Fimmtudagur, 9.4.2009
Já...Nei Takk!
Já og hver vill svo byrja að prufa að keyra í þessari kúlu niður Ártúnsbrekkuna þar sem allir ellilífeyrisþegarnir, unglingarnir og dópistarnir eru á ferðinni? Ég er nokuð viss um að það er stórhættulegt að vera í bílbelti þegar einhver dópistinn ýtir þessu út í kant á hraðferð.
Hinn fullkomni borgarbíll? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páskaegg á hjólum - er ekki verið að grínast
Páll Jóhannesson, 10.4.2009 kl. 00:13
Við skulum bara vona að dagar hefðbundinna einkabíla verði úr sögunni sem allra fyrst. Þá þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af dæmigerðum ökumönnum Ártúnsbrekkunni.
Magnús Bergsson, 11.4.2009 kl. 01:04
Þið hljótið að vera að grínast. Ég er nokkuð viss um að þeir sem hönnuðu þetta fyrirbæri hafi ekki haft Reykjavík í huga, þaðan af síður Ártúnsbrekkuna. Það eru til alvöru stórborgir úti í heimi þar sem þessi græja myndi virka vel. Hugsanlega gæti hún virkað í 101 og á sérstökum stígum innan um reiðhjól og vespur.
Þóra Guðmundsdóttir, 12.4.2009 kl. 13:35
Grínast? Þetta er líklega fyrsta vélknúna ökutækið sem hugsanlega hentar öllum þeim fötluðu jarðarbúum sem dreymt hefur um að eignast "bíl", líka í Reykjavík.
Vandinn við Reykjavík er að hún hefur verið hönnuð af skammsýnum fúskurum sem hafa í alvöru haldið að "bíllinn" eins og við þekkjum hann í dag verði ódauðlegur.
Magnús Bergsson, 13.4.2009 kl. 23:58
Þetta myndi aldrei henta hérna á fróni. Fyrir það fyrsta myndum við ekki getað sætt okkur við að þessi bifreið ætti aðeins að notast í 101 Rvk. Við værum farin yfir Hellisheiðina áður en við vissum og skildum svo ekkert í þegar næsta vindhviða feykti þessu upp í Bláfjöll.
Bifreiðin er svo skemmtileg Magnús að við munum aldrei losa okkur við hana.
S. Lúther Gestsson, 14.4.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.