Færsluflokkur: Bloggar

Mannleg mistök hjá kennurum.

Ég man eftir allavega einu tilfelli þar sem ég kom með einkunnir heim þar sem ég var í sveit. Ég skilaði þeim ekki af mér fyrr en ég var búinn að yfirfara bókina hjá umsjónarkennaranum.

Ég var ekki búinn að lesa lengi yfir þegar ég sá að kennarinn hafði gert nokkur mistök, ég var náttúrulega ekkert að trufla hann yfir því og leiðrétti tölurnar.

Einhvern veginn fannst mér það ekkert grunsamlegt þó það væri búið að skrifa yfir sumar tölurnar, man nú ekki afsökunina sem ég gaf út af hverju bókin væri svona sjúskuð, en það hefur örugglega verið eitthvað afskaplega trúlegt sem lak úr munnvikunum hjá mér.


mbl.is Frekar mannrán en lélegar einkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisveisla.

Yngsti fjöldskyldumeðlimurinn hélt upp á 1 árs afmælið sitt um helgina. Það er með ólíkindum hvað tíminn flýfur hratt, man það eins og í gær þegar ég tók á móti honum fyrir ári síðan.

Það er óhætt að sega að manni finnist hann þroskast á ógnarhraða, þó hann sé ekki byrjaðurað ganga einsamall er ekki langt í það. Hann tekur 100m skriðgöngu á ótrulegum góðum tíma.

Um helgina hefur mér verið mikið hugsað til þess hvað ég er búinn að vera lánsamur að hafa átt kost á því að hafa  fylgt öllum börnunum mínum fjórum eftir og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert sjálfsagt að eignast 4 börn sem öll eru fullhraust og heilbrigð. Það er bara guðsgjöf sem maður má aldrei gleyma að þakka fyrir.

Afmælisbarnið tók á móti gestum með bros á vör og lék á alls oddi.

myndir_ma_-j_n_2009_023.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_034.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_037.jpg

 


Þau eru fjölmörg verkefnin þessa dagana.

Það er svo mikið að gera íi að lesa og rífa kjaft á öðrum bloggum að maður má bara ekkert vera að því að uppfæra sitt eigið.

En eins og ég sagði frá um dagin rauk ég út í framkvæmdir við húsið hjá mér og ganga þær ágætlega en eins og sjá má af myndum þá eru engar smá framkvæmdir í gangi. Furðulegt að ég hafi sloppið við umhverfismat. 

Eitthvað var bloggvinur minn kær að efast um stærð og umfang framkvæmda en ég læt myndirnar tala sínu máli. Að sjálfsögðu er sonur minn ávallt tilbúinn til aðstoðar og hefur hann heilmikið gaman af.

myndir_ma_-j_n_2009_004.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_007.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_011.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Ég sá fram á að mig vantaði kerru undir sleðann og hjólið  í vetur svo ég ákvað að skoða mig um á kerrumarkaðinum, það er skemmst frá því að sega að ég sat í einni taugahrúfu við eldhúsborðið þegar ég sá og heyrði vermiðann á nýjum kerrum í dag.

Því var önglað saman í efni og vinir og velunnarar látnir taka til í skúrnum hjá sér, einn afbragsgóður vinur var fenginn til að sýna mér hvernig ætti að sjóða, svo var bara hafist handa við að saga,slípa, skera og sjóða. 

Útkoman bara nokkuð glæsileg þó ég segi sjálfur frá, allavega er ég hundánægður með  gripinn sem kostar ekki einu sinni helming af nýrri kerru í dag og er miklu stærri.

myndir_ma_-j_n_2009_002.jpg

 

Hér neðst er svo mynd af Birgir Þór og Guðbirni sonum mínum að leggja af stað í hjólreiðatúren,  sá eldri var einmitt að halda upp á 15 ára afmælisdaginn sinn fyrir nokkrum dögum. Ef smellt er á myndina 2x þá sést mjög vel að þarna eru tveir yngri Lútherar.myndir_ma_-j_n_2009_006_908081.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef eitthvað er skemmtilegt myndaefni,  þá eru það bræðurnir yngstu í baði, eiginlega ætti maður að setja myndband inn með hljóði, en það er varla leggjandi á nokkurn mann. Hér sést einnig afar vel að um tvo litla Lúthera er að ræða. er 

myndir_ma_-j_n_2009_013.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_018.jpgmyndir_ma_-j_n_2009_015.jpg

 


Framherjarnir í KR....

hefðu klárað þessi dauðafæri sem við fengum.
mbl.is Norðmenn sluppu fyrir horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abbabb..Enn einn KR ingurinn.

Glsæilegt.

Enn eins og allir sparkunnendur vita þá er þetta KR að þakka, fyrir utan dugnaðinn og eljusemina í honum sjálfum auðvitað. En við KR ingar eigum mikinn heiður af þessum glæsta ferli Eiðs Smára.

Nei, nei hann er ekki uppalinn KR ingur, en þegar hann var að stíga sem mest uppúr meiðslum og allir búnir að afskrifa hann, nema hann sjálfur náttúrulega þá kom KR og tók hann upp á sína arma og keyrði hann í það form sem þurfti.

Ekki orð um það meir.


mbl.is Eiður Smári skrifaði undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nágrannaslagur.

Nágrannar mínir hafa farið offari síðustu daga vegna hina ýmsu framkvæmda við hús sín. Svo var komið að ég gat ekki setið auðum höndum og horft á dugnað þeirra og eljusemi.

Því var farið inn í þvottahús, fundin vinnugalli, vettlingar og skór með stáltá. Í þessari munderingu var gengið hröðum skrefum inn í bílskúr og rifið út járnkall 3 stk skóflur, hjólbörur og annað smálegt þannig að granni stöðvaði vinnu við sitt hús til að fylgjast með ofsanum sem fylgdi þessu skaki.

Hva.... á bara að fara í stórframkvæmdir? og einhvernveginn fann ég fyrir efa í rödd hans, en það má vera vitleysa í mér.

Ég ætla að girða fyrir framan hús hjá mér sagði ég öruggið uppmálað. En sú skemmtilega tilviljun að granni beint á móti okkur var einmitt að gera hið sama. (Alger tilviljun.)

Í leiðinni fannst mér tilvalið að útbúa sérstakt kerru/tjaldvagnastæði við hliðina á húsinu og útbúa hlið en til þess þurfti að fjarlægja eins og 3 tré.

Granni við hliðina var einmitt að fjarlæga eitt tré um dagin og var hálfann daginn að grafa það upp. En ég snillingurinn kom bara með jeppann að húsinu, batt kaðal um trén og ók eins og greifi í burtu. Fyrir vikið virtist vera að ég væri að grafa fyrir sundlaug svo stórar voru holurnar. Þegar grannar sáu holurnar og trén á víðavangi með ræturnar út um allt og teppuðu umferð hjólastígsins sagði ég þeim að ég hefði verið aðeins um 40 mín að grafa þetta allt upp.

Þetta er bara spurning um verklag, sem ég einmitt virðist hafa í mun ríkari mæli enn grannar mínir tveir.  Ég laumaði mér út í garð annars nágrannans þegar hann var kominn örmagna upp í rúm eftir erfiði dagsins og mældi dýpt holunar sem staurarnir eiga að fara í hjá honum,  hann gróf 90 cm en ég ætla að sjálfsögðu að gera betur og gref 120cm.  Strax í fyrramálið verða 120 cm mínir gerðir opinberir fyrir þeim báðum með öllum tiltækum ráðum.  Eina sem setti strik í reikninginn hjá mér að þessi fríhelgi mín breyttist í vinnutörn svo framkvæmdir fara því ekki á eins miklum gríðarhraða og  tímaplan sagði upphaflega.

Myndavél heimilisins hefur verið biluð og því afar bagalegt að geta ekki birt myndir af herlegheitunum en það mun breytast afar fljótlega.

 

 


SVÍNAFLENSA ?

Ég er farinn að taka eftir nýjum hlutum í fari mínu, hlutum sem einhvernvegin virtust koma af sjálfu sér.

