Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 12.8.2009
Ég skil ekki hvert er stefnt?
Ég hef svo sem aldrei legið á skoðunum mínum þegar kemur að knattspyrnu og nú ætla ég að gera alveg nýtt.
Ég ætla að giska á úrslit þessa leiks. Ég ætla þó ekki að koma með lokatölur, en samkvæmt þessu liði þá getur nákvæmlega ekkert komið í veg fyrir að við töpum þessum leik.
Þetta val á landsliðshópnum er fáránlegt og .......Æjii ég nenni ekki að pirra mig á þessu hérna.
![]() |
Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 11.8.2009
Er ekki einhver að gleyma einhverju?
Mig langar að vita nokkur atriði.
1. Hvers vegna fór hún frá USA án þess að fá samþykki föðurs?
2. Hvers vegna hefur faðirinn ekki fengið að sjá börnin sín í tæp 2 ár?
3. Langar börnunum ekkert að fá að umgangast föður sinn?
Þessi frétt er sett svoleiðis upp að hún hafi bara óvart lent á íslandi og bara ekkert heyrt í föðurnum í tæp 2 ár, svo bara allt í einu þá bara krefst faðirinn að fá að sjá börnin og vill að hún komi þeim til hans. En hún bara getur ekki sett börnin til hans og á ekki pening til að lifa. Samt vill bara pabbinn fá að sjá börnin. Þetta er náttúrulega bara helber dónaskapur í honum er það ekki?
Eigum við bara ekki að fá að vita alla söguna og nr. 1 að fá að heyra kannski hlið föðursins á þessu?
Þá fáum við kannski að vita hver er brotlegur og hver ber ábyrgðina.
![]() |
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 6.8.2009
Samstarf við stórveldið KR?
Ég hefði viljað sjá samstarf hjá KR og Crewe. Það myndi henta báðum liðum gríðarlega vel til að halda mönnum í leikformi.
Nú til að mynda verður 3 deildin úti varla hálfnuð þegar tímabilið hér heima verður búið. Get til að mynda ekki séð að það hefði verið verra fyrir 3-4 leikmenn Crewe að vera að spila með KR í UEFA keppninni.
![]() |
Kreppan bítur einnig í Crewe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5.8.2009
Við megum ekki einu sinni knúsa hvort annað.
Ég veit ekki með ykkur en ég eiginlega skil ekki þessa umræðu sem hefur verið áberandi undafarið að við íslendingar eigum að standa saman í þessu öllu sem dynur yfir okkur þessa dagana.
Hvernig getum við íslendingar staðið saman í þessu öllu þannig að það þjappi okkur saman eins og það er orðað?
Hvað þýðir það nákvæmlega að standa saman og hvað má ganga langt í því? Hvað gerist ef fólk stendur allt saman, jú þá myndast einhver ákveðin samheldni sem getur flutt heilu þorpin og fjöllin á bak og burt.
Síðast þegar mjög stór hópur hérlendis ákvað að standa saman og koma einhverju góðu af stað þá var heilli ríkistjórn sópað burt, menn reknir, ráðnir, og kallaðir öllum íllum nöfnum. En það var bara eingöngu vegna þess að ástandið var orðið þannig að við urðum bara að standa saman.
Hvað gerði þetta svo fyrir okkur öll?
Það lætur ekki nokkur heilvita maður sjá sig á Austurvelli í dag, því þá gæti einhver haldið að hann væri að mótmæ...... nei ég meina sýna samkennd.
Nú situr fólk bara á nálægðum kaffihúsum og skýlir sig á bak við sólgleraugun meðan það gjóar augunum skömmustulega yfir Austurvöllin.
Þýðir þetta kannski bara að ég eigi að banka upp á hjá granna, berja hann í öxlina meðan ég hleyp í fangið á konunni hans og sega að við séum í þessu saman og ekkert helvítis væl. Nei ætli hann léti ekki ná í mig í hvelli.
Ég man vel að ekki fyrir svo mjög löngu síðan birtust unglingar inn í verslunarmiðstöð hér í Reykjavík og buðu hverjum sem vildu upp á ókeypis faðmlag, ástandið var orðið þannig að nú skyldum við öll knúsa hvort annað. Enn nei, nei þá voru öryggisverðir sendir á staðin og fólkið rekið út. Það var svo mikil hætta á að þeir gætu stolið af fólki var sagt.
Gunnar í krossinum sagði að þetta væri allt vilji Guðs því hann væri svo vondur út í hvernig við hefðum hagað okkur á góðæristímum. Þess vegna brann líka Valhöll.
Ég hef fengið að kynnast mínum Guði aðeins aftur síðustu mánuði eftir að mér sinnaðist aðeins við hann og minn Guð kveikir ekki í húsum fólks af því að það sagði eða gerði eitthvað rangt.
Enn af hverju er þá Guð ekki búinn að redda þessum Icesave reikning fyrir okkur fyrst hann er að splundra þjóðinni? Skyldi einhver vera búinn að sýna honum hann?
Enn við getum allavega glaðst yfir því að það er stutt í næsta KR leik.
![]() |
Átak til kynningar á málstað Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 2.8.2009
"Kúkurinn í tjörninni.....
er ykkur að kenna" söng Miðjan stuðningshópur KR ásamt því að taka frumsamið lag eftir sjálfa sig sem heitir "OFMETINN" og fjallar textinn eins og gefur að skilja um Marel Baldvinnson leikmann Vals.
Ætla ekki að vera með neina textalýsingu af þessum leik um en um yfirburði KR má lesa á öllum helstu fréttamiðlum landsins. Meira að sega dómarinn gat ekki stöðvað leikgleðina þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir.
Fyrsta sjokk Valsmanna var náttúrulega að fá 1.300 manns á völlinn, það hafa þeir bara ekki lent í áður ef marka má ringulreiðina út á plani rétt fyrir leik. Aðeins ein lúga opinn fyrir miðasölu og var biðröðin kominn langleiðina út í Frostaskjól þrátt fyrir að 10 mín væru liðnar af leiknum.
Starfsmenn Vals voru greinilega ennþá að leita eftir áfallahjálp þegar flautað var til leikhlés því allar sjoppur voru mannlausar og aðeins ein opinn og þar voru 3 stúlkur við fermingu að afgreiða.
Þetta hlýtur að vera hægt að laga þegar næsti stórleikur verður háður, hvenar sem hann svo verður, það er allavega ekki útlit fyrir því á þessu ári.
Fyrsta skiptið sem ég fer á þennan völl og leist mér samt sem áður mjög vel á hann, virkilega hægt að laða fram flotta stemmingu í stúkunni, og vonandi punktuðu stuðningsmenn Vals hjá sér einhver atriði hvernig KR ingar gera þetta.
![]() |
Tvö rauð spjöld þegar KR sló Val út úr bikarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 1.8.2009
Skemmtilegt á Flúðum.
Ég hef verið staddur um verslunarmannahelgi á Flúðum, þar tókum við tveir félagarnir upp á því að taka þátt í svokallaðri furðubátakeppni.
Þar sem við vorum gestir á tjaldsvæðinu höfðum við ekki aðgang að verkstæði eða miklum efnivið. Þegar rúm klst. var í keppnina smöluðum við útilegudótinu saman og hnýttum í freigátu sem við "kölluðum "MARÍU MEY EA 007"
Botninn var úr plastborðinu ofan á það hnýttum við sólhlífina sem kom hvort eð er aldrei að notum vegna rigninga. 2 sólstólar voru svo settir ofan á og tillt niður með ströppum.
Þessu var svo öllu haganlega komið fyrir ofaná upplásinni traktorsslöngu sem góðviljaður heimamaður lánaði okkur.
Það er skemmst frá því að sega að hjarveikum var öllum létt eftir að við höfðum lokið keppni. Strax við sjósetningu urðum við fyrir fyrsta áfallinu, seglið (sólhlífin) fauk af vegna hávaðaroks og urðum við þá stýrislausir. Tók þá félagi minn sem ekki var alveg í kjörþyngd upp á því að róa með höndunum eins vitlaus maður, við þessar aðfarir setti hann okkur félagana og alla nærstadda í bráða lífshættu.
Þungur straumur Hvítár tók okkur og velti okkur milli bakka eins og skopparabolta, við þetta tóku stólarnir að týna tölunni ásamt því að loft var farið að leka úr slöngunni. Yfirsmiðurinn Sigurður var því búinn að klúðra öllu því sem hann átti að sjá um.
Við náðum þó landi, skríðandi, rennandi blautir og bátalausir rúmum 4 metrum neðar frá þeim stað sem við lögðum upp frá, já ekki langt farið en það þarf ekki að fara langt til að lenda í sjávarháska.
það skal tekið fram að þetta var fyrir tíma áfallahjálpar.
![]() |
Traktorstorfæra í blíðviðri á Flúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.8.2009
Komiði sæl og blessuð.
Jæja, jæja nú er kominn tími til að láta vita að maður er allavega á lífi. Hef ekkert verið að setja hérna inn vegna sumarleyfis og flakks. En nú á að skrifa eitthvað oftar.
Við Fjöldskyldan fórum í bústað í viku og nutum sveitalífsins til botns með sveitasundlaugaferðum, göngutúrum, jeppaferðum ásamt ofnotkun á grillmat. Hrikalega gott að komast úr amstri og basli hversdagslífsins og ná aðeins að sjá hvað maður á margt fallegt.
Auðvitað lágum við feðgar í pottinum og flögguðum KR fánanum meðan KR spilaði við Larissa úti.
Talandi um KR...Stórveldi Ísland í knattspyrnu, það er hrikalega gaman núna. Fyrir þá sem ekki voru á leiknum í gær á móti Basel, þá er algerlega ómögulegt að reyna að lýsa stemmingunni.
