Færsluflokkur: Bloggar

Helgarpistill.

Ég hélt í einfeldni minni  að maður sem rekur fyrirtæki, á 4 börn væri ekki að forgangsraða hlutunum rétt ef hann hefði tíma til að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu heila helgi.

En ég hef komist að því að þetta er algerlega alrangt. Í tilraun minni um þetta nú um helgina hef ég nefnilega uppgvötvað að fótboltagláp 4 barna föðurs hefur slakandi áhrif á börnin, já börn virðast nefnilega sýna afgerandi slökun meðan fjöldkyldufaðirinn liggur upp í sófa með konfektkassa og rekur einstaka sinnum upp stríðsöskur milli þess sem hann lemur fótunum ótt og títt í sófann.

Það er ekki fyrr en móðirinn kemur inn í stofuna og stappar niður fótunum með kústskaft milli handanna sem börnin virðast missa einbeitinguna og stressast öll upp. En einmitt þá er afar mikilvægt að faðirinn missi ekki tökin á ástandinu og leggist algerlega slakur í sófann aftur og stynji einhverskonar jái upp.

Ég finn til einstakrar ábyrgðartilfinningar þegar þessi staða kemur upp, ég nefnilega hef bara ekki gefið mér tíma undanfarið til að rannsaka þetta nánar, enn þökk sé Stöð 2 sport fyrir að senda út í opinni dagskrá um helgina.

Annars er allt gott af Hólabergsfjöldskyldunni að frétta, ég komst aðeins á krossara á laugardaginn og finnst eiginlega grátlegt að veðurfarið er orðið þannig að maður fer bráðum að bóna og ganga frá hjólinu fyrir veturinn.Alger synd þegar maður er loks farin að ná tökum á hraðanum, og þá strákar mínir er ég að tala um meðalhraða á malarvegi kringum 80-100km á klst. það er rosalegt ánæguefni að slysið á hælnum um daginn virðast vera að lagast.

Annars er maður búinn að vera að klóra sér í hausnum yfir því hvernig í veröldinni rjúpnaveiðitímabilið geti alltaf farið svona ílla af stað. Nú eru 2 búnir að tínast, 4 teknir með ólöglegann búnað, nokkrir réttinadalausir  og einn búinn að skjóta lappirnar nánast undan félaga sínum. Hvað er þetta eiginlega með íslendinga og skotvopn? 

Vonandi gangið þið ánægð inn í nýja vinnuviku bloggvinir góðir, við getum allavega farið að hlakka til jóla.. eða hvað?

Góðar stundir.

 

 

 


FÖSTUDAGSPISTILL

Eitthvað er farið að lengjast á milli pistla hérna hjá mér og því hef ég ákveðið að á hverjum Föstudegi komi svokallaður Föstudagspistill. Í þessum pistlum verður ætíð eitthvað gáfulegt sem allir geta tekið með sér inn í helgina.

Það er kannski ekki úr vegi að byrja á speki sem vinur minn sagði við mig nú í hádeginu, en hún var þannig:

Lúther ef þú hlustar ekki á konuna þína þá muntu missa af einhverju.

Algerlega hverju orði sannarra í mínu tilfelli eða hvað? Það er nú bara kannski þannig að það er allt í lagi að missa af hinu og þessu sem konurnar okkar sega. Annað getur að sjálfsögðu bjargað lífi okkar og öllum hnettinum.

Þessa dagana er allur heimurinn að tala um hversu hollt er að hreyfa sig reglulega. Í þessa umræðu hefur fólk blandað saman orðum eins og mataræði, útivist, göngutúrum og öðrum hlutum sem fáir skilja. Ég hef samt ákveðið að taka þátt í þessu því ekki vill maður verða útundan. Hef ég því ákveðið að fara alla vega 3 sinnum í viku út að hjóla á krossara. Með því fæ ég hreint loft ofaní lungun á talsverðum meiri hraða en meðal maður sem gengur eða hleypur.

            -----------------------------------------------------------------------------------------------------

Ég vil ljúka þessum Föstudagspistli mínum á allt öðrum nótum en hér að ofan, því í vikunni fékk ég þær fréttir að góður fjöldskyldu meðlimur hefði tekið þá ákvörðun að vilja ekki vera lengu með okkur í þessum heimi.

Síðustu 2 sólarhringa hef ég mikið hugsað um þetta og hefur þetta fengið þó nokkuð á mig.  Í gegnum mína ævi hef ég sjálfur upplifað ýmislegt sem mér hefur þótt betur mátt fara og það hefur alls ekki alltaf verið dans á rósum. Síðustu misseri hef ég verið sáttari með hverjum deginum og aldrei skilið betur en í dag hversu mikilvægt er að eiga góða að. Oft er maður þeim verstur sem er manni bestur. 

þegar fólki líður orðið þannig að engin munur er á nóttu og degi er sársaukinn orðin mikill. Erfiðleikarnir orðnir þannig að engin lausn sé til. Einu samskiptin sem manni langar að hafa eru við sjálfan sig og snúast eingöngu um hversu slæmur maður sé.

Þannig líðan á ekki nokkur maður skilið.

Hugsanir eins og ef hann hefði talað eða reynt eitthvað allt annað sitja fast í manni, en maður fær ekki svörin. Það eina sem maður getur reynt er að hugsa jákvætt til viðkomandi.

En það situr samt fast í manni hversu mikill sársukin og angistin var orðin.

Það býr eitthvað gott og fallegt í okkur öllum og það er okkur að virkja það fyrir okkur sjálf og einmitt fyrir alla aðra. Við skiljum öll eftir okkur verðmæti  sem engin annar hefði getað gert.

Þú varst góður maður og ert kominn á góðan stað.

Þú skilar kveðju.

 

 

 


Frábær norðurferð.

Ég skrapp með konunni norður til Akureyrar um helgina og með aðstoð góðra ættingja konunnar fengum við að fara 2 ein. Tvö ein, það hefur ekki gerst mjög lengi að við höfum fengið heila helgi tvö ein.

Helgin var því nýtt til hins ítrasta til að slappa af og hlaða batteríin. fengum okkur göngutúra, skruppum í sund og eyddum tíma með elskulegum systrum mínum sem voru bara með skemmtilegra mórti, he,he.

Mér fannst frábært hvernig kaupmenn taka á móti okkur körlunum meðan konan verslar. Konan skrapp nefnilega inn í fataverslun og þegar ég var búinn að sitja stilltur og góður í sófa í verslunninni kom til mín kona með konfekt og bauð mér.

Einnig rákumst við inn í Hólabúðina í miðbænum og þar fékk konan snaffs. Hvaða er þetta með Akureyska kaupmenn.

 

Ég skrapp á leiði foreldra minna sem létust fyrir ekki svo löngu og nú held ég að Pabbi minn brosi breitt, ég nefnilega flaggaði hans megin á leiðinu.

myndir_ma_-j_n_2009_013_927185.jpg

 

 


Bjöggi Gullfótur.

Já sæll!!! Það er bara kominn metnaður í landsliðsþjálfara okkar.

Ef Herra landsliðsþjálfari okkar fattar að Bjöggi verður að vera inná vellinum til að skora, þá skorar Bjöggi. Það er klárt mál.


mbl.is Eiður Smári ekki með í kvöld - Árni Gautur byrjar inná
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur Sunnudagur.

Veðurfarið síðustu daga er einvernveginn mér að skapi. Veturinn hefur alltaf verið minn árstími og þessa dagana er ég farinn að bíða eftir snjónum og öllu því skemmtilega sem því fylgir. Vélsleðinn bíður á kantinum og um helgina hef ég verið að laumast til að gera vetrarfatnaðinn og sleðann klárann. Það er  mér einhvernveginn  lífsnauðsynlegt að hafa áhugamál og komast út fyrir höfuðborgina.

Við feðgarnir brugðum á leik í dag og tókum fram annað leiktæki. það er rosalega gaman að sjá stóru strákana í litlu strákunum. Þeir hafa svo sem ekki langt að sækja delluna, en ég held að þeim þyki þetta skemmtilegra en að glápa á sjónvarpið eða detta í tölvuleiki.

myndir_ma_-j_n_2009_012_921476.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er enginn yfir það hafinn að klæðast nauðsynlegum öryggisbúnaði.

Birgir þór að taka rúnt.

myndir_ma_-j_n_2009_011_921477.jpg


Það kemur bara rok til nágrannans!

Það hefur líklega komið eigendum tjaldsins voða mikið á óvart að allt í einu kom bara óveður?

Ég veit ekki betur en allir fréttatímar hafi verið fullir af aðvörunum um það sem koma skyldi, en nei, nei það er nú allt í lagi að leyfa samkomutjaldi að standa þó spáð sé óveðri.

Mér finnst svona kæruleysi alger óvirðing við björgunarsveitarmenn.


mbl.is Óveðursaðstoð veitt víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HUNDFÚLL!!!

Það er naumast flottheit hjá selfoss, boðað til sérstakrar blaðamannafundar og alles. Maður er náttúrulega ekki í efstu deild fyrir ekki neitt. Hvenar verður svo aukafréttamannafundur?

Ögmundur var að hætta í ríkisstjórninni og ekki boðaði hann til blaðamannafundar vegna þess.

Enn um Gumma Ben vill ég bara sega: Þín verður sárt saknað.  Ég samt skil ekki alveg þessa endurkomu þína til KR, einhver óánægja er greinilega og mig grunar að hún beinist að Loga.