Ég til að mynda hlusta eingöngu orðið á Bylgjuna í bílnum og vinnunni, einnig hef ég uppgvötvað marga skemmtilega þætti á Rás 2.  Já Rás 2 gott fólk.

Yfirleitt þegar ég er á bensínstöð kem ég gangandi út með heitann kaffibolla og dagblað undir hendinni, vinnudagurinn minn byrjar yfirleitt orðið alltaf að ég sest niður sötra kaffið mitt meðan ég les yfir Moggann.

Mér finnst þættirnir hjá Gísla Einarss "Út og suður" afspyrnu góðir, þar heimsækir hann sveitina og talar við fólk sem talar íslensku. Einnig er þátturinn "Öldin sem leið" mikil skemmtun og fróðleg.

Samt hélt ég að mér væri öllum lokið fyrir stuttu þegar mig langaði að keyra aðeins um, einn í bílnum og fá smá frið. Ég allt í einu var kominn á Gróttu og horfði á fuglalífið og út á hafið, dauðlangaði að labba að vitanum en hafði ekki tíma.

Yfirleitt fæ ég margar símhringingar frá félögunum um að kíkja á kaffihús eftir vinnu og jafnvel taka í einn pool. En hugsunin um að komast bara heim og slappa af með kaffið í sófanum, hlusta á frúna lýsa deginum, fletta sjónvarpsrásunum er orðinn öllum kaffihúsum yfirsterkari. Ef ég rata út þá fer ég yfirleitt ekki lengra en inn í bílskúr að dunda mér eitthvað.

Svo er það nú kannski það hættulegasta í þessu og það er það að ég hef verið að taka eftir því að þegar fréttir eru búnar á stöð 2 þá verð ég að skipta yfir á Rúv fréttir.

"Bíddu bara þangað til þú ferð að stunda heitapottana í sundlaugunum og kjafta við gömlu kallanna um stjórnmál og atvinnulífið í landinu" sagði einn vinur minn við mig um helgina.

Enn....Nei andskotinn þessi pest leiðir mann varla á svo lágt plan?

Annars væri það kannski bara gaman.


Hlustum á hvert orð þeirra, þetta eru gullmolar.

Eldri sonur minn 3ára horfði á mig í gær þar sem hann lá upp í sófa og segir svo allt í einu algerlega upp úr þurru, Pabbi mörgæs. Hvað segirðu? hvað kallarðu mig? Hann lítur á mig hlægandi og segir svo að mamma sín hafi sagt þetta þegar hún sá mig ganga út úr verslun fyrr um daginn. 

Sjáiði pabba ykkar hann er svo útskeifur að hann gengur eins og Mörgæs sagði hún.

Eitthvað var frúin snúin þegar ég bar þetta upp á hana. Sagði þatta allt saman byggt á misskilningi.

Já það er víst betra að sega ekki of mikið þegar lítil eyru hlusta.

 

Við Guðbjörn Smári sonur minn, sá 3 ára vorum í garðinum að skjóta bolta létt á milli okkar þegar bróðir hans 11 mánaða kemur skríðandi eftir grasinu og fær boltann létt í hausinn.

Ekki skjóta boltanum í hausinn á bróður þínum, þar liggja mörkin segi ég við þann eldri. Hann snýr sér við og spyr: Hvað segirðu, er hann markið?

Svo datt hann á stéttina þegar hann var að ganga með móður sinni út í bíl, mamman hafði dálitlar áhyggjur að nú kæmi grátur sem framleiddu heimsins stæðstu tár, en stendur ekki guttinn upp slær sér á lær og segir: Mamma þetta er í lagi, ég er KR-ingur.

Hvaðan fékk hann þetta????


Rétta taktíkin.

Það þarf engar stórstjörnur með svipuð mánaðarlaun og fjárlagahalli  íslenska ríkisins til að ná árangri. Við verðum í topp 3 slagnum með rétt yfir meðallagi góða leikmenn.
mbl.is Liverpool nær samkomulagi við Kyrgiakos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG SÉ LJÓSIÐ..

Það er KR leikur á Mánudaginn.
mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband