Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 31.7.2008
GRÁTANDI KONUR!
Konurnar úr vesturbænum Sem oftast eru kallaðar "gömlu kellingarnar úr Vesturbæ" eru að trylla landsmenn með að vera hreinlega á öllum línum á þjóðarsálinni. Útvarpsmenn mega ekki gefa lausa línu í símatíma án þess að þessar umtöluðu konur leggja útvarpsþáttinn undir sig, og hvað er að hrjá þær?
Jú:
Það var maður sem samdi texta um að gott væri að nauðga. (þjóðhátíð 1993)
Verslunarmannahelgin kostar kringum 60-100 þ.kr á ungling.
MÁLIÐ VAR AÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ REYNA AÐ ÚTSKÝRA FYRIR ÞESSUM HEFÐAFRÚM MÁLSATVIK. ENN ÉG HREINLEGA NENNI ÞVÍ EKK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26.7.2008
Sól og hvassviðri
Hér í Reykjavík er líka sól og hiti, með þessu spánarveðri er alveg hífandi rok og þegar við konan vorum í bíltúr áðan fannst mér gaman að fylgjast með fólkinu sem var að sóla sig í görðunum sínum hlaupansi eftir lausamunum bikinum og G-strengjum.
Það er bara nóg að það komi sól þá á maður bara að leggjast í sólbað þó það séu einhver 12 vindstig í verstu hviðunum.
![]() |
Freyja sólar sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24.7.2008
Elliðaárdalurinn.
Við dóttirin héltum áfram að hjóla í gærkveldi og ákváðum að skoða meira af Elliðaárdalnum, tókum nokkrar myndir úr rúmlega 2 klst ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 24.7.2008
ENN HÉRNA.....
Hvernig er þessu háttað þarna í vesturhluta Svíðþjóð? Labba bara Elgir um garða ofurölvi, slefandi og ílla lyktandi af áfengisneyslu? Hvar er....? Er ekkert.....?
Hvernig segir maður frá svona reynslu: Það kom bara blindfullur Elgur hérna inn í garðinn og beit stelpuna
![]() |
Drukkinn elgur réðist á stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23.7.2008
ÉG Á STUNDUM EKKI EITT EINASTA......
Ég er svona einn af þeim stundum sem veit betur enn læknar og hjúkrunarfólk, þó svo ég hafi blessunarlega losnað við alvarleg veikindi undanfarið þá á ég það til eins og svo margir að fá svona smá kvilla.
Ég fékk rosalegt tak í bakið og upp fyrir mér rann sú stund þegar ég fékk síðast mjög vont í bakið þá labbaði ég út af bráðamóttökunni með kólöglegan skammt af Morfíni í æðakerfinu, man reyndar ekki mikið eftir því þegar konan ók mér heim.
þetta ætlaði ég ekki að endurtaka og ætlaði að lækna mig sjálfur. Ég varð mér út um gelpoka sem ég stakk í frysti, stakk honum svo beinfrosnum niður fyrir buxnastreng og lagðist með óhljóðum, eftir um hálftíma reif ég pokann upp ásamt hálfri rasskinninni. HELV....Gelpokinn einhvernveginn.....já ég veit það ekki. Ég þakka guði fyrir að ég var ekki að kæla mig að framanverðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22.7.2008
Hjólreiðartúr.
Við dóttirin fórum í hjólatúr í kvöld, undiritaður hefur ekki stigið á petala í mörg ár svo neinu nemur og var því valin svona frekar fáfarin leið að ég hélt hringur kringum Elliðaárdalinn. Dalurinn var náttúrlulega fullur af fólki og var maður næstum margsinnis dottin við það eitt að reyna að líta vel út.
Reyndar sýndist mér ég sjá einhverja Tour De France hjólakalla sem var nokkuð starsýnt á mig og á ég von á því að haft verði samband við mig í vikunni. Ég var nefnilega orðinn nokkuð lunkinn eftir ótrulega lítinn tíma.
Maður var orðinn nokkuð lúinn eftir kvöldið og var því laggst út af í sófanum þegar heim var komið og var konan sem reyndar er hjúkka fenginn til að nudda yfir skrokkinn í leit að gömlum íþróttameiðslum sem gætu hafa komið upp, aldrei of varlega farið. Talaði hún mikið um að dóttirinn hefði komið skellihlægandi heim en engu líkara en ég þyrfti súrefniskút, sem er mikill miskilningur hjá henni því þetta snýst mikið um að vera með réttu svipbrigðin þegar maður nálgast fólk.
Ef smellt er á myndirnar stækkar þetta allt um helming, sjáið einnig hverslags rosa græju kallinn er á, allavega 21 gír áfram Tin, blikk, gormar og allt að gerast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 20.7.2008
Viljiði gjöra svo vel....