Veðrið, grillið, Stúkan, völlurinn,lætin, ALLT!!! En auðvitað er ekki hægt að útskýra þetta fyrir einhverjum sem aldrei hafa upplifað svona eins og Fram, Val, eða FH nú eða litlu liðunum út á landi.
Verslunarmannahelgina ætla ég svo bara að láta aðra um að stressa sig yfir, ég ætla dagsferð í Hvalfjörðin, vinna, sjá KR- Val í bikarnum og grilla svo heima.
Finnst ykkur ég kannski grilla aðeins of oft?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 7.7.2009
Ætli þetta hafi verið sýnt á breiðtjaldinu?
http://www.youtube.com/watch?v=FmL37CyM7tk&NR=1
![]() |
Metfjöldi tók á móti Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4.7.2009
ALDREI-ALDREI-ALDREI
Ég hef ekki lagt það í vana minn að horfa mikið á Man-united leiki, horfi frekar á stórveldi á borð við Liverpool og KR. En það er algerlega kristalstært eins og guð skóp heiminn að ég horfi ekki á Owen spila í treyju United í einhverjar 90 mínutur.
Ég hef reynt ítrekað í allan dag og er klukkan nú reyndar orðin 02 að nóttu að reyna að ná einhverri sátt við að sjá Liverpool drenginn, sem reyndar verður aldrei frægur undir öðru en að hafa spilað með Liverpool veifa fánanum á þessari hörmulegu ljósmynd sem er reyndar svo hrikalega ílla tekinn að ég vonaði lengi vel að þetta væri foto shoppað.
Hvað átti að reyna að ganga langt í því að drepa mann úr þunglyndi þessa vikuna, Gummi Ben átti að þjálfa Valsmenn, Owen að spila með United, og svo tapaði Magni frá Grenivík.
Megi þetta allt saman fara til he........
ÉG ER FARINN Á FJÖLL.
![]() |
Owen samdi við United til tveggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26.6.2009
Sigurður Lúther afi minn.
Ég var fá í hendurnar gamla minningargrein ritaða árið 1959 af Jóni Sigurssyni frá Ystafelli fyrir norðan um afa minn Sigurð Lúther frá Fosshól.
Minningargreinin er löng og þar kemur margt fram. En ég ætla aðeins að stikla á stóru úr ágripi þessarar greinar.
Þar segir orðrétt:
"Sigurður Lúther frá Fosshóli var landskunnur maður og ógleymanlegur. Hann var svo sérstæður og frumlegur, að um hann mynduðust þjóðsögurí lifandi lífi. Allar hnigu þær að hinu sama: Hve fljótur hann var að finna svör sem hittu beint í mark,hve hjálpfús hann var, drenglyndur og greiðvikinn. Ég efa að aðrir samtímamenn hansÍslenskir hafi aflað sér almennari vinsælla."
Margir þekktu þennan mæta mann og þegar þeir heyra nafnið mitt þá ósjálfrátt spyrja menn hvort tenging sé við það í Sigurð Lúther frá Fosshóli, svo þegar menn hafa fengið það staðfest þá koma sögur, margar sögur og gjarnan hef ég skemmt mér vel yfir þeim, enda sega þær allar frá því hversu góður afi var og hversu úrræðagóður hann var.
Það kemur glöggt fram að afi var bíladellukall, eiginlega svona jeppakall og það hef ég greinilega fengið frá honum.
Margar góðar sögur á ég frá þegar afi var að glíma við óveður en aldrei gafst kallinn upp á að keyra.
Oft sagði móðir mín heitin að gamli hefði vakað yfir mér ef ég lenti í einhverjum raunum í jeppaferðum mínum og ég held það sé staðreynd að þegar ég og Svava sysir mín lentum í bílslysi í hans slóðum fyrir all mörgum árum (Svava velti bílnum mínum) þá hafi afi stýrt því að ekki fór verr.
Einhverntíma heyrði ég sögu af því þegar hann keyrði óvart yfir ísilagt Ljósavatn í Ljósavatsskarði, en vegna veðurs sást aldrei út úr bílnum. Afi sagðist allan tíma hafa vitað hvar hann vær, vegna veðurs ákvað hann að fara styðstu leiðina. Fræg er einnig sagan um járnkallinn sem hann rak í gegnum gólfið á jeppanum og notaði sem bremsur.
Enn með þessari minningargrein sem ég var að fá í hendurnar fylgja nokkrar sögur af gamla sem ég hef ekki heyrt áður og verður gaman að glugga í þær.
Þess má til gamans geta að afi hét Sigurður Lúther Vigfússon og ákvað mamma að skíra mig alla leið í höfuðið á honum og því heiti ég Sigurður Lúther Vigfússon Gestsson.
Held að mamma heitin hafi fengið sér aðeins of mikið messuvín fyrir athöfnina, en það er bara gaman af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)