Færsluflokkur: Bloggar

FELUBLOGGARAR, HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?

Vissuði að það eru landsþekktir einstaklingar sem blogga, þetta er náttúrulega enginn frétt. Nema að ég er að tala um svona leynibloggara, já bloggara sem ekki vilja að almenningur viti að það séu þeir. Skiljiði, einmitt þetta er allsherjar samsæri sko.

Til að mynda veit ég um einn leynibloggara sem tjáði sig um sjálfan sig á síðunni sinni undir réttu nafni, kom þá ekki bloggvinkona hans og hellti sér yfir manninn sagði hann aumingja og svikara, hún vissi náttúrulega ekki að hún var að tala við hann sjálfann. Vininum var svo mikið um að hann sá sér ekki annan úrkosti nema fá sér bara einn sterkann og tók svo undir allt sem vinkonan sagði. Ha,ha,ha Frábært.

Ég vill ekki vera að fullyrða neitt, enn get þó upplýst að einstaklingar eins og........Nei ég vill ekki kjafta frá.

 


Það veit enginn neitt.

Það virðist allt vera hægt í borgarmálum, það má henda einstaka mönnum út ,heilum flokk jafnvel tveimur flokkum. Nú það er alls ekkert sjálfgefið þó kosið sé til 4 ára að einhver siti svo lengi.

Það má fara á bak við menn, ljúga,  sega bara hreint ekki neitt hvorki ljúga né sega satt.

Ég myndi vilja sjá svona meiri íþrótta þema í þessum stjórnmálum, núna til að mynda er eitthvað vesen með samstarfið, þá ætti að meiga að kaupa menn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi selja Gísla Martein í Kópavoginn og kaupa bæjarstjórann á Seltjarnarnesi í staðinn. Eins gætu hinir lánað Ólaf og keypt oddvitann í Grímsey. 

Hljómar kannski svoldið eins og það gæti aldrei gengið upp, enn það gengur hvort eð er ekkert upp.

Ég æstist allur upp í kvöld þegar ég sá starfsmenn borgarinnar lauma sér út um kjallara og bakdyr ráðhússins, sumir héldu því fram að Ólafur borgarstjóri hafi verið settur í skottið á sínum bíl þegar hann keyrði í burtu. (Óli þetta má ekki og getur verið stórhættulegt)

Ég er að spá í að prufa að mæta í svona gulu vesti í ráðhúsið á morgun og veifa höndum og þykjast vera að gera eitthvað sjá hvort öllum er ekki drullusama hvort einhver er í gulu vesti hangandi í ljósakrónunum og rífandi niður málverk. 


Þurfum við markverði á móti þjóðverjum?

Það hvernig við náðum að vinna heimsmeistarana með aðeins 7 varin skot er mér alveg hulin ráðgáta, það á nánast ekki að vera hægt.

Við þurfum líklega bara ekki markvörð þegar við spilum við Þjóðverja.


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YESSSS..

Drengurinn er kominn á koppinn!

Hann er nú ekki Lúthersson fyrir ekki neitt!!!  Þarna situr hann bara eins og hann hafi fundið upp koppinn.Júlí 2008 1


Saga af dónalegri konu.

Góður vinur minn einn sem er verslunarstjóri í einni af betri kjötbúðum hér á landi er með eindæmum þjónustulundaður, eiginlega er það þannig að kúnnarnir eru oftar enn ekki farnir að biðja um hann til að láta afgreiða sig.

Upp á síðkastið hefur kona nokkur komið og notið þjónustulundar hans, eiginlega er hún svo ánægð með hann að hún hefur komið sér ferðir og gefið honum bjórkippu eða rauðvínsflösku.

Þetta er afar fallegt af henni,  enn það er galli á gjöf konu, því þessi vinur minn er alkahólisti og hefur ekki drukkið dropa í um 9 ár. því njóta vinnufélagar hans  góðs af örlæti konunnar, og hoppa þeir alveg af kæti þegar þeir sjá hana koma inn í búðina. Þó fannst einum nóg komið og ákvað að láta konuna góðu góðfúslega vita undir fjögur augu að verslunarstjórinn gæti ekki notið veiganna hennar.

Konnunni hlýtur að hafa brugðið svona ílla við og skammast sín svo mikið að nú hefur hún ekki komið inn í verslunina í að verða 2 mánuði.