![]() |
Engir ísbirnir fundust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 19.7.2008
Jens Guð og Jenný Anna og Stefán F. TIL SÖLU!!!!!
Jens Guð bloggvinur minn upplýsir það í Fréttablaðinu í dag að honum hafi verið boðnir gull og grænir skógar ef hann færði sig yfir í bloggheima Visir.is
Það er því ljóst að opnað hefur verið fyrir blogg - leikmannalista bloggheima íslands. Ég hef það fyrir víst að vinsælum bloggurum á Vísi.is hafi að sama skapi verið boðið að flytja sig yfir á Moggabloggið. Þar hafa að vísu ekki sömu gylliboðin verið boðið og Visismenn bjóða.
Ekki vildi Jens Guð moggabloggari upplýsa hvað hefði verið inn í tilboði Visis manna enn heyrst hafa raddir um Vespu, flatskjái,og heimabíó ásamt fríum mat á BSÍ, Jens hafði fyrst farið að samningaborði Vísis manna þegar BSÍ var nefnt, enda á allra vitorði að Jens borðar þar sviðakjamma reglulega.
Áreiðanlegar heimildir eru fyrir að Vísis menn hafi talað við Jenný Önnu og Stéfán Friðrik ásamt Jens. En þessi 3 bloggarar eru efst á lista yfir Bloggara sem Vísir vill kaupa.
Já nú fara að gerast skemmtilegir snúningar í bloggheiminum því næsta víst er að Moggabloggarar vilja alls ekki að þessir einstaklingar færi sig yfir til Vísi.is, enda allir 3 óhemjuskemmtilegir bloggarar. Enn hvað er ekki til sölu í þessum heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18.7.2008
Frá Höllu Rut bloggvini mínum.
18.7.2008 | 11:35
Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?
Elísabet Sigmarsdóttir er fædd með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Encephalocele. Hún er sú eina á landinu sem hefur lifað hann af hingað til. Afleiðingar hans eru ýmsar. Henni fer stöðugt aftur og er í dag í hjólastól. Elísabet er búin að fara í u.þ.b. 60 aðgerðir. Oft var henni ekki hugað líf en er í dag lífsglöð og bjartsýn ung kona þrátt fyrir alla þá þröskulda sem lífið hefur sett henni.Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið: liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik

Flokkur: Lífstíll | B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16.7.2008
1000 ára gömul tré með lygasögu á bakinu, burtu með draslið.
Hef verið að spá í þessi tré sem eru út um allt, þá er ég aðalega að missa mig yfir þessum stóru trjám. Þessi stóru tré eru fyrir. Þau skyggja á sólina, útsýni, ræturnar eru að eyðileggja húsin og garða nærliggjandi húsa.
Enn ef maður fer á stúfana og grenslast fyrir um tilurð þessa trjá er yfirleitt lítið um svör.
Ég setti upp sparibrosið í gær og vippaði mér að garði nágrannans og spurði út í að ég held 12 metra langt tré sem ber líklega um 2 tonn af laufi. Góðan daginn sagði ég og tók þéttingsfast í hendina á granna, helvíti eru menn duglegir í garðinum sagði ég til að hrósa, maður á víst að hrósa þá líður viðmælendum vel. Þú veist að það er sól og blíða bak við stóra tréð hérna, alveg brakandi blíða sagði ég og horfði að mér fannst blíðlega á granna.
Enn granna fannst umræðuefnið greinilega leiðinlegt og leit ekki einu sinni upp að trénu. Þegar ég fór að spyrja um tréð vissi kallinn ekki neitt, hann vissi ekki heiti spýtunnar, aldur eða nokkurn skapaðann hlut.
Enn hann vissi að langafi hans eða lang-lang afi hans hafði sett spýtuna niður fyrir langa löngu og því mætti ekki hreyfa við greininni. Enn þá voru menn að drekka óhreinan spýra og hugsuðu ekki framm í tímann sagði ég og ætlaði að útskýra mál mitt frekar, enn granni sagðist þurfa að sækja börnin og ég yrði bara að tala við frúna ef ég vildi fá tréð í burtu.
Þetta er nefnilega málið. Fólk veit ekkert um tré í dag og til að þurfa ekki að kosta tugum þúsunda til að hreinsa þessi tré í burtu felur fólk sitt á bak við að lang,lang afi eða þar af eldra fólk hafi gróðursett trén og það myndi fylgja íll álög ef tréð yrði rifið upp, kviknaði í eða allur gróður sem eftir yrði muni steindrepast og garðurinn myndi líta út eins og Sprengisandur á eftir.
Tré granna sem á svo fallega ættarsögu að manni vöknar um augun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)