 


mbl.is Guðmundur þjálfar og leikur með Selfyssingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í snjókomu.

Eftir hádegi í gær fengum við 3 félagarnir þá hugmynd að viðra okkur aðeins og bregða okkur aðeins á fjöll, ekki var veðurspá beint hliðholl en eftir að vera búnir að sannfæra hvorn annan um að við þyrftum nauðsynlega að skipta aðeins um umhverfi og komast aðeins frá erlinum síðustu daga ákváðum við að skella okkur í smá hjólatúr.

Einhvernveginn fannst okkur veðurguðirnir vera hjartanlega sammála okkur í byrjun ferðar því bjart var yfir og ágætis veður á okkar slóðum. En það er stundum svo að þegar gaman er þá er erfitt að hætta, það var ekki fyrr en að við keyrðum inn í snjókomu og haglél að við sáum að við yrðum að koma okkur til byggða sem næst núna strax eins og einn okkar orðaði það.

En að baki okkur var allt orðið hvítt og fjúgandi hált og afar erfitt að komast yfir á fararskjótum okkar.

Skemmst er frá því að sega að hjólið hjá mér lét eitthvað ílla að stjórn í einni brekkunni og endaði ég utanvega með draslið yfir mig. Þetta kostaði það að ég lá heima í allt gærkveldi ílla kvalin á ökla.

Dagurinn í dag fór svo að stórum hluta til í skoðanir, læknaviðtal ásamt myndatökum.

Búast má við að ég geti byrjað að beita mér eðlilega ogg fara að stíga almennilega í fótinn eftir 7-10 daga.

Ég reikna fastlega með að ég noti framvegis bara vélsleðann eða jeppann á fjöllum þegar snjór er.

Læt fylgja mynd með sem tekin var í byrjun ferðar meðan allt var svo æðislegt.

myndir_ma_-j_n_2009_003_915785.jpg_002_915793.jpg


NÚ ER SMÁ VESEN Í KVENNABOLTANUM

Bæði fyrsta og annað sæti deildarinnar gefa nefnilega þátttökurétt í Evrópukeppni að ár.

Ég er náttúrulega að norðan og  rosalega stoltur af góðu gengi Þórs/KA í sumar og það er frábært að sjá allar þessar stelpur í liði á landsbyggðinni banka allhressilega og fast á landsliðshurðina.

KR er engu að síður mitt lið og er ég gallharður stuðningsmaður þessa stórveldis, enda með fádæmum sjaldgæft að sjá svo fallega knattspyrnu spilaða hjá öðrum liðum.

En nú er það svo að KR stelpurnar eiga leik við Þór/KA í lokaleik mótsins. Ef norðanstúlkur vinna eykst möguleiki þeirra á evrópusæti. Auðvitað vill maður sjá Akureyri í evrópukeppni. KR stelpurnar mínar hafa svo sem ekkert upp á neitt að keppa í þessum leik þær sigla bara lygnan sjó um miðja deild.Svo er Rakel hjá Þór/KA í harðri keppni um markakóngstitilinn og verður að skora í þessum leik.

Ég held bara með báðum liðunum í þessum leik.

Hins vegar er KR að spila í dag við Valsmenn í karlaboltanum og þar er alveg skýrt að valsmönnum verður slátrað, afsakið orðbragðið en við förum fram á niðurlægingu Valsmanna enda leiðinlegasti klúbbur landsins.


Ég mótmæli mótmælum.

Það hefur tíðkast hér á þessu heimili að borga ekki stöð 2 yfir sumartímann. Sumartíminn er yfirleitt notaður í annað en sjónvarpsgláp. En í dag ákvað ég að sumarið væri liðið og því var stöð 2 hleypt í loftið. Við mikinn fögnuð dótturinnar.

Annars var ég að spá í hvort maður ætti að taka þátt í þessu brjálaði sem virðist  heltaka þjóðina og gera ekki neitt nema eitthvað neikvætt og tilkynna það svo sem flestum með að blogga um það.

Til dæmis gæti ég komið með stóra yfirlýsingu um að ég hefði skilað inn myndlyklinum vegna þess að einhver ákveðinn maður ætti stöðina, eða tilkynna að þetta væri síðasta bloggið mitt því að Davíð væri farinn að vinna hjá Mbl.

Ég hefði t.d getað látið meira til mín taka þegar Páll Magnússon fékk jepplinginn,  ég hefði hreinlega átt að hætta að horfa á fréttirnar.

Þetta minnir mig svolítið á þegar ég fór einu sinni í fýlu í 3 daga út í  ákveðinn mann og hafði mig allann við, enn maðurinn vissi aldrei af því.

Þegar ég fór svo að skoða málið betur þá bitnaði skapið ogg pirringurinn á mínum nánustu en ekki manninum sjálfum.

Njótið helgarinnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband