Allt í rugli.

Afskaplega finnst mér skrítið hvað samgöngur lamast þó einn bíll lendi á hliðinni. Í þessu tilfelli lamaðist umferð um miklubraut alveg vestur í bæ, umferð úr Breiðholti og Kópavogi lá niðri, og allt virtist stjórnlaust í heila 5 klst.

Ég var á staðnum og sá að slökkvibílar ásamt nokkrum sjúkrabílum var lagt á akreinar sem lausar voru. Túnspildurnar sem liggja þarna að neðan eiga að notast til að keyra á þegar svona kemur fyrir.

Það er hægt að skipuleggja aðgerir betur enn svo að öll umferð borgarinnar liggi niðri í heilar 5 klst þó svona leiðindar atvik komi fyrir. 

Hvernig væri að setja upp starfshóp sem vinnur að betri skipulagningu þegar svona kemur upp frekar enn að skipa starfshóp sem á að finna út hvernig er best að koma upp búri sem heldur ísbjörnum í skefjum. 


mbl.is Búið að opna fyrir umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja..

Til hamingju með að vera byrjaður að blogga aftur...

Kveðja að norðan

Ég

minnsta systir þín... 19.6.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Anna Guðný

Við hljótum nú að vera með nógu marga snillinga til að gera bæði, ekki satt?

Anna Guðný , 21.6.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband