lausn og vona ég fyrst og fremst að Ragnar nái að sameinast fjöldskyldu sinni hér heima og fái að taka út sína réttlátu refsingu hér, svo fjöldskyldan geti tekist sameiginlega á því að leiða Ragnar á rétta braut aftur.
Guð veri með ykkur.
![]() |
Sænskum ræðismanni falið að heimsækja Ragnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)