Strákarnir eru farnir að þurfa að hlaupa sjálfir í ríkið á Föstudögum og þessi svo mjög góði vinur minn heldur bara áfram að brosa og gera allt fyrir alla, enn tapaði mest sjálfur.

 

ÉG ER EIGINLEGA FOKKING BRJÁLAÐUR!!!!!!! 

 Á ég að hella mér yfir kjaftvaskinn sem kjaftaði þessu í konuna eða stela myndbandsupptökum af konunni og hafa upp á henni sjálfur og skipa henni í ríkið að kaupa meira af bjór fyrir vin minn?

 

 


Pissumálin hér heimafyrir.

Í þessu húsi búa tvær konur og þrír karlmenn, ég, sonurinn og hundurinn, konurnar sem eru í minni hluta eru konan mín og dóttir.

Konurnar hafa verið að kvarta undan slæmri umgengni hjá okkur þegar kemur að því að kasta þvagi.

Hundurinn kann ekki á hundalúguna og gerir þarfir sínar ekki á réttum stöðum.

Sonurinn harðneitar að nota kopp og segir hann bara fyrir dúkkur, tekur ekki í mál að minnka bleyjunotkun.

Sjálfur tók ég eftir miða sem var búið að líma á vegginn fyrir ofan klósettskálina. (Getur verið að hundurinn sé að reyna að nota skálina en geti ekki lokað setunni?)Júlí 2008 1

 

Ég hef reynt að tala við soninn sem er 2 ára um hvernig hann geti bætt sig, en hann bendir bara á hurðina og segir loka setunni pabbi!!

þÆR ERU AÐ NÁ HONUM Á SITT BAND!!!

 


Allt sem við viljum er sigur í kvöld!

Eitt mesta fjaðrafok í íslensku félagaskiptum fyrr og síðar var núna í sumar þegar KR keypti Bjarna Guðjónsson frá Skagamönnum.

Góðir landsmenn ástæðuna fyrir kaupunum munið þið sjá í kvöld þegar KR spilar á móti Breiðablik!! 


Hún borgar fyrir eiginmanninn.

Ekki getur Kristján Arason borgað svona ferð sjálfur, samkvæmt frjálsri verslun er hann aðeins með rúm 170.000  Mánuði. Hann er framkvæmdastjóri Kaupþings og líklega með minni laun þar heldur en skúringakonurnar.

Sé þetta alveg fyrir mér: Þorgerður mín má ég fá smá kling til að skreppa á Mc Donalds? 

 


mbl.is Þorgerður: Venjulegur íslenskur stuðningsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingvi Hrafn er blankur, HJÁLP LANDSMENN!!

Ég horfi stundum á sjónvarpstöðina ÍNN sem Ingvi Hrafn á og rekur, finnst sérstaklega gaman af þáttunum sem hann sjálfur er við stjórnvölin.

Því fannst mér miður að sjá að þessi sjónvarpsmaður sem á reyndar laxveiðiá og ég veit ekki hvað og hvað. hefur aðeins 83,333 þ.kr á mánuði samkvæmt tölum sem gefnar voru út opinberlega um daginn.

Þetta náttúrulega gengur ekki að maðurinn sjónvarpi efni til okkar landmsmanna, puði og puði við að reka laxveiðiá sem hann nýlega sagði í blaðaviðtali um daginn að væri alltaf fullbókuð og þar hefði hann alltaf tekið á móti erlendum auðkýfingum ár eftir ár hreinlega gefi vinnu sína.

Er ekki hægt að aetja á stofn landssöfnun handa aumingja manninum, hann á ekki í sig eða á. 

 


Verslunarmannahelgin framundan. J'IB'I'I'I

Eftir nokkurra vikna pælingar er ég loksins búinn að setja niður á blað hvert ég fer um verslunarmannahelgina.

Fyrir þá sem vilja slást í för er dagskráin svo hljóðandi:

Föstudagskvöld:  Vinna, svo heim í dundur.

Laugardagur:  Vinna hefst kl. 12 og líkur kl 16. Matarboð kl 18 svo heim í dundur.

Sunnudagur:  Vinna frá kl 12- 13 svo í Hvalfjörðin til fjölmarga vina sem verða þar,  heimkoma um 19. vinna frá kl 21-12

Mánudagur: Heima í dundur, Jet-ski kl 15 og eitthvað fram eftir kvöldi. 

Djöfull er ég skipulagður. Kostnaður þessarar helgar ekki gefinn upp, enn eitthvað örlítið minni en hjá meðal unglingi í útilegu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband